Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 24. Aug 2012 22:29

Hér er smá sería af myndum. Ég bjó til hús fyrir 5.5 kW elementin. Keypti álbox í íhlutum (115x90x50 mm). Veggþykktin er rétt um 3 mm svo boxið er mjög sterkt og þolir vonandi smá hnjask sem verður við þrif og þess háttar.

Box uppsett í rennibekk. Áður var ég búinn að miðjubora það til að einfalda uppsetningu í bekknum.

Image

Notaði þrepabor til að stækka gatið og spara mér vinnu við að renna.

Image

Renna, renna og aftur renna

Image

Ég renndi gat sem er 32 mm (1 1/4") svo að hitaldið sleppi í gegn. Ég skóf einnig niður um 1.5 mm fyrir þéttihring. Þetta gerði ég nú bara til að fá eins mikla gengjulengd og hægt er.

Image

Þéttihringurinn situr vel.

Image

Image

Image

Boxið fest við pottinn. Ég á svo eftir að ganga frá tengingum og þess háttar.

Image

Hér sést þéttihringurinn

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby bergrisi » 24. Aug 2012 22:54

Þvílík listasmíð. Verður gaman að sá etta í action.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 20. Sep 2012 21:46

Bjó til mótstreymiskæli í kvöld.

Image

12x1 mm koparrör
27x3.5 mm PVC slanga
1/2" T

T-stykkið á endanum er fyrir hitanema sem skrúfast fastur á. Á eftir að finna slöngunippla fyrir inn- og útganginn.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 11. Nov 2012 18:26

Jæja, þá er maður búinn að brugga tvisvar sinnum með búnaðinum. Ymislegt skemtilegt og miður skemmtilegt hefur komið upp á. Í fyrra skiptið lentum við í því að hitareglarnir og hitanemarnir hegðuðu sér mjög svo undarlega. Það leiddi til þess að hitinn yfirskaut og fór líklega í 75-80 °C sem gerði það verkum að nýtni kerfisins var mjög svo léleg. Eðlismassi virtsins var töluvert undir áætluðu gildi.

Eftir þetta fórum við í mikla rannsóknarvinnu og komumst að því að PID reglarnir sýndu eina og tvær gráður undir raunhita. Þetta skýrði þó ekki allt saman. Við tókum einnig eftir því að hitaneminn sem var staðsettur í vatnspottinum virtist vera fastur við ákveðið hitastig og elementið hélt bara áfram að hita og hita vatnið. Við höldum að það hafi myndist einhvers konar flæðieinkenni í téinu Eftir þetta allt saman ákváðum við að breyta uppsetningunni á hitanemanum. Það virðist hafa lagað vandamálið.

Kerfið, 50 L suðupottur, 50 L meskipottur og 70 L vatnspottur
Image

Uppsetning hitanemans fyrir breytingu
Image

Uppsetning hitanemans eftir breytingu
Image

Kornblanda
Image

Mesking
Image

Mesking í gangi. Virturinn er filteraður í meskipottinum og dælt í gegnum spíral sem er í vatnspottinum.
Image

Virtur færður yfir í suðupottinn
Image

Hér erum við að "sparga"
Image

"Sparge" lokið
Image

Suða að koma upp
Image

Myndband sem sýnir meskingu.
https://dl.dropbox.com/u/5477849/Brew/2012-09-30%2015.49.38.mp4

Stýringin fyrir 5.5 kW elementin er ekki tilbúin og því notuðum við 3 kW í suðupottinum og 2 kW í vatnspottinum. Þetta gerir það að verkum að einungis er hægt að búa til 20 L laganir en við gerum ráð fyrir að búa til 40 L laganir þegar við erum búnir að búa til stýringu sem getur keyrt 5.5 kW elementin.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 12. Nov 2012 12:18

Seinni bjórinn sem við brugguðum heitir Rudolph Red Ale. Hann fór á flöskur á föstudaginn.

Hér er uppskriftin.
Image

Við enduðum með hærri upphafseðlisþyngd sem reiknast að kerfið er með nýtni upp á 78-80 %. Ég tel það vera mjög gott og sérstaklega eftir einungis tvær laganir. Ég held að hægt sé að gera aðeins betur þegar maður er búinn að fínstilla kerfið. Kannski 85 % nýtni.

Við höfum tekið eftir því að mjög gott væri að hafa sjóngler til að fylgjast með rúmmáli. Það myndi auðvelda ferlið heilmikið. Næst á dagskrá er því að koma fyrir sjónglerjum á pottanna þrjá.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 13. Nov 2012 23:08

Sjóngler komin í hús.

Image

Þetta eru polycarbonate rör, 10 mm að utanmáli og 7 mm að innanmáli
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby sigurdur » 14. Nov 2012 11:31

Er þetta frá Bobby hjá BrewHardware.com eða bara gler sem þú keyptir beint?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 14. Nov 2012 12:27

Þetta eru bara polycarbonate rör sem ég keypti frá þýskalandi
http://www.kuslicht.de/webshop/product_ ... 9a31fe123e
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby hrafnkell » 14. Nov 2012 13:15

Fyrir íslendinga þá er hægt að fá svona rör í poulsen.. Kosta ca eitt nýra ef ég man rétt :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 20. Nov 2012 00:04

Já það er stundum gott að búa í útlandinu. "Sjaldgæfar" vörur eru yfirleitt mun ódýrari en á Íslandi.

Metraverðið af þessum polycarbonate rörum er td. 8 evrur eða um 1300 kall.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 8. Mar 2013 19:46

Jæja, þá er maður loksins búinn að koma sjónglerjunum fyrir. Ég á þó eftir að lekaprófa.

Hér eru nokkrar myndir

Image

Image

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 18. Jul 2013 21:00

Þá er nýí stýrikassinn loks tilbúinn.

Þrír PID reglar fyrir suðupottinn, meskipottinn og vatnspottinn. Reglast með K-hitavírum. PWM stýring fyrir DC dælur.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby bergrisi » 18. Jul 2013 21:07

Virkilega flott.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby BaldurKn » 19. Jul 2013 18:59

Úfff ég var að fá faglega fullnægingu... Þetta er gullfallegt hjá þér Maggi, vel gert!
BaldurKn
Villigerill
 
Posts: 14
Joined: 12. Jun 2013 16:23

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Plammi » 19. Jul 2013 20:03

dásamlegt :)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 21. Jul 2013 16:06

Takk fyrir það strákar.

Úfff ég var að fá faglega fullnægingu


haha, þetta þarf ég að muna og nota áfram :)
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 5. Sep 2013 21:54

Svona gerist eftir aðeins eitt brugg með dönsku vatni. Alveg getur maður fengið ógeð af þessu hörðu kalkmettaða vatni! Eina sem hægt er að gera er að koma fyrir "sacrificial" anóðu. Er búinn að koma fyrir magnesium stöng í pottinn sem ætti að koma í veg fyrir áframhaldandi tæringu.

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby hrafnkell » 5. Sep 2013 22:21

Þetta gerist líka hér... Ef maður leyfir elementinu að liggja í vatni. Fullt af þráðum um þetta á homebrewtalk líka.. Mismunandi hvort menn séu sammála því að anóðurnar stoppi ryðið.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 5. Sep 2013 22:28

Málið er að ég lét elementið ekki liggja í vatni. Ég vissi fyrirfram að það væri ekki gott. Ég þreif og þurrkaði elementið með loftbyssu. Elementið var svona strax eftir fyrsta brugg.

Athugið að þetta gerist bara í vatnspottinum (HLT). Í suðupottinum er elementið í fínu lagi.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby kari » 5. Sep 2013 23:06

Maggi wrote:Málið er að ég lét elementið ekki liggja í vatni. Ég vissi fyrirfram að það væri ekki gott. Ég þreif og þurrkaði elementið með loftbyssu. Elementið var svona strax eftir fyrsta brugg.

Athugið að þetta gerist bara í vatnspottinum (HLT). Í suðupottinum er elementið í fínu lagi.


Jahh, í suðupottinum hjá mér fellur verulega á elementhúsið. Verður reyndar kolsvart en ekki ryðrautt.
Elementin sjálf virðast vera alveg ónæm.

Ef anóðan á að virka verður væntanlega anóðan, potturinn og elementhúsið að vera í "vatnssambandi" til að loka "rafrásinni" eða er það misskilningur hjá mér? (Vonandi útskýrir einhver efnafræðingurinn)

Hins vegar verður að hrósa þér, Maggi fyrir hversu framkvæmdin er góð á brugggræjunum.
kari
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 6. Sep 2013 15:16

Jahh, í suðupottinum hjá mér fellur verulega á elementhúsið. Verður reyndar kolsvart en ekki ryðrautt.


Athyglisvert að það verður kolsvart. Spurning hvað það sé sem fellur á það. Nú eru járnoxíð (ryð) til sem bæði Fe2O3 og Fe3O4. Það fyrrnefnda er rautt en Fe3O4 er svart að lit.

Nú er ég ekki viss en það gæti verið að vegna lágs sýrustigs í suðupottinum falli út svart járnoxíð í stað rauðs.

Ef anóðan á að virka verður væntanlega anóðan, potturinn og elementhúsið að vera í "vatnssambandi" til að loka "rafrásinni" eða er það misskilningur hjá mér? (Vonandi útskýrir einhver efnafræðingurinn)


Jú rétt er það. Katóðan (potturinn) og anóðan (magnesium stöngin) verða að vera tengd saman, þeas. að rafeindaflæði sé á milli þeirra tveggja. Einnig þarf katóðan og anóðan að vera undir vatni svo að jónaflutningur eigi sér stað.

Með því að setja magnesium stöng færist anóðan frá element húsinu yfir á magnesium stöngina.

Hins vegar verður að hrósa þér, Maggi fyrir hversu framkvæmdin er góð á brugggræjunum.


Takk fyrir það Kári.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby kari » 6. Sep 2013 17:09

Maggi wrote:
Jahh, í suðupottinum hjá mér fellur verulega á elementhúsið. Verður reyndar kolsvart en ekki ryðrautt.


Athyglisvert að það verður kolsvart. Spurning hvað það sé sem fellur á það. Nú eru járnoxíð (ryð) til sem bæði Fe2O3 og Fe3O4. Það fyrrnefnda er rautt en Fe3O4 er svart að lit.

Nú er ég ekki viss en það gæti verið að vegna lágs sýrustigs í suðupottinum falli út svart járnoxíð í stað rauðs.


Hef amk séð á netinu að menn eru að nota Edik (og aðra sýru) til að fá gráa/svarta oxun á hnífsblöð.
Svarta oxunin (Fe3O4) er eitthvað sem "lokar" hnífastálinu fyrir frekari ryðgun (þ.e. rauðri oxun).
kari
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 7. Sep 2013 10:52

Athyglisvert.
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 5. Oct 2013 19:05

Er búinn að hanna límmiða sem ég set ofan á tappana. Þetta eru 20 mm límiðar frá Herma. Svo nota ég bara online forrit frá þeim til merkja þá

Image

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Bruggbúnaður - PID, tunnur, kælispírall, ofl.

Postby Maggi » 7. Oct 2013 19:03

Fyrir nokkru síðan þá festi ég kló á element boxin. Gerir þetta miklu þægilegra en að hafa snúrur hangandi fastar í pottinum.

Image

Image
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

PreviousNext

Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron