Uppskriftir í BeerSmith - Best practice

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Uppskriftir í BeerSmith - Best practice

Post by kalli »

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig sé best að halda utanum uppskriftir í BeerSmith. Það er einfalt í byrjun en með tímanum flækist málið. Allavega ef maður kemur úr hugbúnaðargeiranum og er vanur að hafa útgáfustýringu (sem vantar sárlega í BeerSmith). Ástæðan er sú, að maður hefur gert góðan bjór, td. Bee Cave. Hann vill maður gera aftur og aftur en líka halda utan um hluti eins og glósur, OG, FG og annað sem er aðeins mismunandi milli lagna. Kannski vantar mann rétta gerið í lögnina og notar annað ger í staðinn. Eða prófar smá breytingu á korni eða humlum.

Sem sé, þessi þráður er til að fá nokkrar hugmyndir um hvernig menn leysa þetta vandamáli í BeerSmith og lýsa eftir hugmyndum...
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Uppskriftir í BeerSmith - Best practice

Post by kalli »

Ég er kominn niður á eina lausn. Hún er þannig:

Ég er með 3 kynslóðir af græjum. Í BeerSmith er ég með uppskriftamöppu fyrir hverja kynslóð. "Lab græjur", "Ölkofri stóri" og "Ölkofri litli". Þar eru uppskriftirnar skaleraðar rétt fyrir hverja útgáfu af brugggræjum.

Þá er ég með uppskriftamöppu sem heitir "Í undirbúningi". Þar eru uppskriftirnar meðan ég er að vinna í þeim. Þegar uppskrift er tilbúin í fyrstu lögn, þá færi ég hana í td. "Ölkofri litli", því lögnin verður gerð á þeirri græju. Þessar uppskriftir eða skrár eru Master.

Þá er ég með uppskriftamöppu sem heitir "Brew Log". Þegar ég hef lagt í einhvern bjór, þá kópíera ég uppskriftina yfir í Brew Log og umskíri hana td. "Session 10: Bee Cave", þar sem session númerið er hlaupandi númer sem hækkar með hverri lögn. Allar glósur fyrir lögnina ásamt mælingum á OG og FG og annað sem er breytilegt milli lagna fer í þá skrá. Master uppskriftin er alltaf óbreytt, nema maður sé dottinn niður á breytingu sem er til bóta og maður vill nota framvegis. Þá er Master eintakinu breytt.

Ég nota þessa aðferð við mínar lagnir í dag.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Uppskriftir í BeerSmith - Best practice

Post by gosi »

Oft verið að pæla í þessu.

Snilld hjá þér kalli. Mun nýta mér þetta.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Post Reply