Brúðkaupsöl

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
kiddii
Villigerill
Posts: 4
Joined: 9. Jul 2011 22:30

Re: Brúðkaupsöl

Post by kiddii »

Takk fyrir svörin, hafði þó ekki hugsað mér að setja kalt vatn í bala og láta þar við sitja heldur hafa stöðuga kælingu á vatninu með einhverjum hætti.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Brúðkaupsöl

Post by gugguson »

Við Margrét ætlum að henda í þennan fljótlega þar sem hún er að fara að gifta sig í sumar.

Hefur uppskriftin eitthvað þróast eða er hún eins og Úlfar lagði upp með í byrjun þessa þráðar? Á einhver Beersmith 2 skrá fyrir bjórinn svo maður geti skalað hann að tækjunum? :fagun:
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brúðkaupsöl

Post by bergrisi »

Þessi er að fara á flöskur hjá mér fyrir helgi. Búinn að vera rúmar tvær vikur að gerjast.
Ég er með Beersmith 2.0 og get látið þig fá hann eins og ég setti hann inn ef það hjálpar eitthvað.
Mig minnir að minn sé eins og upprunalega uppskriftin.

Ég er á næturvakt núna en get sent þér þetta á morgun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Brúðkaupsöl

Post by gugguson »

Ég myndi þiggja skrána ef þú hefur tíma.

Hvernig er með Hafra porterinn, fékkstu mikinn haus á bjórinn? Hann virðist missa allan haus hjá mér nánast eftir að ég helli honum í glas.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brúðkaupsöl

Post by bergrisi »

Fínn haus. Er að virka voðalega flottur. Ég helli alltaf með glasið lóðrétt. Sá það í einhverri heimildarmynd að þá kemur betri froða og það er að virka fínt. Minn porter er fínn.

Sendi skránna á þig á eftir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brúðkaupsöl

Post by bergrisi »

Vonandi hjálpar þetta. Ef þú vilt þetta á öðru formati þá láttu mig vita.
Attachments
brudkaup.pdf
(111.36 KiB) Downloaded 1061 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Brúðkaupsöl

Post by gugguson »

Takk fyrir þetta.

Mættir exporta þessu í .bsmx í beersmith og senda mér ef þú getur.

Takk aftur.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Brúðkaupsöl

Post by Dabby »

Ég ætla að nota þessa uppskrift, en á ekki Caramunich, er að hugsa um að nota Caramunich II í staðin. Geri ráð fyrir að það gefi fallega koparlitan bjór. Er þetta kanski slæm hugmynd eða ætti ég að minka caramunich magnið?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brúðkaupsöl

Post by hrafnkell »

Dabby wrote:Ég ætla að nota þessa uppskrift, en á ekki Caramunich, er að hugsa um að nota Caramunich II í staðin. Geri ráð fyrir að það gefi fallega koparlitan bjór. Er þetta kanski slæm hugmynd eða ætti ég að minka caramunich magnið?
Ég hef alltaf notað caramunich ii í þessa uppskrift... Og farið eftir magninu. Það hefur komið vel út :)
BaldurKn
Villigerill
Posts: 14
Joined: 12. Jun 2013 16:23

Re: Brúðkaupsöl

Post by BaldurKn »

Ég verð að hrósa þessum bjór hérna.

Prófaði hann í nýjum potti sem ég var að fá mér og Hrafnkell var mjög hjálpsamur í korn-skortinum hans að selja mér akkúrat í eina uppskrift af Brúðkaupsölinu þínu Úlfar og við hreinlega slefum af hrifningu yfir þessum bjór. Fer fljótlega að setja í nýja lögn þar sem hann gengur hratt út.

Vel gert og þú ert greinilega vel giftur :lol:
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Brúðkaupsöl

Post by Plammi »

Finnst þetta vera rétti þráðurinn fyrir þessa spurningu:
Hvað eru þið að reikna með miklum bjór í sirka 100 manna brúðakaup? (það verður einnig annað áfengi í boði)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brúðkaupsöl

Post by hrafnkell »

Ég bruggaði fyrir ~100 manna brúðkaup félaga míns seinasta sumar, kom með 3 kúta og þeir kláruðust um miðnætti. Ég hugsa að 80-100 lítrar hefðu verið nóg. Þar snerti enginn keypta bjórinn fyrr en bruggið var búið. Ég bruggaði bee cave og zombie dust klón. Þar drakk stór meirihluta gesta. Ég hugsa að brúðkaup með mikið af gömlum frænkum og ömmum þá væri þetta eitthvað minna.

Þar var líka boðið upp á vín og sterkt, en enginn matur (bara standandi matur, fingramatur)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Post by Eyvindur »

Þú átt öðruvísi ömmur og frænkur en ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Brúðkaupsöl

Post by Plammi »

takk fyrir þetta, nú er það bara að koma sér upp kútakerfi...
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Post by Eyvindur »

Á einhverri veislusíðu sá ég mælt með 1-1,5l á mann af bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply