Sælt verið fólkið !

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.

Sælt verið fólkið !

Postby fridrikgunn » 31. Mar 2015 11:58

Sæl öll,

Ég heiti Friðrik og er nýkominn af stað í þetta sport - bruggaði reyndar rauðvín fyrir mörgum árum með græjum frá Ámunni en undanfarin misseri hef ég verið að koma mér upp áhuga á bjórgerð. Hef fylgst með nokkrum í kringum mig sem eru komnir á fullt í þetta og tók semsagt af skarið fyrir ca mánuði síðan.

Fékk mér BIAB byrjunarpakkann hjá brew.is og að auki kælispíral. Fyrsta lögn var því Bee Cave sem fylgir með í pakkanum og gekk ágætlega, engin sérstök vandræði önnur en að læra betur á að stýra hitanum í suðutunnunni. OG örlítið minna en samkvæmt uppskrift. Þetta fór svo á flöskur eftir tvær vikur og er núna búið að vera tæpar tvær vikur á flöskum. Búinn að smakka tvisvar og nokkuð sáttur með útkomuna, tær og fínn bjór með ágætri kolsýru en kannski full litlum haus fyrir minn smekk. Á að vera rúm 5% skv uppskrift en er líklega um 4,7% hjá mér miðað við mælingu.

Tók líka Zombie Clone frá Hrafnkeli með byrjunarpakkanum og var að bottla hann um daginn. Veit ekki alveg hvað veldur en ég fékk talvert minni nýtingu úr honum en með Bee Cave-inn. Munar örugglega 2 lítrum eða svo. Hann er búinn að vera 4 daga á flöskum þannig að ég stelst líklega í eitt smakk fljótlega ;-)

Nú er ég svo með Vivian Leigh frá Hrafnkeli og Porter klón í gerjun og er með nokkrar aðrar uppskriftir í huga - sýnist ég ekki eiga afturkvæmt úr þessu !
Attachments
BeeCave.PNG
BeeCave.PNG (387.51 KiB) Viewed 15653 times
fridrikgunn
Villigerill
 
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Sælt verið fólkið !

Postby æpíei » 31. Mar 2015 13:01

Til hamingju með að hafa stigið þetta skref. Vertu velkominn á fundi hjá okkur sem eru að jafnaði fyrsta mánudag hvers mánaðar. Reyndar verður næsti fundur 13. apríl því sá fyrsti skarast á við páskana.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sælt verið fólkið !

Postby Sigurjón » 31. Mar 2015 15:46

Velkominn!
Það hljómar eins og þú sitjir ekki auðum höndum. Ertu þá ekki með allt fullt af flöskum hjá þér? ;)
Annars er mín fyrsta lögn (Bee Cave frá Brew.is) að fara á kút á morgun. Ég ákvað að sleppa algjörlega flöskutímabilinu og fara bara beint á kút.
Ég er búinn að plana næstu lögn sem verður vonandi bara gerð núna um páskana (fer eitthvað eftir því hvernig verður opið hjá Hrafnkeli).
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Sælt verið fólkið !

Postby Funkalizer » 31. Mar 2015 22:59

Komdu fagnandi Friðrik :)
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Sælt verið fólkið !

Postby helgibelgi » 31. Mar 2015 23:16

Velkominn á spjallið og til hamingju með fyrstu skrefin! :skal:

Hljómar eins og þú sért "hooked" nú þegar :P
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Sælt verið fólkið !

Postby fridrikgunn » 3. Apr 2015 13:04

Takk fyrir það - Zombie Clone var akkúrat að ná viku á flösku í gær og það var ekki beðið með að smakka :-) Lítur virkilega vel út en mun örugglega ekki versna að fá meiri tíma á flösku. Ég kann ekki alveg nógu góð skil á lýsa bragðinu af honum en hann smakkast vel en virkar dálítið "flókinn". Vel humlaður og kannski nær því að vera hreinn IPA en vel humlaður APA - allavega við fyrsta smakk. En gríðarlega efnilegur !
Attachments
Zombie Clone.PNG
Zombie Clone.PNG (1.43 MiB) Viewed 15267 times
fridrikgunn
Villigerill
 
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Sælt verið fólkið !

Postby einaroskarsson » 3. Apr 2015 14:31

fridrikgunn wrote:Takk fyrir það - Zombie Clone var akkúrat að ná viku á flösku í gær og það var ekki beðið með að smakka :-) Lítur virkilega vel út en mun örugglega ekki versna að fá meiri tíma á flösku. Ég kann ekki alveg nógu góð skil á lýsa bragðinu af honum en hann smakkast vel en virkar dálítið "flókinn". Vel humlaður og kannski nær því að vera hreinn IPA en vel humlaður APA - allavega við fyrsta smakk. En gríðarlega efnilegur !


Ég er einmitt með zombie dust clone sem eru að detta í 5 daga á flösku, spurning hvort ég opni einn í kvöld eða sýni ótrúlegan sjálfsaga og leyfi honum að ná viku í viðbót! :beer:
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Sælt verið fólkið !

Postby hrafnkell » 3. Apr 2015 20:00

Iss, engin ástæða til að hafa sjálfsaga. Kýla einn í grímuna ekki seinna en strax :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik


Return to Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron