Nýr á spjallinu

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Nýr á spjallinu

Post by Haukurtor »

Sælir,

Haukur heiti ég og er að taka mín fyrstu skref í gerjun.
Búinn að vera að fylgjast með þessu spjalli í þókkurn tíma og það kitlar alltaf braðlaukana að sjá hvað aðrir eru að gera hér !

Við á heimilinu erum búin að leggja í tvær vín lagnir með mjög góðum árangri, vinirnir (og við sjálf :) ) eru vitlaus í ávaxtavínin og okkur langaði að prófa bjórin.

Okkur langar að fara að prófa AG og erum að safna okkur græjum fyrir það, en við gátum ekki beðið og ákváðum að byrja á bjór Kit-i.
Við getum hvorug fylgt uppskriftum án þess sað breyta einhverju og prófuðum að gera 2 kit (í stað kit + kilo sykur), bættum við smá hunangi og vel af engiferi og þetta er búið að malla í nokkra daga.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr á spjallinu

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið :skal:
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Nýr á spjallinu

Post by bjarkith »

Já velkominn og gangi þér vel í framtiðar gerjun.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýr á spjallinu

Post by sigurdur »

Velkominn á spjallið Haukur.

Gangi þér vel að safna saman búnaðinum.

Hvers vegna krydduðuð þið vel með engiferi?
Haukurtor
Villigerill
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Nýr á spjallinu

Post by Haukurtor »

Takk fyrir góðar móttökur!

Sigurður: Við ákvaðum að krydda vel með engiferi - fersk engiferrót soðin i virtinum í dagóða stund - vegna þess að við erum bæði ástfangin af engifer-drykkjum svo sem Ginger Ale og Ginger Beer.

Fann þetta vidjó á youtube og skalaði þetta uppí 23 lítra og endaði með að nota 1kg af engiferrót, var að vonast til að fá eldheitt engifer eftirbragð af bjórnum.

Tók smökkun í gær og verð ég að segja að þetta lofi góðu, heitt engiferbragð í líkingu við Ginger Beer
Image (fæst í melabúðinni )
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nýr á spjallinu

Post by halldor »

Velkominn Haukur.
Mér líst vel á þessa tilraun hjá ykkur og væri meira en til í að smakka þetta :)
Plimmó Brugghús
Post Reply