Rúgur Reiðinnar Býsn - IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Rúgur Reiðinnar Býsn - IPA

Post by æpíei »

Þessi bjór var bruggaður í gærkvöldi. Spurning hvort ég hefði ekki átt að kalla hann frekar "Helgi vs Helga". Ástæðan er sú að Helgibelgi var aðstoðarbruggari og Helga humlarnir frá Ástralíu komu við sögu. En ætli ég haldi mig ekki við upprunalega titilinn því hann er meira lýsandi um afraksturinn heldur en hinn. Sem sagt, eiginlega allt sem gat farið úrskeiðis klikaði. Ég hef samt á tilfinningunni að þetta verði frábær bjór! :D Hér er ástæðan:

4,50 kg Pale Malt 2-row
1,20 kg Rúgmjöl
0,50 kg Caramunich III
0,20 kg Munich I
0,20 kg hveiti
0,20 kg Demera sykur (10 mín suða)

Alls eru þetta 6,60 kg af korni plús sykur sem átti að gefa OG 1,077 mv 72% nýtni í 20 lítrum.

Humlarnir eru eftirfarandi fyrir IBU 70,9:

38 g Millennium í first wort
14 g Helga 30 mín
8 g Crystal 30 mín
20 g Crystal 0 mín
14 g Helga 0 mín
10 g Hallertauer Mittelfreuh 0 mín
Þurrhumlun TBD

Þetta byrjaði allt vel. Mesking gekk eins og planað var. Meskjaði með Braumeister: 10 mín við 52 (protein mode), 10 mín við 62 (maltose mode), 60 mín við 67 (saccharification) og 10 mín við 77 (mash out). Skolaði með um 6 lítrum af 77 gráðu heitu vatni. Suða var rúmar 60 mínútur og kælt með kælispíral.

Hugmyndin af þessum bjór átti sér frekar stuttan fyrirvara. Þannig var að ég ætlaði að setja Boat Bitter (http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2832" onclick="window.open(this.href);return false;) á flöskur og þá datt mér í hug að nota gerkökuna, sem er British Cask Ale W1026 sem aðeins er fáanlegur á nokkurra ára fresti, í þennan bjór. Eftir smá pælingar þá ákvað ég að gera rúg-IPA sem er byggður á þessum hér http://www.homebrewtalk.com/f69/denny-c ... ipa-84515/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég fékk um 2 lítra gerköku úr Boat Bitter. Hrærði aðeins í henni og hellti um helmingi burt og þar með var komið ger í Rúg Reiðinnar Býsn.

Suðan klikkaði eitthvað. Í fyrsta lagi var ég með rangan tíma í Beersmith sem þýddi að klikkaði á að nota tæmerinn í honum við bruggun, sem opnar möguleika á að gleyma að setja hluti í á réttum tíma. Sem er einmitt hætta þegar; Í öðru lagi þá var Helgi mér til hjálpar eins og fyrr segir. Eins ljúfur og hann er nú þá var kannski smakkað helst til mikið af fyrri afurðum, sem eru góðar vel að merkja, en alltaf ávísun á smá vandræði :D Það þýddi að áætlunin fór aðeins úr skorðum og þetta var ekki alveg eftir bókinni. En reddaðist fyrir horn. Loks þá voru húsmælarnir 2 ekki á sama máli um hvert væri OG. Refractometerinn sagði 1,065 og flotvogin 1,069. Að sjálfsögðu notar maður það sem betur hljómar. En þetta er samt langt frá þeim 1,077 sem stefnt var að. Að hluta til er ástæðan sú að við enduðum með meiri virt en stefnt var að, en það skýrir ekki allt. Reiknuð nýtni var 69% mv 21 lítra virt og 1 lítra gerköku, samtals 22 lítrar í fötu. Það er vel ástættanlegt svo sem.

Þetta fór inn í gerjunarskápinn strax í gærkvöld á 18,5 gráðum. Í morgun hækkaði ég hitann í 19,2 og gerjun er strax tekin hressilega við sér. Ég ætla að hækka smám saman næstu daga upp í um 20 gráður. Ég hef svo rúma viku til að hugsa hvernig ég þurrhumla þennan. Þetta eru kannski óvenjulegir humlar fyrir IPA. Millennium humlarnir eru afbrigði af Nuggt og Helga eru ástralskir Hallertauer. Crystal sömu leiðis afbrigði af Hallertauer. Spurning hvort maður setji smá sítrus í lyktina með þurrhumlun. Áhugaverðar ábendingar um þurrhumlun eru velkomnar.

Ég er spenntur fyrir þessum. Held þetta verði skuggu góður bjór þrátt fyrir allt! Þakka Helga að lokum kærlega fyrir hjálpina :skal:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Rúgur Reiðinnar Býsn - IPA

Post by helgibelgi »

Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna á þessum. Takk fyrir mig :beer:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Rúgur Reiðinnar Býsn - IPA

Post by æpíei »

Ég þurrhumlaði þennan í gær. Ákvörðunin um hvaða humlar fóru í ákvarðaðist dálítið af lagerstöðunni hjá mér. Það fóru sem sagt 15g af hverjum af Simcoe, Mosaic og Cascade, alls 45g. Ætti því að vera veglegur blóma og sítrusilmur af þessum.
Post Reply