Spánarferð

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Spánarferð

Post by helgibelgi »

Hæhæ

Hefur einhver ykkar hugmynd um hvort hægt sé að finna góðan bjór á Spáni? nánar tiltekið Madrid eða Malaga. Ég mun heimsækja þessa staði í sumar og langar að kynna mér bjórmenninguna á Spáni í leiðinni.

Skv. Ratebeer virðast vera nokkrir flottir barir í Madrid og fáeinir í Malaga líka, t.d. Cervezorama 2.0 og Bar Animal (Madrid) og Cervecería Arte&Sana Craft Beer Café og La Botica de la Cerveza (búð) (Malaga).

Hefur þú farið á þessa staði? Veistu um betri staði? Eða jafnvel brugghús til að heimsækja? Eru til spænskir verð-að-smakka bjórar?

Kveðja,
Helgi
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Spánarferð

Post by viddi »

Eini spænski bjórinn sem ég hef smakkað (sem er eftirminnilegur amk.) er Royal Porter a la Taza (http://www.ratebeer.com/beer/nomada-roy ... za/177743/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;). En hann var líka einn allra besti porter sem ég hef fengið. Sé að aðrir bjórar frá þeim hafa fengið misjafna dóma en sumir mjög fína.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply