Nýgræðingur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Nýgræðingur

Post by Salvar »

Sælir.

Salvar heiti ég og hef verið að velta fyrir mér bjórbruggun sem áhugamáli í nokkurn tíma.

Ég er kominn nokkuð áleiðis með að lesa howtobrew.com bókina, þ.á.m. extract kaflann, og ég tel mig skilja í grófum dráttum hvernig sjálft bruggunarferlið fer fram. En hvernig ég útfæri það (og hvort ég get það yfir höfuð) í litla eldhúsinu heima hjá mér er annað mál.

Nokkrar vangaveltur sem mér þætti vænt um að einhver hjálpaði mér með:
  • Kit - Er byrjunarsettið sem Áman selur nógu gott? Þarf ég að bæta einhverju við það?
  • Aðstaða - Ég er með lítið eldhús til að vinna í og litla geymslu til að láta bjórinn gerjast í. Er hægt að komast af með þannig aðstöðu? Er ekki með vöttin á eldavélarhellunum á hreinu en eldavélin er nokkuð gömul. Hvað með pott, hversu lítinn kemst ég upp með að kaupa?
  • Hráefni - Þar sem ég hef enga reynslu ætla ég ekki að hella mér í all-grain bruggun strax, en extract virðist erfitt og dýrt að fá. Þarf ég að panta það að utan eða selur einhver það hérlendis? Er ekki nauðsynlegt að prófa a.m.k. nokkur skipti með extract áður en ég fer í all-grain?
Þetta er svona það sem mér dettur helst í hug núna, en ég kem eflaust með fleiri spurningar síðar.
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Nýgræðingur

Post by Öli »

Er byrjunarsettið nógu gott segirðu ... það fer eftir því hvað þér finnst nógu gott.

Mér t.d. finnst ágætis bjór úr því, og félagar mínir eiga stundum erfitt með að trúa því að þetta sé heimabrugg.
Það sem má finna því til foráttu er að það er viðbættur sykur í því (gefur auka bragð) og það að það veitir þér ósköp lítið frelsi til að brugga það sem þig langar til.

En ég mæli með kittum þegar fólk er að byrja. Það er einfalt og þú lærir á því (ef þú villt læra á því þ.e.).
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Nei, ég meinti sjálft settið (http://aman.is/index.php?page=shop.prod ... p&Itemid=1), þ.e. áhöldin og tækin. Veit ekki hvort þetta inniheldur allt sem ég þarf til að byrja.

En það er spurning um að byrja á einu svona kitti (þú átt þá væntanlega við eitthvað í líkingu við þetta: http://aman.is/index.php?page=shop.prod ... p&Itemid=1) til að læra handtökin. Er eitthvað sérstakt kit sem er skást?

Þakka annars snögg viðbrögð við póstinum.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Nýgræðingur

Post by Idle »

Velkominn, gerillinn góður! Ég er nýr í þessum efnum líka, og sauð minn fyrsta skammt á föstudagskvöldið. Hér eru reyndari gerlar sem eflaust munu ausa úr viskubrunnum sínum fljótlega. Annars hefur margt þegar komið fram á spjallborðinu, svo leitarvélin gæti reynst þér vel. :)

Ég keypti byrjunarsettið mitt í Ámunni, og hef fátt út á það að setja. Hefði þó gjarnan viljað sjá hitamæli sem þyldi meira en 40°C, upp á að geta fylgst með hitastiginu á meðan á suðunni stendur (virðast afar skiptar skoðanir um nauðsyn þess). Jú, og eftir að finna hve gaman þetta er, hefði ég átt að kaupa mér auka vatnslás til að sjóða aðra blöndu strax. Hugsa að næsta viðbót verði "auto syphon", áður en ég byrja að fleyta yfir á annan kút eða flöskur - og náttúrlega öltappalokari og tappar.

Eldhúsið mitt er furðu lítið miðað við önnur rými, en svo fremi sem potturinn passar sæmilega á eldavélina, og þú hefur rými fyrir ofan hann til að hella og hræra, á þetta ekki að vera mikið mál. Potturinn minn sleppur naumlega í vaskinn fyrir klakabaðið, svo ég hugsa að ég setji hann í baðkarið næst til að kæla.

Pottastærðin ræðst náttúrlega aðeins af því hve mikið þú vilt geta soðið í einu. Ég hugsa að 15 lítra pottur myndi duga fyrir 10 lítra skammta. Ég keypti mér 22 lítra pott í Fastus, og hann mun líklega endast mér vel og lengi, þar sem ég sé ekki fram á að færa út kvíarnar og sjóða meira en e. t. v. 15 lítra um sinn.

Maltsýrópið þarf ekki að kosta svo mikið sem slíkt (ég keypti 1,5 kg. dós á $11,95 US, þá um 1.314 kr), en sendingarkostnaðurinn fyrir svo þunga hluti er helv... hár - rétt um $21 US (2.310 kr.) frá New York. Það er blóðugt að borga nærri tvöfalt meira fyrir sendingarkostnað en sjálfa vöruna. Aftur á móti fannst mér verð og sendingarkostnaður á geri og humlum afar sanngjarnt, en nú bjóða menn hjá Ölvisholti upp á ýmsar tegundir; e. t. v. sparar það einhverjar krónur eða hundraðkarla, ég hef ekki reiknað það út.

All-grain er ekki mikið flóknara, eins og ég skil það. Þar ertu í rauninni bara að búa til þitt eigið "extrakt" úr korninu, og heldur svo áfram eins og venjulega. Eina vandamálið sem ég sé, er að verða sér úti um myllu til að valsa kornið (ef peningar eru engin fyrirstaða, er það náttúrlega ekkert vandamál).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýgræðingur

Post by halldor »

Ég mæli með því að kaupa kittið úr ámunni til að byrja með og sanka svo að sér hinu og þessu sem vantar upp á smám saman. Þú átt að geta klárað svona extrakt kit úr ámunni með því að nota áhöldin í startpakkanum og kannski 8 lítra pott.

Þegar þú ferð svo út í all grain þá þarftu að kaupa þér stærri pott, helst 25-30 lítra, kælibox (notað sem meskiker) og fleira og fleira sem týnist til smám saman.

Ég mæli með að búa til wort chiller sem John Palmer minnist á í Appendix C á How to brew síðunni. Þessi chiller hjálpar manni að kæla virtinn hratt niður. Einnig er hægt að nota hann í að hraða suðu (upp að 70°C) hér á íslandi þar sem heitt vatn er ekkert svo dýrt.

Svo er gott ráð að hlýða ekki leiðbeiningunum á svona extrakt kittum. Alls ekki bæta strásykri við extraktið, notaðu frekar þrúgusykur úr ámunni eða jafnvel hrásykur úr Bónus :)

Gangi þér vel með þetta
Plimmó Brugghús
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Þakka góð viðbrögð, hlakka til að byrja á þessu.

Halldor, þegar þú talar um extract kit ertu þá með eitthvað sérstakt í huga? Vil endilega kaupa það allra... skásta.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýgræðingur

Post by halldor »

Ég hef notað Coopers Real Ale og Coopers Stout með sæmilegum árangri, en mæli samt með því að skipta fljótt yfir í All grain eða allavega fikta eitthvað með uppskriftirnar sem þú færð með sírópinu. Reyndu að verða þér út um eitthvað malt og búðu til mini mash með einhverju speciality grain-i á móti sírópinu til þess að gefa bjórnum meiri karakter.

Til dæmis í fyrsta brugginu mínu, í staðinn fyrir að nota 1 kg strásykur, notaði ég 450 gr. malt extrakt (keypt í heilsuhúsinu) og 600 gr. strásykur. Svo hef ég skipt strásykri út fyrir: púðursykur, þrúgusykur, ljósan púðursykur, hunang, hrásykur og ábyggilega eitthvað fleira.
Plimmó Brugghús
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

halldor wrote:Til dæmis í fyrsta brugginu mínu, í staðinn fyrir að nota 1 kg strásykur, notaði ég 450 gr. malt extrakt (keypt í heilsuhúsinu) og 600 gr. strásykur. Svo hef ég skipt strásykri út fyrir: púðursykur, þrúgusykur, ljósan púðursykur, hunang, hrásykur og ábyggilega eitthvað fleira.
Ef þér er sama þá væri ég mjög til í nánari útlistun á fyrsta brugginu þínu, þ.e. ef það heppnaðist vel. Vantar einmitt uppskrift sem er reasonable fyrir nýgræðing til þess að fara eftir.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýgræðingur

Post by Eyvindur »

Ég vil koma með tvær fullyrðingar, byggðar á reynslu minni og margra annarra: Í fyrsta lagi myndi ég ekki undir neinum kringumstæðum nota for-humluð sírópskitt, nema þá helst að þú notir malt á móti og bætir við auka humlum. En þá samt væri betra að nota bara malt (annað hvort síróp eða korn) og sleppa for-humlaða dótinu algjörlega. Mér finnst þetta svipað og að kaupa örbylgjupitsu. Jú, hún getur alveg bragðast ágætlega, en hún verður aldrei annað en skítsæmileg og hálfdrættingur á við það sem þú getur gert með örlítið meiri fyrirhöfn og kostnaði - það verður þess virði.

Í öðru lagi er all-grain ekki of flókið fyrir byrjanda. Úlfar byrjaði til að mynda í all-grain án þess að hafa gert neitt flóknara en Coopers kit. Hann fór semsagt aldrei í extract, og var fljótur að læra. Ég gerði þrjá extract skammta áður en ég fór í all-grain og sá eiginlega eftir því, þegar ég fann muninn. Það er misskilningur að all-grain sé svo voðalega flókið að maður þurfi að ná sér í einhverja reynslu fyrst. Tækjaskortur er annað mál, en þar sem hráefnið er töluvert ódýrara er all-grain fljótt að borga sig upp. Það þarf ekki einu sinni kælibox. Gerjunarfata og svefnpoki virka mjög vel. Bara smella krana á fötuna og málið er dautt - kostar sama og ekkert. Ég nota þessa aðferð með mjög góðum árangri. Þannig að potturinn er í raun það eina sem þarf að spreða í, og fyrir sama verð og sirka þrjá kassa af bjór er hægt að fá fínan pott, nógu stóran.

Í litlu eldhúsi getur verið erfitt að brugga, en það er enginn ógerningur. Ef þú kemur stórum potti á eldavélina geturðu látið hann hvíla á 2 eða fleiri hellum og nýtt orkuna til hins ýtrasta. Annars geturðu reynt að fá lítið helluborð í góða hirðinum sem þú getur haft á eldhúsbekknum, til dæmis. Svo er alltaf hægt að redda sér hitaelementi, eða tveimur, og búa til suðufötu úr gerjunarfötu. Það er mikið gert í Bretlandi. Meira að segja líklega mun ódýrara en að kaupa 30 lítra pott.

Varðandi stærð á pottum, ef þú ætlar í extract, þá er stærðin ekki jafn mikið atriði, því í extract bruggun er vel hægt að þynna út með vatni eftir suðuna. Einu áhrifin sem það hefur er minnkandi humlanýting og dekkri litur. Þetta er hins vegar ekki hægt í all-grain. Þá verðurðu að geta soðið allan virtinn.

Allavega, hjartanlega velkominn. Vonandi hefurðu gagn og gaman af síðunni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Þakka þér fyrir þetta mjög svo detailed svar. Ég er með nokkrar nýgræðingsspurningar í kjölfarið:

Varðandi fyrri punktinn, værirðu nokkuð til í að setja saman þína ideal byrjunaruppskrift? Ég er ennþá örlítið lost á því hver nákvæmlega munurinn er á þessum mismunandi tegundum af hráefnum (for-humlað síróp, maltsíróp, korn, o.s.frv.) og langar bara að fá sem besta útkomu úr fyrsta brugginu. Ef þú værir að byrja núna, hvað myndirðu nota og hvar myndirðu kaupa það?

Og með all-grain pælinguna þá langar mig að prófa það sem fyrst en ég held ég verði að gera eitthvað eilítið einfaldara til að byrja með. Í það minnsta í allra fyrsta skiptið, þó ekki nema til að átta mig á ferlinu. Það er eðlilegt að bakari byrji á örbylgjupizzu ef hann veit varla hvernig pizza á að líta út.

Og þakka hlýjar móttökur.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýgræðingur

Post by Eyvindur »

Mig ekki alveg skilja... Hvernig uppskrift viltu fá?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Hmm... ég hef kannski ekki alveg komið þessu rétt frá mér.

Ég var aðallega að velta fyrir mér þessari setningu:

"En þá samt væri betra að nota bara malt (annað hvort síróp eða korn) og sleppa for-humlaða dótinu algjörlega."

Er það rétt skilið hjá mér að malt, og þá annað hvort síróp eða korn, þurfi að panta erlendis frá? Þ.e. að hér fáist aðeins annað hvort for-humlað síróp í kitti (Áman) eða hráefni í all-grain bjór (ÖB)? Ef svo er, hvar er best að kaupa maltið?

Aðalpunkturinn hjá mér var að ég held að ég sé kominn með of mikið val hvað varðar fyrsta brugg miðað við kunnáttu. Best væri ef einhver með vit á þessu segði bara "Fyrir fyrsta bruggið skaltu kaupa þetta hér, þetta hér og svo þetta hér. Og það fæst hér."
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Nýgræðingur

Post by Idle »

Kornið er hægt að kaupa frá Ölvisholti, en það krefst meiri undirbúnings en sírópið. Ég hef a. m. k. ekki fundið neina verslun hér á landi sem selur maltsíróp hentugt til ölgerðar (mér kunnugri gerlar mega gjarnan leiðrétta, ef vill).

Ég er sammála Eyvindi varðandi for-humluðu "kittin", án þess að ég hafi prófað þau sjálfur. Hef smakkað slíkt gutl hjá öðrum, og þótti lítt til koma. Eflaust má þó betrumbæta þau að einhverju leyti, ef leiðbeiningunum er ekki fylgt út í ystu æsar - en persónulega kaus ég að eyða nokkrum þúsundkörlum í sendingarkostnað og fá gæða hráefni að utan í eldskírnina.

Ég er þér hjartanlega sammála um "fyrsta bruggið" - hefði ég aðeins vitað um þetta spjallborð áður en ég pantaði frá Bandaríkjunum. En eftir á að hyggja, sé ég ekki eftir neinu. Allt gekk eins og í sögu með græjunum frá Ámunni, og maltsírópi, humlum og geri erlendis frá. Ég var bara orðinn svo óþreyjufullur, að ég reið á vaðið.

Hvernig bjór hefurðu áhuga á eða finnst góður? Hvað langar þig til að brugga fyrst? Aðalatriðið (að mínu mati) er að ákveða slíkt, áður en ráðist er í hráefniskaupin.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýgræðingur

Post by Eyvindur »

Já, einmitt það sem ég hefði viljað sagt hafa. Það er voðalega erfitt að gefa svar við þessari spurningu nema vita eftir hverju þú ert að sækjast. Ef þú ert að leita að góðri netverslun erlendis, ef þú vilt taka þann pólinn í hæðina þrátt fyrir gengi í frjálsu falli, myndi ég kíkja á tenglasafnið í bjórgerðarkorkinum. Þú færð hvergi óhumlað extract til bjórgerðar hér á landi. Maltextract er stundum til í apótekum, en það svarar held ég ekki kostnaði að nota það til bjórgerðar. En ég ítreka að mesking er ekki jafn flókin og hún virðist á pappír. Ef maður getur orðið sér úti um græjurnar og kann að lesa á hitamæli er þetta sáraeinfalt. Ef þú kaupir ekki of mikið korn er ég viss um að þeir myndu mala það fyrir þig í Ölvisholti.

Eins og ég segi er þetta spurning um að finna stóran pott. Ja, eða nota 3-4 meðalstóra potta og skipta suðunni, það er ekkert sem bannar það ef potturinn er fyrirstaðan.

En ef þú vilt fara út í extract bruggun er eina leiðin að panta að utan. Þú gætir líka notað Cooper's kit og gert litla meskingu. Þá þarftu minna af græjum og kynnist líka all-grain hlutanum. Þá þarftu bara annað hvort lítið kælibox eða jafnvel fötu og eitthvað til að einangra hana með... Leitaðu að "Countertop Partial Mashing" á http://byo.com. Þú gætir þá keypt auka humla, eitthvað korn og gert litla meskingu með grunnmalti og sértæku malti (specialty grains), soðið sírópið og litla virtinn og bætt við humlum... Þyrftir líkast til bara 20 mínútna suðu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Nýgræðingur

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Leitaðu að "Countertop Partial Mashing" á http://byo.com.
Hér er greinin.. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýgræðingur

Post by Eyvindur »

Takk fyrir það... Aðeins of latur í dag... Og með bjór um hönd.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Þakka ábendingarnar. Vandamálið við að velja hvernig bjór ég vil brugga fyrst er að mér finnst ég varla hafa forsendur til þess þar sem ég hef aldrei smakkað heimabruggaðan bjór. Og veit enn síður hvaða hráefni gera hvaða bjór.

En ef það gefur einhverja hugmynd þá er ég tiltölulega nýfarinn að hætta mér út fyrir hið hefðbundna í bjórkaupum, og líkar vel við bjóra eins og Leffe, Erdinger og Anchor Steam Beer. Drekk líka Guinness reglulega þegar ég kemst í hann á krana (Highlander). Smakkaði síðan Lava í fyrsta skipti í gær og fannst reglulega góður eftir að hann náði aðeins að volgna. Tók samt nokkurn tíma að venjast honum.

Og ef það hjálpar eitthvað þá er ég líka hrifinn af viskýi; þá til dæmis Laphroaig, Bunnahabhain, Ardbeg og öðrum Islay tegundum. Er núna að vinna í einni flösku af 10 ára Nikka Yoichi frá Japan sem er frábært.

Annars hef ég verið tiltölulega óheflaður í bjórmenningunni hingað til, sem dæmi eru fjórar dósir af Thor Classic í ísskápnum mínum.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýgræðingur

Post by Eyvindur »

Þú þarft síður en svo að smakka heimagerðan bjór til að hafa forsendur til að velja. Heimagerjaður bjór er alla jafna alveg eins og bjór úr ríkinu (ef hann er gerður úr góðum hráefnum). Eini munurinn er að hann er (langoftast) ósíaður, þannig að hann er ferskari á bragðið og það er örlítið gerbotnfall í flöskunum.

Miðað við það sem þú lýsir þarna ertu hrifinn af þýskum hveitibjór (hefeweizen), belgísku ljósöli, steam bjór og stout. Þú getur tæplega gert hveitibjór nema með malti frá ÖB, þar sem ég hef ekki séð nein hveitibjórssett hjá þeim sem selja þessi einföldustu hérna heima. Belgískt ljósöl er tiltölulega einfalt að upplagi, en þú þarft belgískt ger til að ná því réttu. Stout er einfalt mál, og mér skilst af þeim sem til þekkja að það sé skást hjá Cooper's. Steam bjór er lager gerjaður við ölhitastig, þannig að það gæti líka verið einfalt, en ég efast samt um að það verði gott ef þú notar ódýrt lagersett.

Athugaðu þó að ef þú gerir stout frá Cooper's eða álíka verður það mjög ólíkt Guinness. Til að fá eitthvað svipað þyrftirðu að vera með nítruskrana, sem ég leyfi mér að efast um að sé á dagskrá hjá þér... En hann er eina leiðin til að fá rjómakenndu áferðina sem er á Guinness.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Já, ég hefði kannski betur útskýrt forsendupælingarnar hjá mér, en þær koma eiginlega fram í svarinu þínu. Ég á rosalega erfitt með að segja "Ég vil brugga svona bjór" því ég veit í raun ekkert hvað felst í því.

Það að belgískt ljósöl þarf ger frá Belgíu, hveitibjór þurfi malt frá ÖB, steam bjór sé erfitt að brugga með ódýru lagersetti og rjómakennda Guinnes áferðin þarfnist nítruskrana er einmitt hluti af ástæðunni fyrir að ég á erfitt með að svara spurningunni um hvernig bjór ég vil. Ég gæti sagt A, og komist síðan að því að hann sé eiginlega út úr myndinni út af hráefnum eða tækjakosti, nefnt þá B, komist síðan að því sama með hann, o.s.frv.

Þess vegna langar mig að snúa blaðinu aðeins við, ef þér er sama, og biðja þig (eða hvern sem les þetta og hefur áhuga) um að setja saman uppskrift að bjór sem:
  • Hentar vel sem fyrsta bruggun
  • Er úr hráefnum sem er ekki of erfitt að nálgast
  • Þarfnast ekki of flókins tækjabúnaðar
  • Er af tegund sem er líkleg til vinsælda hjá hinum týpíska nýbruggara sem er að taka sín fyrstu skref í átt að bjórnördinum, þ.e. ekki of out there bragðlega séð.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki einföld beiðni en ég held að eitthvað í líkingu við þetta myndi hjálpa mér mikið, ásamt öðrum nýgræðingum sem standa í sömu sporum og ég og vita í raun ekki hvað þeir vilja.

T.d. myndi ég kunna að meta það ef Idle skrifaði upp eilitla lýsingu á sínu fyrsta bruggi, þ.e. allt frá hráefnum til tækjabúnaðar til aðferðar. Það hljómar eins og góður kandídat fyrir My First Brew leiðbeiningar, þrátt fyrir að sum hráefnin þurfi að panta að utan.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Nýgræðingur

Post by Hjalti »

Einfaldur Ale myndi ég segja sé það sem þú ættir að skoða.

Þú bruggar hann í sæmilega stuttan tíma, getur gerjast við ca. 20 gráður og getur notað venjulegar flöskur og ölger úr ámunni.

Ef þú ætlar að henda þér í All grain strax þá er bara að skoða hvaða tæki þig vantar og svo geturðu skoðað hvaða innihald þig vantar.

Annars held ég að þú ættir að smella þér út í Áfengisverslun og kaupa flöskubjór og skoða hvað þig langar í.

Ég er reyndar ekki sammála Eyvindi að extract kittin úr Ámunni séu eithvað voðalega slæm vegna þess að þú færð bjór úr því og það er flott svona til að góma mann inn í áhugamálið og svo getur maður stækkað við sig jafnt og þétt upp í græjjunum og fundið út hvað manni langar að gera :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Ég var einmitt að koma úr Heiðrúnu með bland í poka. Náði í Weihenstephaner Hefe Weissbier, Skjálfta, Móra og Leffe. Verður gott að gæða sér á þessu á eftir.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýgræðingur

Post by sigurdur »

Ég fór nú sjálfur bara út í það að byrja á coopers kitti úr ámunni, meir að segja bjórtegund sem að ég drekk ekki mjög oft (en geri núna reglulega eftir að ég smakkaði..), bitter ale. Það er ekki sem verst, en ég hef nú smakkað betri bjóra ef ég á að segja frá.
Aðal-atriðið hjá mér var að koma upp sem minimal búnaði til að byrja á þessu, fá fljótt heimabruggaðan bjór og svo að bæta við búnaði þegar líður á. Ég eyddi góðum tíma á youtube til að sjá hvernig aðrir gera þetta, og rakst á fínar byrjendaleiðbeiningar hjá CraigTube. Hann veit hvernig á að gera þetta mjög einfalt handa byrjendum.

Annars er ég byrjaður að sanka að mér búnaði til frekari bruggunar, en er ekki með mikið laust fé til að nota í þetta, þannig að ég er alltaf að leita mér að ódýrum leiðum til að gera (mest)allan búnaðinn sjálfur. Raunhæf áætlun hjá mér er að ég gæti byrjað á all-grain á næsta ári með allt-í-lagi búnaði. Ef þú ert hlaðinn peningum, þá gætir þú verið kominn með all-grain búnað fyrir þann tíma ;)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Nýgræðingur

Post by Andri »

Ég get ekki mælt með þessum forhumluðu malt kittum sem eru seld í bruggbúðum hér á landi. Ég byrjaði á þeim, hef reyndar ekki farið í neitt dýpra í laugina en ég er að fara að panta extract kit frá midwest núna bráðlega.
Það er svosum hægt að drekka þetta, ég hef gert 3 lager kit, skásta þótti mér eitthvað sem hét Canadian lager. Mér fannst ekkert varið í Coopers settið og sett sem hét "Coobra". Svo hef ég smakkað coopers real ale hjá vini mínum og mér fannst það frekar dauft.
Þannig að ég mæli frekar með því að kaupa svona kit með okkur í næsta pöntunarhitting. Þetta er álíka einfalt og að gera þessi coopers kit.
http://www.midwestsupplies.com/products ... rodID=3357" onclick="window.open(this.href);return false;
Held að Hjalti gerði svona og það smakkaðist bara nokkuð vel hjá honum.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Salvar
Villigerill
Posts: 15
Joined: 3. Aug 2009 14:02

Re: Nýgræðingur

Post by Salvar »

Pöntunarhittingur segirðu, líst vel á það.

Held það sé búið að hræða mig endanlega frá því að fara út í Ámukitt, og ég legg ekki í all-grain strax, þannig að þá er bara pöntun á extracti og humlum eftir. Hvernig fer pöntunarhittingur fram?
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Nýgræðingur

Post by nIceguy »

Sæll og velkominn, ég veit ekkert um kit og annað á Íslandi, er búsettur í Danmörku. Hins vegar get ég sagt þér að lítið eldhús er engin fyrirstaða. Ég er sjálfur með allt mitt bruggdrasl í litlum skáp í einu horninu í eldhúsinu. Þar eru flöskur, hráefni, gertankar og allt annað nema potturinn. Þetta er ekkert mál, sjá nánar síðuna mína sem fjallar um brugg"eld"húsið mitt nIcebrew! :)
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
Post Reply