Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by sigurdur »

Keppnin verður haldin þann 9. apríl 2011 á 10 dropum, Laugavegi 27 101 Reykjavík, og hefst kl. 20:00. Stjórn félagsins sér um dagskrá kvöldsins.
Úrslit í keppninni liggja fyrir um 22:00.
Fullgildir félagsmenn Fágunar fá frítt inn en aðrir greiða kr. 1.000,- sem telst sem tímabundið meðlimagjald í 1 sólarhring.


Keppnisreglur

Keppt verður í tveimur flokkum:
  • Stóri bróðir (OG hærra en 1.058)
  • Litli bróðir (OG 1.058 eða lægra)
Skila þarf inn umsókn með 4 bjórflöskum og greiða keppnisgjald í síðasta lagi föstudaginn 1.apríl.
Flöskurnar þurfa að vera eingöngu merktar með keppnisupplýsingum frá keppanda.
Flöskur skulu vera 330ml eða stærri.

Keppnisgjald er kr. 1.000,- fyrir hverja þátttöku.
Fullgildir meðlimir Fágunar fá eina þátttöku fría.
Engin takmörk eru á fjölda umsókna sem hver keppandi má senda í keppnina.
Keppandi má vera einstaklingur eða hópur.

Fágun áskilur sér rétt til að ráðstafa öllum flöskum sem skilað er inn í keppnina.

Keppnin er opin öllum fullgildum meðlimum Fágunar.

Dómarar mega ekki taka þátt í keppninni.

Skráning og flokkun bjóranna er alfarið á ábyrgð keppenda. Viðtakendur, dómarar og stjórnendur mun ekki flokka bjóranna að öðru leyti en OG.

Komi upp ágreiningar um dóma, skráningu eða annað er keppnina varðar mun úrskurðarnefnd skera úr. Nefndina skipa dómarar keppninnar og stjórn Fágunar. Ef ágreiningur snertir meðlim úrskurðarnefndar, er sá og hinn sami vanhæfur og kemur ekki að úrskurði nefndarinnar.

Bjórinn sem skilað er inn skal vera bruggaður af keppanda, og ekki vera eða hafið verið seldur á almennum markaði.


Skil á keppnisbjór

Eftirtaldir aðilar veita bjórum viðtöku:
  • Arnar Baldursson, Nökkvavogi 26, 104 Reykjavík. Sími 666-1800
  • Sigurður Guðbrandsson, Linnetsstíg 9b, 220 Hafnarfjörður. Sími 867-3573
  • Úlfar Linnet, Álfaskeiði 27, 220 Hafnarfjörður. Sími 699-6791
  • Kristján Þór Finnsson, Brekkutúni 1, 200 Kópavogur. Sími 860-0102
A.T.H. skil á bjór er í síðasta lagi föstudaginn 1.apríl.



Forkeppni verður haldin vikunni fyrir keppnina og komast 6 bjórar í hvorum flokki áfram í úrslit. Hlutverk dómara er að velja þá bjóra sem komast í úrslit. Á keppniskvöldi verða úrslitabjórarnir dæmdir og sigurvegari úrskurðaður í báðum flokkum.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki.

Dagskrá kvöldsins
20:00 Dagskrá opnuð
20:30 Uppistand
21:00 Keppnisleikur
22:00 Úrslit kvöldsins

Úrslitakvöldið verður haldið á 10 dropum á Laugavegi 27, 101 Reykjavík.
Takmarkaður sætafjöldi er í húsið, hámark 45 manns sem geta mætt.

Öllum er heimilt að koma með sínar eigin veitingar.

Stjórnin

EDIT: Bætti forminu við, þannig að þið getið byrjað að líma miða og skemmta ykkur :-)
EDIT2: Bætti staðsetningu og sætafjölda úrslitakvölds við.
Attachments
bjorgerdarkeppni2011_form.zip
Form fyrir bjórgerðarkeppni 2011.
(1.48 KiB) Downloaded 603 times
Last edited by sigurdur on 28. Mar 2011 23:39, edited 2 times in total.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by Oli »

Sælir, þetta lítur bara vel út.
Verður tilkynnt um þá bjóra sem komast áfram fyrir 9 apríl eða bara þá um kvöldið?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Það verður tilkynnt á úrslitakvöldið hvaða bjórar komast áfram.
Við gætum þurft að gera undantekningu ef úrslitabjórarnir koma utan af landi :)
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by Oli »

Vestfjarðadeildin mætir ekki nema eiga amk 3 bjóra í úrslitum :mrgreen:

Nei við reynum að mæta sama hvernig úrslitin verða. ;) bara gaman
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Ég stefni amk á að setja nokkra bjóra í keppnina.

Við eigum von á hörku keppni í ár enda fjölmargir nýir aðilar bæst við á þessu ári. Eins og síðast verður gagnrýni dómara safnað saman og sent á keppendur.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by sigurdur »

Jæja, búinn að hengja formið við í fyrsta póstinum.
Þetta er HTML skjal inni í zip skjali.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by gunnarolis »

Ertu til í að renna yfir hvernig ferlið virkar.

Af hverju þarf alls staðar að taka fram hvort bjórinn er reyktur eða ekki?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by bjarkith »

Hvernig er það þegar tveir aðilar brugguðu bjórinn saman, set ég bara annað nafnið eða treð ég báðum í línuna?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Ég mæli með að setja bæði nöfnin ef þið viljið nota bæði nöfnin.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by sigurdur »

gunnarolis wrote:Ertu til í að renna yfir hvernig ferlið virkar.

Af hverju þarf alls staðar að taka fram hvort bjórinn er reyktur eða ekki?
Það þarf að fylla í alla reitina alls staðar vegna þess að hver útprentaður og klipptur miði fer á hverja flösku fyrir sig. Til þess að allir dómarar viti allt um bjórinn sem þeir þurfa að vita, þá þarf að fylla í alla reitina.
Það dugar ekki að fylla í aðeins eitt sett af reitum vegna þess að dómarar munu ekki vita neitt um bjórinn annað en það sem stendur á þessum litlu miðum.

Þegar þið skráið bjórinn í keppni, þá skilið þið bjórinum sem er ómerktur að öllu leiti fyrir utan litlu miðana sem eru klipptir til og settir á flöskurnar. Móttakandi keppnisbjórsins merkir bjórinn með númeri eftir að hann tekur á móti honum og afhendir einungis flöskurnar með áföstum litlum miðum til dómaranna. Móttakandi heldur eftir miðanum með nafni og nánari upplýsingum svo að hægt sé að tengja öll númer við keppendur.

Ég vona að þetta sé skiljanlegt, annars bara spyrjið þið frekari spurninga. :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by sigurdur »

Ég bætti staðsetningunni og sætafjölda við í upphaflega póstinn.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Ég vil vekja athygli á að skilastaðsetningin í Reykjavík er Nökkvavogur 36!
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Til upplýsinga þá eru 50 bjórar skráðir til keppni í ár, sem er töluverð aukning frá því í fyrra. Það er ljóst að áhugi fyrir keppni sem þessari er mikill meðal félagsmanna og ljóst að keppnin er komin til að vera.

Dómararnir stóðu sig með prýði við að smakka og gagnrýna bjóranna á laugardagskvöldið. Stig fyrir hvern bjór voru skráð samviskulega niður ásamt athugasemdum. 10 dómarar dæmdu keppnina og munu sömu dómarar dæma úrslitabjóranna n.k. laugardag.

Á þessari stundu er ekki ljóst hvaða bjórar komast áfram þar sem verið er að vinna úr gögnunum frá dómurunum.

Það verður spennandi að sjá hvort að Plimmó hópurinn endurtaki góðan árangur í fyrra. Þó er ljóst að hópurinn á ekki flesta bjóranna í ár...
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by halldor »

arnarb wrote: Það verður spennandi að sjá hvort að Plimmó hópurinn endurtaki góðan árangur í fyrra. Þó er ljóst að hópurinn á ekki flesta bjóranna í ár...
Við erum mjög spenntir og okkur dreymir ekki einu sinni um að endurtaka leikinn frá því í fyrra :)
Við yrðum alveg rosalega sáttir ef við næðum bjór á úrslitakvöldið enda ótrúlega margir góðir bruggarar að taka þátt.
Ég vil samt taka það fram að í fyrra vorum við með 1,5 bjór á mann skráðan í keppnina og var það örugglega undir meðallagi ;)
Plimmó Brugghús
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by Oli »

Við yrðum ánægðir með að koma einum að í úrslit, nú er bara að bíða og vona.

Er ekki málið annars bara að vera með og hafa gaman af eins og einhver sagði. Og ekki skemmir svo fyrir að fá komment á bjórinn sinn frá atvinnumönnum í greininni.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by bjarkith »

Hvenær getum við átt von á að fá niðurstöður fyrstu umferðar?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by Bjarki »

Tek undir með nafna, verður kunngert fyrir úrslit hver komst áfram ?
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by halldor »

Ég er ennþá að gera það upp við mig hvort mig langi til að vita fyrirfram hvort ég eigi bjór á úrslitakvöldinu eða ekki. :)
Er ekki leiðinlegra að mæta ef maður veit að maður komst ekki á lokakvöldið?
Plimmó Brugghús
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by hrafnkell »

halldor wrote:Ég er ennþá að gera það upp við mig hvort mig langi til að vita fyrirfram hvort ég eigi bjór á úrslitakvöldinu eða ekki. :)
Er ekki leiðinlegra að mæta ef maður veit að maður komst ekki á lokakvöldið?
Ég var einmitt að pæla í því sama.. Minni hvati til að mæta ef maður veit að maður komst ekki áfram...
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Það var ekki ráðgert að tilkynna úrslitin fyrir úrslitakvöldið...

...ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að fá sem flesta á úrslitakvöldið.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by halldor »

Þjóðaratkvæðagreiðsla hvað???
Það eina sem menn eiga að hugsa um í dag er Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011.
Ég er alveg ótrúlega spenntur að sjá hver muni taka við (ósýnilega) farandbikarnum í kvöld :fagun:
Plimmó Brugghús
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by smar »

Jæja, og hver voru úrslitin ?
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by atlios »

Það hefur greinilega verið tekið vel á því. Menn ennþá rotaðir :sleep: :drunk:
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Tja...það má segja að vel hafi verið tekið á því en engu að síður tókst ekki að klára bjórinn sem í boði var!

Meðfylgjandi eru úrslitin frá því í gær:

OG undir 1.058
72.0 Unnur Styrkársdóttir, 8C ESB
71.7 Andri Mar, 9D Irish Red Al
70.1 Unnur Styrkársdóttir, 10A APA

OG 1.058 og yfir:
83.2 Móholts Brewery, 4B Munich Dunkel
77.2 Gunnar Óli, 18C Tripel
76.5 Plimmó, 5C Doppelbock

Besti bjórinn
Móholts Brewery, 4B Munich Dunkel

Skemmtilegasti bjórinn
Kristján Þór Finnsson, 16E Belgian Special Ale, kryddaður með Brettanomyces

Set inn á eftir alla bjóranna sem komust í úrslitin.
Last edited by arnarb on 13. Apr 2011 13:17, edited 1 time in total.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Post by arnarb »

Meðfylgjandi eru bjórarnir sem komust áfram í úrslitin.
Attachments
Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Niðurstöður.xls
Niðurstöður dómnefndar
(9.5 KiB) Downloaded 613 times
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply