Conquistador (IIPA)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Conquistador (IIPA)

Post by Classic »

Þessi er langt kominn í suðupottinum hjá mér. Græjuprufu SMASH bjór, vildi láta á reyna hvort hægt væri að fá fulla lögun af þungavigtarbjór úr startpakkagræjunum. Svarið virðist vera mjög einfalt já. 21l strike og 10l dýfuskolun (dunk sparge), og ég er með 27 lítra pre-boil eftir að hafa undið pokann hraustlega. PBG ca. 1.070, sem er á pari við það sem það ætti að vera skv. Brewtarget.

Code: Select all

 Conquistador - Imperial IPA
================================================================================
Batch Size: 23.000 L
Boil Size: 27.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 72%%
OG: 1.082
FG: 1.016
ABV: 8.5%%
Bitterness: 109.8 IBUs (Tinseth)
Color: 7 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                      Name  Type   Amount Mashed Late Yield Color
 Weyermann - Pale Ale Malt Grain 8.000 kg    Yes   No  85%%   3 L
Total grain: 8.000 kg

Hops
================================================================================
                   Name  Alpha   Amount        Use       Time   Form  IBU
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 50.000 g First Wort 60.000 min Pellet 41.1
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 20.000 g       Boil 30.000 min Pellet 18.9
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 20.000 g       Boil 15.000 min Pellet 12.2
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 20.000 g       Boil 10.000 min Pellet  8.9
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 20.000 g       Boil  5.000 min Pellet  4.9
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 20.000 g       Boil  1.000 min Pellet  1.1
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 20.000 g       Boil 45.000 min Pellet 22.6
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 30.000 g    Dry Hop  7.000 day Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 22.000 g Primary
Glíman við pokann tók á, maður er feginn að vera ekki með 8kg af korni í hverri bruggun, en þetta er vel mögulegt. Næsta challenge: 10 prósenta múrinn :)

Nafnið vísar í komu hvíta mannsins til Vínlands eins og svo oft áður í bjórum með Columbus í aðalhlutverki:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Conquistador (IIPA)

Post by hrafnkell »

Ekkert að því aðfá 72% nýtni í stórum bjór :)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Conquistador (IIPA)

Post by Classic »

72 prósentin stemmdu reyndar ekki þegar upp var staðið, mælt OG var 1,078, sem gefur 69% nýtni. Einhvers staðar er ég með vitlausar tölur í útreikningum, annað hvort hitastigsleiðrétti ég PBG eitthvað vitlaust eða að ég er með of háa uppgufunartölu í græjulýsingunni. En hvað sem því líður, þá er ég með 22l af IIPA í tunnu inni í skáp, og veit að ég get bruggað stóra bjóra í þessum græjum með minni háttar viðbótum :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply