Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslunum

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslunum

Post by Idle »

Í hvert sinn sem ég fer í einhverjar verslanir, hef ég augun opin fyrir hverju því sem kann að nýtast í bjórgerðinni. Meðal annars hef ég fundið:

Korn
  • Bygg-, hveiti- og rúgflögur, Quick Oats og aðrar hafrategundir (Hagkaup, Bónus, Krónan)
  • Hrísflögur (Heilsuhúsið, Fjarðarkaup)
Sykur og hunang
  • Hrásykur (Demerara), Lyle's Golden Syrup, hlynsíróp, Orange Blossom hunang o. fl. (Bónus og flestar matvöruverslanir)
  • Mólassi (molasses), Agar Agar og maltsíróp (Heilsuhúsið)
Krydd
  • Heil kóríander fræ frá Pottagöldrum (ýmsar matvöruverslanir)
  • Lakkrísrót, heil og niðurskorin, stjörnuanís (Tiger)
Ýmis bæti- og felliefni
  • Gips [Gamla apótekið)
  • Epsom salt (Heilsuhúsið, apótekið í Smáranum)
  • Fjörugrös [e. Irish moss] (Hollusta úr hafinu)
Endilega bætið við þetta ef þið vitið um eða rekist á eitthvað sniðugt. :)
Attachments
beer-spices.zip
Tafla yfir ýmis krydd og jurtir í bjórgerð og notkun þeirra. ZIP þjappað.
(4.25 KiB) Downloaded 1515 times
Last edited by Idle on 1. Aug 2010 03:21, edited 4 times in total.
Reason: Bætti við Excel viðhengi.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by hrafnkell »

Ég hef verið í vandræðum með að finna gips í meskinguna.. Hvar hefurðu fundið það og undir hvaða vörumerki/nafni var það selt?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Ég hef verið í vandræðum með að finna gips í meskinguna.. Hvar hefurðu fundið það og undir hvaða vörumerki/nafni var það selt?
Það kallast gips og finnst í öllum helstu apótekum.
Þetta er selt í 1kg einingum.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Sleipnir »

Það eina sem ég finn í kjörbúðum af byggi er bankabygg, er það sama og Barley bygg?

Kv.
S.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by hrafnkell »

bygg er íslenska þýðingin af barley.

Þannig að "barley bygg" myndi þýðast sem "bygg bygg".

Ég þekki reyndar ekki bankabygg.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Sleipnir »

Hmm já ég er að meina þetta bankabygg er það Barley. Þekki ekki heldur þetta bankabygg, fyrir utan að hafa borðað það með mat.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by OliI »

Byggflögur áttu að fá í einhverjum verslunum, fann það í Hagkaup um daginn.
Ég er hins vegar hættur að finna hveitiflögur nú orðið...einhver velupplýstur?
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Sleipnir »

Keypti bygg í Hagkaup, það er meira svona malað en ekki brotið eða valsað er einhver ástæða fyrir áhyggjum? Er þetta það sama og þið hafið verið að nota? Ég ætla allavega að byrja á því að rista það og sjá hvernig það kemur út.

Kv.
Siggi
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Gvarimoto »

Komst að því nýlega fyrir okkur Akureyringa að Dextros/Kornsykur fæst í BYKO hérna, 1kg var að kosta um 2000kr sent frá RVK, en núna er hægt að finna þetta í BYKO á Akureyri fyrir 900kr ;)

Var búinn að leita af þessu allstaðar hérna fyrir norðan, fyrir tilviljun var ég í BYKO og rakst á þetta :)

Gleðifréttir :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Hekk »

Hvað með byggflögur (flaked barley)

Er morgunkornið Biggi nothæft?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Idle »

Hekk wrote:Hvað með byggflögur (flaked barley)

Er morgunkornið Biggi nothæft?
Ég hef notað byggflögur frá einhverri "hollustu" versluninni með góðum árangri. Selt í tiltölulega litlum pökkum, m. a. í Hagkaup.
En samkvæmt vef Bygga, ætti hann að vera vel nothæfu:
Byggi er einstakur, aðeins eitt hráefni er notað: Íslenskt bygg frá Þorvaldseyri. Enginn sykur, salt eða aukefni eru notuð við framleiðslu á Bygga.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Hekk »

Já ég las einmitt þessa setningu hjá þeim og fór því að velta þessu fyrir mér.

Vitiði hvað er gert við kornið til að búa til flögur?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by hrafnkell »

Úlfar notaði Bygga í bjór hjá sér einhvertíman, eftir að krakkinn/arnir fúlsuðu við því.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Idle »

Hekk wrote:Já ég las einmitt þessa setningu hjá þeim og fór því að velta þessu fyrir mér.

Vitiði hvað er gert við kornið til að búa til flögur?
Kornið er ristað létt (án olíu eða annarra aukaefna) og valsað.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Feðgar »

Idle wrote:
Hekk wrote:Já ég las einmitt þessa setningu hjá þeim og fór því að velta þessu fyrir mér.

Vitiði hvað er gert við kornið til að búa til flögur?
Kornið er ristað létt (án olíu eða annarra aukaefna) og valsað.

Ég hélt að ég væri búinn að komast að því að það væri notað "hot rollers" sem sagt að þegar maisinn eða grjónið færi í gegnum valsinn þá væri það "eldað" um leið.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Hekk »

byggflögur

http://www.natturan.is/efni/5979/" onclick="window.open(this.href);return false;

fann þetta í heilsuhúsinu
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Snordahl »

Veit einhver hvar er hægt að fá "flaked maize" í dag?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by hrafnkell »

Snordahl wrote:Veit einhver hvar er hægt að fá "flaked maize" í dag?
Margir hafa notað kelloggs með góðum árangri.. Ég hef ekki prófað það sjálfur.


Ég fæ "alvöru" flaked maize með sendingunni frá usa eftir 2-3 vikur. Það verður á um 7-800kr per pund.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by bergrisi »

Færðu flaked rice líka? Hvar er annars hægt að fá það.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by hrafnkell »

bergrisi wrote:Færðu flaked rice líka? Hvar er annars hægt að fá það.
Jámm fæ það líka. Og flaked barley.
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by Snordahl »

hrafnkell wrote:
Snordahl wrote:Veit einhver hvar er hægt að fá "flaked maize" í dag?
Margir hafa notað kelloggs með góðum árangri.. Ég hef ekki prófað það sjálfur.


Ég fæ "alvöru" flaked maize með sendingunni frá usa eftir 2-3 vikur. Það verður á um 7-800kr per pund.
Planið var að brugga með því í næstu viku :P

Mér datt í hug að nota bara popp í staðin. Er ekki hægt að búa til popp án olíu í örbylgjuofni og nota það svo í meskinguna. Hefur einhver hér prófað það?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by gm- »

Snordahl wrote:
Mér datt í hug að nota bara popp í staðin. Er ekki hægt að búa til popp án olíu í örbylgjuofni og nota það svo í meskinguna. Hefur einhver hér prófað það?
Gæti verið snúið í örbylgjuofni, en ef þú hefur aðgang að "air" poppvél þá er það í fína. Vinur minn gerir reglulega popcorn cream ale, og hann segir að poppið leysist bara upp í meskingunni.

Hér er ein mynd frá honum
Image
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by bergrisi »

Frábærar fréttir Hrafnkell. Spennandi bjórgerð framundan.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by æpíei »

Popcorn cream ale. Uppskrift takk! :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

Post by gm- »

æpíei wrote:Popcorn cream ale. Uppskrift takk! :)
Gjörðusvovel.

2.6 kg Pilsner Malt
.24 kg Cara-pils
1.5 kg AIR popped popcorn (1.5 kg af poppbaunum, poppaðar)

1.5 oz pearl eða aðrir þýskir humlar first wort hopped

US-05

Meskjað við 68°C, gerjað við 18°C.

Hef smakkað hann hjá honum og þetta er fínasti session bjór, léttur og ljós.
Post Reply