Fuller's Brewers Reserve no. 2

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Fuller's Brewers Reserve no. 2

Postby sigurdur » 28. Aug 2011 23:43

http://www.beer-pages.com/protz/tasting ... eserve.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi bjór er nokkuð sérstakur bjór sem ég keypti þegar ég átti leið í Chiswick í London.
Hann er nokkuð áfengur þannig að maður þarf að passa sig á honum ;-)

Útlit: Djúp rauð/appelsínugulur, kristaltær með hvítleitri froðu með ljósbrúnum tónum.
Lykt: Þegar ég opnaði flöskuna var ekkert um að villast, koníakslyktin (unaðslega) var ekki hægt að villast um. Eikarvanilla og dökkir þurrkaðir ávextir.
Bragð: Mjúkt plómu/rúsínu malt bragð og svo kemur áfengisbragðið inn mjúklega.
Í munni: Mjög mikil fylling. Kolsýra góð við ~12°C hitastigið, kitlar tunguna létt og skilur eftir áfengistónana í munni. Áfengið gefur örlítinn hita í lok sopa
Heild: Ofboðslega gott og ríkt öl. Bjórinn er 8.2% ABV og því mjög kraftmikill. Ég get ekki annað en bara sagt mmmmmmmmmmmmm.
Mæli ég með bjórnum? Ef þú ert bjóráhugamaður og rekst á þennan, ekki hika við að kaupa a.m.k. eitt stykki. Ég mæli með honum fyrir þá sem njóta góðra bjóra. Þessi bjór gæti fallið vel hjá þeim sem drekka brennt áfengi sem er geymt á eik eins og t.d. Koníak eða Whiskey.

Minn bjór er númer 13502.

Image
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron