Sigtuna

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Sigtuna

Post by aki »

Smáinnlegg í tilefni af nýlegri Svíþjóðarreisu þar sem ég þó missti af fyrirætluðu bruggbúðarrölti.

Sigtuna Bryggeri
(http://www.sigtunabrygghus.se ef þið viljið sjá kandídat í keppnina um verst hannaða brugghúsvefinn).
Image
Þetta er brugghús stofnað 2005 er víst sunnan við Marsta norðan við Stokkhólm en ekki í sjálfu Sigtuna. Bjórtegundirnar sem ég sá frá þeim voru nokkuð fyrirsjáanlega eftir bókinni - engin róttækni eða tilraunir - en það var auðvitað bara hluti af vörulínunni. Þeir virðast vera hrifnir af því að vera með miða í stíl á allri vörulínunni þannig að þegar nokkrir bjórar frá þeim koma saman í hillu virkar lineuppið mjög sexý - enda lét ég freistast til að prófa allt sem var í boði á hótelinu þar sem ég var:

Sigtuna Red Ale (6.0%)
Ég var bara nokkuð hrifinn af þessu rauðöli. Það er rauðbrúnt á lit og bragðgott með freyðandi haus sem stendur lengi ofaná drykknum. Góð bragðfylling og fór vel í maga. Ég sé að einhverjir á Ratebeer eru að kvarta yfir yfirþyrmandi cascade-bragði, en ég get svarið að það á ekki við um bjórinn sem ég smakkaði. Hugsanlega hafa þeir breytt uppskriftinni eitthvað. Einkunn 3/5.

Sigtuna Nya Lager [um 5% minnir mig]
Þetta var hins vegar einstaklega óeftirminnilegur ljós lager, lítið humlaður og léttur. Fór ágætlega í maga, ferskur og léttur, en gaf ekkert af sér. Einkunn 1/5 (fyrir að vera sæmilegur sessjónbjór)

Sigtuna [Klosteöl (um 8% minnir mig)]
Þessi Leffeklón var ekki slæmur, en líka ekkert meira, fannst mér að minnsta kosti. Ég er að vísu ekki vanur að drekka svona bjór og hef hugsanlega misst af einhverju kryddbragði. Ilmmaltið var greinilegt og áfengið sá til þess að það sveif fljótt á mann. Einkunn 2/5.

Sigtuna Imperial Stout (8 eða 9%)
Hér var sigið á seinni hlutann og bragðlaukarnir farnir verulega að slappast. Ég verð að viðurkenna að ég fann nánast ekkert bragð af þessum sterka stout - sem kannski er meðmæli. Kannski eru væntingar manns orðnar spilltar af Lava en mér fannst lítið bragð, lítill haus og lítil fylling í þessum bjór. Einkunn 1/5 (fyrir að fela alkohólbragðið - held ég...)
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
Post Reply