Formleg bjórsmökkun 21. mars 2011

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Formleg bjórsmökkun 21. mars 2011

Postby arnarb » 31. Mar 2011 13:52

Vaskur hópur félagsmanna smakkaði á ýmsum spennandi bjórtegundum frá heildsölunni Elg mánudagskvöldið 21. mars 2011. Við viljum þakka Elg fyrir framtakið og vonum að geta endurtekið leikinn síðar.

Alls mættu 7 aðilar og meðfylgjandi er niðurstaðan:

1. Anchor Old Foghorn 84,6%
2. VITUS Weissen Bock 83,1%
3. Anchor Christmas Ale 76.0%
4. Samual Adams Black Lager 73.7%
5. Tradition Bayrisch Dunkel 73.1%
6. Hefe Weissbier Dunkel 70.6%
7. Hefe Weissbier 70.1%
8. Road Dog Porter 64.0%
9. Duff 47.1%

Old Foghorn og VITUS skoruðu hæst en mjög mjótt var á mununum á þessum tveimur bjórum. Báðir bjórarnir eru feiknagóðir og mælum við eindregið með að kaupa þá og smakka. Jólabjórinn frá Anchor var mjög hátíðlegur og kom fast á hælanna á tveimur efstu. Næstu bjórar fengu svipaðar einkunnir en Road Dog og sérstaklega Duff fengu áberandi lakari dóma en hinir.

Meðfylgjandi eru umsagnir frá gagnrýnendum.

1. Anchor Old Foghorn 84,6%
Rúsínur, döðlur, sherrý. Möltuð karamella, fallegur koparlitur, lítill haus sem fellur fljótt. Skemmtileg blanda með góðu eftirbragði. Vel humlaður, örlítið oxaður og vottur af sýru. Frábær bjór.

2. VITUS Weissen Bock 83,1%
Mjög góður hveitibjór. Gott jafnvægi, áfengur, líflegt banana og ávaxtabragð. Fylling góð, stóri bróðir venjulegs hveitibjórs. Frábær með mat.

3. Anchor Christmas Ale 76.0%
Mikil kryddlykt, þurr ristun í lokin. Sætur, brennd beiskja, léttir sítrus humlar. Mikið kryddbragð, hátíðlegur, mikil gæði í glasi.

4. Samual Adams Black Lager 73.7%
Góð froða, dökkrauður og góðu jafnvægi. Kaffi ristaður, mikil fylling og mjúkur. Kolsýra passleg. Sérstaklega góð lykt.

5. Tradition Bayrisch Dunkel 73.1%
Fallegur í glasi, góð maltlykt, tær. Sæt lykt, brennd karamella, góð beiskja. Létt kolsýrður, mikil fylling. Bítur lengi í munni, snarpur í bragði. Mjög góður

6. Hefe Weissbier Dunkel 70.6%
Ávaxta og bananalykt. Örlítið malt, ristaður tónn. Vel kolsýrður, góð lykt. Örlítið skýjaður, vottur af karamellu, kryddaður. Litlir esterar.

7. Hefe Weissbier 70.1%
Sæt ávaxtalykt, banani. Góð froða sem helst ágætlega. Vel skýjaður. Banani í bragði, kryddaður, negull. Áberandi esterar. Góður hveitibjór.

8. Road Dog Porter 64.0%
Ristað bragð, lætur lítið yfir sér. Vantar meira malt, beiskju, karamellu og kaffi. Frekar ljós á lit, nokkuð brenndur en vantar jafnvægi. Áfengisbragð nokkuð áberandi. Ekkert súkkulaði og lítil fylling.

9. Duff 47.1%
Sæt lykt, lítur vel út en vantar malt og beiskju. Of sætur með litla fyllingu. Haus er lítill. Vantar character.
arnarb
Gáfnagerill
 
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron