Ólánsbrugg.

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Ólánsbrugg.

Postby Þórbergur » 22. Feb 2017 10:43

Ég er nýr á þessari síðu og langar að gera örlítið grein fyrir mér.
Þórbergur Torfason ekki aktívur bruggari en lenti fyrir slysni í því að krækiberjasaft gerjaðist hjá mér með þeim afleiðingum að saftin var haldlögð sem hver annar refsiverður varningur
Því miður gafst mér eða öðrum ekki færi á að bragða á saftinni sökum græðgi réttvísinnar að koma henni fyrir kattarnef að þeirra sögn.
Ekki hvarflar að mér að neita sök í málinu en vil þó láta þess getið að framið var húsbrot af hálfu lögreglunnar og óviðkomandi aðili neyddur til að rita undir húsleitarheimild.
Lögreglan braut á friðhelgi heimils, einkalífs og sýndi í öllu fullkominn yfirgang.
Nú er svo komið að ég sé mér ekki annað fært en reyna að fara með þetta dæmalausa mál fyrir hæstarétt þó ekki í því augnamiði að dómnum verði breytt, brot mitt er augljóst en starfsaðferðir lögreglu með þvílíkum eindæmum að mér þykir nauðsynlegt að fá úr því skorið hver réttur einstaklingsins er gagnvart slíku.

Rekstur máls fyrir hæstarétti er kostnaðarsamur og vil ég því bera undir ykkur þá spurningu hvort hægt sé að leita fjárhagslegs stuðnings hjá einhverjum ykkar eða hvort einhver ykkar þekkja einhverja leið til fjáröflunar til að standu undir hluta kostnaðar.
Þórbergur
Villigerill
 
Posts: 1
Joined: 7. Feb 2017 17:23

Re: Ólánsbrugg.

Postby helgibelgi » 28. Feb 2017 09:52

Sæll Þórbergur

Ég þekki nú ekki vel þær fjáröflunarleiðir sem eru í boði fyrir dómsmál.. En mér dettur í hug hvort það sé góð hugmynd að setja upp vefsíðu með upplýsingum um málið og hafa þar leiðir til að styrkja? Jafnvel gæti þetta bara verið facebook síða sem fólk fylgir..

Annars finn ég til með þér og grunar að fleiri hérna geri það, og myndi gjarnan vilja styrkja þig. Ertu með einhvern söfnunarreikning sem fólk getur lagt inn á?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron