Golden Water (English IPA, 14A)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Idle »

Lagði í þennan í fyrradag.

Code: Select all

Recipe: Golden Water
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: 
Style: English IPA
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L      
Boil Size: 34,17 L
Estimated OG: 1,073 SG
Estimated Color: 11,5 SRM
Estimated IBU: 51,9 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
0,61 kg       Lyle's Golden Syrup (0,0 SRM)             Extract      8,12 %        
6,60 kg       Pale Malt, Maris Otter (3,0 SRM)          Grain        87,88 %       
0,30 kg       Caraaroma (130,0 SRM)                     Grain        3,99 %        
30,00 gm      First Gold [7,50 %]  (60 min)             Hops         19,0 IBU      
40,00 gm      First Gold [7,50 %]  (25 min)             Hops         17,6 IBU      
60,00 gm      Goldings, East Kent [6,10 %]  (15 min)    Hops         15,3 IBU      
1,00 items    Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 min)          Misc                       
5,00 gm       Chalk (Mash 60,0 min)                     Misc                       
5,00 gm       Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 min)        Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 6,90 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
75 min        Mash In            Add 17,99 L of water at 73,6 C      65,6 C
Gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Eftir 75 mínútna meskingu byrjaði ég hringrásina. Tók um fjóra lítra af án vandræða, en svo var nánast allt stopp eftir það. Blés og hrærði, hellti úr kerinu í fötu og skolaði svo, hellti aftur yfir í meskikerið... Var hátt í tvo tíma að ná öllu úr kerinu í suðutunnuna, með tveimur skolunum. Eftir það var þetta töluvert betra.

SG fyrir suðu var 1.062, og 1.075 að suðu lokinni. Hafði ekki tíma til að nota kælispíralinn, svo þessu var bara skutlað í fötu og út á svalir yfir nótt. Gerinu bætti ég við í gærkvöld, og þá var hitastigið á virtinum 15°C. Nú er feikna froðupartý í fötunni, og kötturinn furðu lostinn yfir látunum.

Mælisýnið ilmaði og bragðaðist ljómandi vel. Örlítið dekkri en ég reiknaði með, er enn að venjast MO pale maltinu, sem og nýju suðutunnunni.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Hjalti »

Ekki amalegt :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by kristfin »

eftir enska ipa-inn sem ég bjó til um daginn, er þetta orðinn minn uppáhaldsstýll. allavega þangað til að ég bý til eitthvað betra :)

mikið boddy, esterar, humlar, en ekki þó of mikið. hvað fær maður betra.

ég tók 1 gallon af mínum ipa, og bjó til enskan rúg ipa með engifer. er komið á flöskur en er ekki búinn að smakka.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Idle »

Kominn í secondary úti á svölum. Þurrhumlaði með 36 gr. af E. K. Goldings í leiðinni. Esterar áberandi, nokkuð "heitur" en ekki óþægilegaa. Gef honum a. m. k. mánuð áður en ég set hann á flöskur.
Úr 1.075 í 1.012 veldur um 83% attn., eða um 8,2% ABV. Umtalsvert meira en ég ætlaði.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Andri »

Leiðilegt með meskinguna, hvernig meskiker ertu með? Svona klósett system eða skorin rör?
Vonandi lifa gæludýrin í sátt og samlyndi (gerlarnir og kötturinn)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Idle »

Andri wrote:Leiðilegt með meskinguna, hvernig meskiker ertu með? Svona klósett system eða skorin rör?
Vonandi lifa gæludýrin í sátt og samlyndi (gerlarnir og kötturinn)
35 lítra kælibox úr Húsasmiðjunni með 50 sm. klósettbarka úr Múrbúðinni. A. m .k. nærri 50 sm. Gæti verið 60,eitthvað. Á þessu heimili eru öll dýrin vinir. Stór og smá.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Maddi »

Áttu mynd eða lýsingu á því hvernig þetta klósettbarkasystem virkar?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Golden Water (English IPA, 14A)

Post by Idle »

Aðrir hafa sett inn myndir og ítarlega lýsingar á smíði ýmissa græja í heimabruggið, samskonar og ég er með. Slíkt má finna undir Heimasmíði. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply