Cornelius kútapöntun frá kegconnection.com - 18. Júní

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Cornelius kútapöntun frá kegconnection.com - 18. Júní

Post by hrafnkell »

Ég er að taka saman hóppöntun á kútum og öðrum vörum frá kegconnection.com - Ég stefni á að senda pöntunina út 21-22 Júní og hún gæti verið komin til Íslands í lok mánaðar.



Seinasti séns til að vera með er 18. júní. Sendið mail á brew@brew.is með link á vörurnar sem þið viljið. Svo á sunnudag eða mánudag sendi ég út pósta þar sem fólk þarf að borga staðfestingargjald.





--- GAMALT ---
Vegna nokkurra tölvupósta og símhringinga þá langar mig að nota þennan póst til þess að athuga með áhuga á annarri pöntun frá kegconnection.com, sambærilega þeirri sem ég stóð fyrir í seinustu viku, nema með aðeins betri fyrirvara svo það missi enginn af sem hefur áhuga.

Ég fékk góðan afslátt af seinustu pöntun, sem ég fæ líklega aftur ef þáttakan er góð. Þá er sendingarkostnaði líka haldið í lágmarki og allir græða.

Þeir sem eru heitir og myndu vilja vera með í pöntun mega gjarnan pósta hérna, og taka fram hvað þeir myndu vilja. Þetta er ekki bindandi, bara til þess að athuga hvort það taki því að standa í þessu aftur.

Ég sé fyrir mér að þessi pöntun gæti farið út um næstu mánaðarmót, og væri þá komin í kringum 10. apríl eða svo. Þá verða verð og tollar líka komin á hreint, vegna fordæmis frá fyrri pöntuninni sem kemur í næstu viku.


Verð
Sendingarkostnaður er ca 470kr per pund. Corny kútar eru um 9 pund með umbúðum, þannig að ef kúturinn kostar $20 og sendingarkostnaður er 4230kr þá má gera ráð fyrir að stakur kútur kosti uþb (2400 + 4230) * 1.255 =~ 8400kr. Aukahlutir eru svo augljóslega mikið ódýrari vegna þess hve fyrirferðarlitlir og léttir þeir eru.
Last edited by hrafnkell on 15. Jun 2011 11:24, edited 1 time in total.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by Bjarki »

Er heitur :P
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by Eyvindur »

Þarf þetta að gerast svona fljótt aftur? Ég var að vona að þetta myndi bíða aðeins, þannig að ég hefði efni á að vera með í næstu pöntun. Jæja, maður vonar að þetta gerist í þriðja skipti þá...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by bjarkith »

Ég er til í kút eða tvo ásam fylgihlutu!
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by atax1c »

Það er spurning um að ef við látum líða aðeins lengri tíma þangað til það verður pantað aftur, þá verði enn fleiri með í pöntuninni, þar á meðal þeir sem voru með í fyrri pöntun.

Það er aldrei hægt að eiga of marga kúta :)

En auðvitað ef það verða nógu margir til í þetta svona fljótt aftur þá er það bara flott.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:Þarf þetta að gerast svona fljótt aftur? Ég var að vona að þetta myndi bíða aðeins, þannig að ég hefði efni á að vera með í næstu pöntun. Jæja, maður vonar að þetta gerist í þriðja skipti þá...
atax1c wrote:Það er spurning um að ef við látum líða aðeins lengri tíma þangað til það verður pantað aftur, þá verði enn fleiri með í pöntuninni, þar á meðal þeir sem voru með í fyrri pöntun.

Það er aldrei hægt að eiga of marga kúta :)

En auðvitað ef það verða nógu margir til í þetta svona fljótt aftur þá er það bara flott.
Það var planið að láta líða aðeins lengra, en vegna nokkra símhringinga og einkaskilaboða þá datt mér í hug að athuga áhugann. Ef næg þátttaka næst þá er ekkert að því að taka svona pöntun fljótt aftur. 4 kútar væru til dæmis ekki nóg, sendingarkostnaðurinn yrði of hár þar sem það þarf meira magn til að fá gott verð í hann.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by Benni »

Ég væri alveg til í eins og tvo kúta og flest öllu sem þeim fylgja
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
bcool
Villigerill
Posts: 15
Joined: 25. Jan 2011 21:58
Location: Keflavík

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by bcool »

Væri til í allavega 2-4 kúta
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by Idle »

Áður en lengra er haldið, þá legg ég til að áhugasamir skoði úrvalið á kegconnections.com.

Sjálfur tók ég svona kit, sem er fín fjárfesting í sjálfu sér. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki tekið tvo þrýstijafnara í stað eins og deilis (manifold). Gallinn við þetta kit er sá að þú getur ekki stýrt þrýstingnum per kút. Óheppilegt ef þú ert t. d. með stout og hveitibjór á krana - stout með litla sem enga kolsýru, og hveitibjórinn með mjög mikla. Þá þarf að finna milliveginn, og í þessu dæmi endarðu með of kolsýrðan stout, og ekki nærri nógu kolsýrðan hveitibjór.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by hrafnkell »

Idle wrote:Áður en lengra er haldið, þá legg ég til að áhugasamir skoði úrvalið á kegconnections.com.

Sjálfur tók ég svona kit, sem er fín fjárfesting í sjálfu sér. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki tekið tvo þrýstijafnara í stað eins og deilis (manifold). Gallinn við þetta kit er sá að þú getur ekki stýrt þrýstingnum per kút. Óheppilegt ef þú ert t. d. með stout og hveitibjór á krana - stout með litla sem enga kolsýru, og hveitibjórinn með mjög mikla. Þá þarf að finna milliveginn, og í þessu dæmi endarðu með of kolsýrðan stout, og ekki nærri nógu kolsýrðan hveitibjór.
Ég keypti einmitt dual regulator upgrade á kittið mitt :) 2 output, hvort með stillanlegum þrýstingi. Kostaði held ég $20 aukalega.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by atax1c »

Ég er líka með dual regulator einmitt útaf þessu.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by gunnarolis »

Þetta getur líka komið sér vel ef þú vilt kolsýra bjórinn þinn fljótt og hafa t.d 3faldann þrýsting á honum í 3 sólarhringa eða svo, áður en þú setur hann á útreiknaðann þrýsting.

Ef þið verðið þreyttir á dual regulatornum ykkar skal ég gera ykkur tilboð í hann, tilboð sem þið getið ekki hafnað. :D
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by hrafnkell »

Hjólin eru aðeins farin að snúast að koma þessari pöntun af stað. Það voru nokkrir sem voru of seinir í seinustu pöntun og því tilvalið að drífa aðra út til að þeir þurfi ekki að bíða lengi.

Þeir sem vilja vera með í nýrri pöntun, vinsamlegast senda mér email á brew@brew.is með linkum á þær vörur á kegconnection.com sem þeir vilja.

Þessi kit voru vinsæl í seinustu pöntun:
http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=430" onclick="window.open(this.href);return false;
Kostar um 50.000kr hingað komið.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by valurkris »

Hvernig er með O hringja sett, þarf maður oft að skipta um þau. Ef svo er þá væri kanski ekki svo galið ef að setja inná brew.is
Kv. Valur Kristinsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by hrafnkell »

valurkris wrote:Hvernig er með O hringja sett, þarf maður oft að skipta um þau. Ef svo er þá væri kanski ekki svo galið ef að setja inná brew.is
Ég veit ekki hvað maður skiptir oft um þau, en ég get alveg átt nokkur á lager - þarf hvorteðer að eiga þau fyrir sjálfan mig, munar ekki um að eiga nokkur auka.
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by mattib »

Hvað eru margir kútar komnir til pöntunar núna ?

Hvað komu margir kútar síðast?

kv Marteinn
benedikt.omarsson
Villigerill
Posts: 5
Joined: 9. Mar 2011 15:59

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by benedikt.omarsson »

valurkris wrote:Hvernig er með O hringja sett, þarf maður oft að skipta um þau. Ef svo er þá væri kanski ekki svo galið ef að setja inná brew.is
Það er hægt að nálgast O-hringi nánast hvar sem er á Íslandi, þeir kosta um 50 kr stykkið. Þið þurfið bara að vita innanmál og þykkt og þá geta flestir í bransanum reddað ykkur (Landvélar t.d.).
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by hrafnkell »

mattib wrote:Hvað eru margir kútar komnir til pöntunar núna ?

Hvað komu margir kútar síðast?

kv Marteinn
Það komu 22 kútar síðast. Núna eru komnir 12 kútar á lista. Sem er í rauninni nóg til að panta aftur.
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by mattib »

Nú jæja gefum þessu nokkra daga

svo bara panta :)
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by Gvarimoto »

Hvernig virkar þetta, þarf þá ekki t.d að bæta við sykri í bjórinn ? (Verður hann þá ekki með botfall?)
Hef áhuga á svona græju frekar en bjórflöskum ^^

Endilega ef einhver þekkir þetta vel, hverju mælið þið með fyrir heimanotkun og eitthvað sem endist alveg vel.


(P.S Er að lesa mig til um bjórgerð áður en ég dembi mér í þetta, en vill hafa allt á hreinu og helst hafa allt sem ég þarf fyrir þetta)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by atax1c »

Gvarimoto wrote:Hvernig virkar þetta, þarf þá ekki t.d að bæta við sykri í bjórinn ? (Verður hann þá ekki með botfall?)
Hef áhuga á svona græju frekar en bjórflöskum ^^

Endilega ef einhver þekkir þetta vel, hverju mælið þið með fyrir heimanotkun og eitthvað sem endist alveg vel.


(P.S Er að lesa mig til um bjórgerð áður en ég dembi mér í þetta, en vill hafa allt á hreinu og helst hafa allt sem ég þarf fyrir þetta)

Þú ert með kolsýrukút sem kolsýrir bjórinn, þarft ekki að bæta sykri við.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by Gvarimoto »

atax1c wrote:
Gvarimoto wrote:Hvernig virkar þetta, þarf þá ekki t.d að bæta við sykri í bjórinn ? (Verður hann þá ekki með botfall?)
Hef áhuga á svona græju frekar en bjórflöskum ^^

Endilega ef einhver þekkir þetta vel, hverju mælið þið með fyrir heimanotkun og eitthvað sem endist alveg vel.


(P.S Er að lesa mig til um bjórgerð áður en ég dembi mér í þetta, en vill hafa allt á hreinu og helst hafa allt sem ég þarf fyrir þetta)

Þú ert með kolsýrukút sem kolsýrir bjórinn, þarft ekki að bæta sykri við.
Magnað, líst mun betur á það. Geturu bent mér á einhvern kút sem hentar svona vel í slíkt og endist vel ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by mattib »

Gvarimoto wrote:
Magnað, líst mun betur á það. Geturu bent mér á einhvern kút sem hentar svona vel í slíkt og endist vel ?

http://www.kegconnection.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er verið að fara panta þaðan.

gott að taka tildæmis eitthvað kit með öllu.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by atax1c »

Var að senda þér email Hrafnkell, er kominn einhvern dagsetning á þessa pöntun ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Misstir þú af kútapöntuninni? Kíktu hér

Post by hrafnkell »

Ætli þetta verði ekki eftir um mánaðarmótin. Ég er ekki kominn með nákvæma dagsetningu samt.
Post Reply