Bergrisabrugg 2013

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Eyvindur »

Einhvern tíma gerði ég Old Ale sem gerjaðist með svona brjálæðislegum látum, og þá endaði ég einmitt bara á því að taka lokið aðeins af og leyfa gerinu að vella út úr (setti bakka undir). Það var subbulegt og ávaxtaflugur komust undir lokið, en allt blessaðist ágætlega á endanum.

RDWHAH, eins og áður hefur komið fram. :fagun:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Kíkti á þetta í morgun. Krafturinn ekkert búin að minnka. Ætla að leyfa þessu að taka þann tíma sem það þarf. Þríf kannski slönguna ef ég tel hana vera að stíflast. Tek svo mælingu eftir einhverja daga og skoða það hvort ég set meira ger.
Alltaf gaman að upplifa eitthvað nýtt í bjórgerðinni. Finnst þetta ákaflega spennandi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Eyvindur »

Stórir bjórar eru sérstakt áhugamál hjá mér. Mér hefur sýnst að ef maður er með góða hitastýringu og setur nógu andskoti mikið af geri sé minni hætta á að allt fari svona upp í loft.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gm- »

Byggvínið mitt gerjaðist með svona látum, og irish red sem ég gerði líka. Ég lét þetta bara eiga sig og það kom fínt út, bara að passa að slöngurnar stíflast ekki, væri skemmtileg sprengja :lol:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Er hræddur um að þessi sé að gerjast við of mikinn hita.
Kvarðinn á fötunni segir núna 26 gráður. Var með þennan í skúrnum í staðinn fyrir í hitastýrða ísskápnum.
Ætla að færa hann yfir í kvöld eða nota blautbols-aðferðina til að lækka þetta eitthvað.
Ég notaði Scottish Ale YEAST STRAIN: 1728. Það er gefið upp fyrir max 24 gráður.

Finnst bjórinn verða mjög spennandi þegar maður lendir í svona "veseni".
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Gæti orðið einhver esterabomba... Af hverju varð svona hlýtt í kompunni annars? Er eitthvað hlýrra á suðurnesjunum en hér í bænum? :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Gerjaði þennan í billiardskúrnum. Hann er um 22-23 gráður og svo hækkar gerjunin eitthvað hitann í virtinum. Hefði betur komið þessu í útigeymsluna og stillt hitann þar. Nú er þetta að róast og venjulegur vatnslás kominn á.
Verður gaman að sjá útkomuna.

Annars er alltaf heitt í Sunny-Kef.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Eyvindur »

Ég myndi ekkert vera að kæla þetta niður. Ef mig misminnir ekki myndar gerið estera þegar það er að fjölga sér í upphafi gerjunar, ekki þegar það er komið vel af stað, þannig að sá skaði er skeður (myndi alls ekki hafa áhyggjur af því í RIS, samt). Hins vegar gæti kæling stoppað gerjunina of snemma. Það er algengt að menn byrji kalt og hiti svo til að fá bjórinn þurrari án þess að fá estera, þannig að ég myndi frekar fara í meiri en minni hita.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:Hins vegar gæti kæling stoppað gerjunina of snemma. Það er algengt að menn byrji kalt og hiti svo til að fá bjórinn þurrari án þess að fá estera, þannig að ég myndi frekar fara í meiri en minni hita.
Þetta. Ekki lækka hitann, þá gætirðu lent í stuck fermentation sem getur verið tómt vesen með RIS.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Sá þetta of seint. Færði hann í gær í ísskápinn.
Stillti ísskápinn á 21 gráðu.
Hann er allavega ennþá virkur.
Spurning að gera strax annan til að fínpússa ferlið.
Langar að eiga bjóra sem eldast vel eins og RIS.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by Eyvindur »

Það er fátt betra. Ég er enn að dreypa á RIS sem ég bruggaði 2011, og fékk mér í gær eina af nokkrum flöskum sem ég á ennþá af Old Ale sem ég bruggaði 2009. Draumur minn er að eiga gott safn - hálfgerðan bjórkjallara.

Best að fara að vinna í því!

21 gráða sakar varla, en ég myndi samt taka hann aftur út.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by gugguson »

Hvernig heppnaðist Carlsberg clóninn? Móðir mín er búin að leggja inn pöntun á carlsberg og ég er búinn að redda mér wyeast danish lager ger ætla að henda í hann í næstu viku. Er eitthvað sem ég þarf að passa mig á?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Hann heppnaðist vel. Soldið sætur og alveg tær. Er reyndar bjór sem verður fyrir gesti.

Reyndar varð fg bara 1010 en átti að vera 1005. Gerði stóran starter.
Ég setti hann í 0 gráður áður en ég setti á flöskur. Mæli með því.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Þessi Russian Imperial Stout fór á flöskur í gær og náði hann að gerjast niður í 1020 sem var stefnan. Er ég ánægður með það þar sem ég var með minni starter þar sem gallon flaskan brotnaði hjá mér. Þennan ætla ég að reyna að geyma í nokkur ár.

Held að hann verði allt of ungur til að smakka á næsta fundi.

Er að gera einn American Stout núna bara svo það verði eitthvað í gerjunarísskápnum þegar Fágun kemur í heimsókn.

Sé annars fram á að þurfa að hægja á mér í bjórgerðinni þar sem allar flöskur eru fullar og geymsluplássið takmarkað.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by hrafnkell »

Kaupa stærra hús og drekka meira! Eða byggja við geymsluskúrinn :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Það er reyndar á áætlun að byggja annan geymsluskúr svo þessi geti verið eingöngu undir bjórgerð.
Áskoruninni um að drekka meira skal ég glaður taka.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Smá fréttir af brugginu.
Gerði fyrir nokkru American Ale úr afgöngum sem endaði þynnri en til stóð. Fyrir ári keypti ég Ungverska eykar kubba sem ég ákvað að nota núna. Lét þá liggja í vodka í 2-3 vikur og setti í fötu sem ég fleytti svo bjórinn yfir í. Það var virkilega mikið bragð af kubbunum og var ég mjög hræddur um að það yrði of mikið viðarbragð. Ég prófaði bjórinn eftir sólarhring og þá var verulegt eykar vín bragð. Minnti mig helst á romm. Ákvað að skella bjórnum strax í aðra fötu og bíð nú eftir að setja hann á flöskur og vona að bragðið mildast aðeins með tímanum.

Ef ég nota kubbana aftur held ég að það sé betra að nota þá án þess að láta þá liggja í vodka og láta bjórinn vera í nokkrar vikur í félagsskap eykar kubbana.

Finnst svona tilraunir alltaf skemmtilegar og ætla að gera meira af þessu á næstunni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Smá fréttir í bjórdagbókina.

Er núna að gera tvo bjóra. Hef gert þá báða áður. Californian common og svo ESB. Ég minnist á þá báða hér í þessum þræði en ég gerði þá í upphafi árs.
Er að reyna að fylgja gömlu uppskriftunum en pantaði vitlaust ger í Bitterinn. Pantaði London Ale í staðinn fyrir ESB. Svo getur líka vel verið að ég hafi verið með allt aðrar pælingar í gangi en ég er illa haldinn af bjórgerðar-athyglisbresti eins og ég hef áður minnst á.

Þegar ég hef gert tvo bjóra þá byrja ég á að meskja þá báða. Svo þarf einn að bíða í góðan tíma eftir að komast í suðu.

Þetta verða bjórarnir sem verða fyrir gesti og gangandi um jólin svo ekki gangi of hratt á "fínu" bjórana mína eins og súkkulaði Stoutinn minn sem verður minn spari bjór um jólin.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bergrisabrugg 2013

Post by bergrisi »

Er að smakka þessa tvo síðustu sem ég gerði. Bitter og california common. Vegna anna fóru þeir ekki á flöskur fyrr en síðasta miðvikudag. Svo þeir gerjuðust í fimm vikur. Ég er að smakka þá allt of snemma en það er bara svo erfitt að bíða. Er ánægður með þá báða og munu þeir renna ljúft niður. Held að þeir verða fyrir gesti enda engar öfgar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply