Haustbruggun

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
einsiboy
Villigerill
Posts: 11
Joined: 29. Nov 2010 21:32

Haustbruggun

Post by einsiboy »

Sælir,

Ég ákvað í haust að prufa að brugga vín úr öllu sem ég kæmist í frítt. Það voru þá aðallega ber í haust, en hér koma tegundirnar sem eru í gerjun eins og er:

- Bláberjavín
- Bláberja + rabbabaravín
- Rósarblaða + rabbabaravín
- Lakkrísjurt/negull/kanill með smá af sítrónum & appelsínum

- Rifsberjavín
- Reyniberjavín
- Blandað vín (blanda af afgangsberjum, þ.e. smá af hverju sem var eftir; bláber, rifsber, stikkilsber og smá birki)

Sítrónur/appelsínur voru notaðar í fleiri en lakkrísjurta vínið, hinsvegar er ég ekki með það hjá mér í hvaða önnur vín þær voru notaðar. Það voru gerðir sirkar 20 lítrar af hverri tegund, og í sum vínin var sett smá af rúsínum.
5kg af sykri var notaður í hverja tegund líka. Ger og annað var allt keypt í ámunni (berjavínspakki einhver).

Núna verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út, það var í öllum uppskriftum að það ætti að fleyta eftir sirka viku, og fjarlægja í leiðinni berin. Eitthvað með að ef berin séu of lengi þá gæti komið óæskilegt bragð (rammt?, biturt?). En síðustu þrjár tegundirnar, rifsber, reyniber og blandað voru óvart í fötunni í 2 vikur.

Þegar vínunum var fleytt, voru örfáir cl teknir frá til að smakka, en flest voru frekar góð, sérstaklega þó rósarblaðavínið.

Annað sem kom á óvart; reyniberjavínið var með rosalega góða nammi/konfekt lykt og allt í lagi bragð þegar berin voru soðin. En bragðið var ekkert sérstakt eftir þessar tvær vikur.. vonandi verður það gott seinna meir, en mér datt í hug að prufa reyniberja+rabbabara blöndu vín, það er ennþá nóg af reyniberjum á trjánum á mörgum stöðum. Kannski læt ég verða af því.


Hafa aðrir hér einhverja reynslu af einhverjum af þessum vínum? Svo væri líka gaman að vita ef þið eruð með tillögu af uppskrift af einhverjum vínum, sem hægt er að gera úr einhverju sem hægt er að komast frítt í á íslandi?
T.d. sá ég einhverntíman að furunálavín sé hægt að gera á vorin.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Haustbruggun

Post by Feðgar »

Vá þetta er alveg magnað. Vit í að nýta sér það sem náttúran hefur upp á að bjóða.

Þú verður segja okkur hvernig þetta kemur út í vetur.

Já og pósta uppskriftum
einsiboy
Villigerill
Posts: 11
Joined: 29. Nov 2010 21:32

Re: Haustbruggun

Post by einsiboy »

Já það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Ég ætla einmitt að gera sem flestar tegundir af vínum úr afurðum hér í náttúrunni, og komast að því hvað mér finnst gott, svo get ég einbeitt mér að því að brugga bara mest af þeim tegundum sem mér finnst bestar.

Núna er ég að skoða hvað ég get bruggað á vorin og sumrin, og hef fundið furunálavíns, elderflower wine og fíflavíns uppskriftir. Hef einnig séð uppskriftir með brenninetlum, en veit ekki alveg hvar ég kemst í þær. Hinsvegar er spurning um að pufa sig áfram með jurtum sem ég finn ekki endilega uppskriftir fyrir, t.d. blóðbergi.

En annars þá skal ég koma með uppfærslur hingað þegar ég smakka vínin og læt uppskriftirnar koma líka þegar ég kemst í þær. Þær eru allar á pappír á selfossi eins og er, en ég bý í rvk.
Post Reply