Betra er seint en aldrei

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Betra er seint en aldrei

Post by kokkurinn »

Dagin...
Hinrik Carl heiti ég og er matreiðslumeistari á Spíruni sem er staður á annari hæð í Garðheimum, einnig er ég skólastjóri hjá Grillskólanum og blaðamaður fyrir Gestgjafan og Freistingu.is. Vann einnig á The Fat Duck sem er 3 stjörnu Michelin staður rétt fyrir utan London og er í eigu Hestons Blumenthal.
Byrjaði fyrst að fikta við bruggun þegar ég var 16 ára með mis góðum árangri, sérstaklega þar sem við sóttumst eftir var magn af alkahóli en ekki gæði eða bragð, eftir þó nokkuð hlé byrjuðum við félgagarnir aftur og höfum nú hent í 2 laganir og önnur plönuð á morgun, erum 7 saman um einn pott en aldrei allir sem mæta. Hingað til hefur þetta gengið vel og erum komin með nokkuð góðan búnað þökk sé verkfræðingum og rafmagnsfræðingum sem eru með mér í þessu og auðvita Kela sem hefur skaffað okkur nánast öllu sem okkur vantaði, erum að brugga í 75 l gömlum þvottapotti sem gerir vel sitt gagn.
Hlakka til að mæta á fundi hjá ykkur :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Betra er seint en aldrei

Post by bergrisi »

Velkominn. Gangi ykkur sem allra best í þessu sporti.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Betra er seint en aldrei

Post by gugguson »

Velkominn, þetta er frábært "sport". :fagun:
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply