Search found 242 matches

by arnarb
13. Apr 2011 13:18
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Bætti við skemmtilegasta bjórnum í þráðinn hér að ofan.

Til hamingju Kristján með það!
by arnarb
12. Apr 2011 20:42
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Sæll.
Það er sjálfsagt að senda þér gagnrýnina - Við eigum eftir að skanna inn dómana frá því á úrslitakvöldinu en annað er búið að skanna.

Úlfar hefur staðið í ströngu við skönnunina þannig að hann getur sent þér dómana.
by arnarb
11. Apr 2011 09:24
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Meðfylgjandi eru bjórarnir sem komust áfram í úrslitin.
by arnarb
10. Apr 2011 18:47
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Tja...það má segja að vel hafi verið tekið á því en engu að síður tókst ekki að klára bjórinn sem í boði var! Meðfylgjandi eru úrslitin frá því í gær: OG undir 1.058 72.0 Unnur Styrkársdóttir, 8C ESB 71.7 Andri Mar, 9D Irish Red Al 70.1 Unnur Styrkársdóttir, 10A APA OG 1.058 og yfir: 83.2 Móholts Br...
by arnarb
6. Apr 2011 19:01
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Skráning hafin á úrslitakvöld bjórkeppninar
Replies: 21
Views: 24052

Re: Skráning hafin á úrslitakvöld bjórkeppninar

Skv. pöntunum á vefnum eru komnir 25 aðilar.
by arnarb
6. Apr 2011 18:57
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Það var ekki ráðgert að tilkynna úrslitin fyrir úrslitakvöldið...

...ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var að fá sem flesta á úrslitakvöldið.
by arnarb
4. Apr 2011 12:29
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Til upplýsinga þá eru 50 bjórar skráðir til keppni í ár, sem er töluverð aukning frá því í fyrra. Það er ljóst að áhugi fyrir keppni sem þessari er mikill meðal félagsmanna og ljóst að keppnin er komin til að vera. Dómararnir stóðu sig með prýði við að smakka og gagnrýna bjóranna á laugardagskvöldið...
by arnarb
4. Apr 2011 12:03
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Löglegt eða ekki löglegt
Replies: 6
Views: 5162

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Það er ólöglegt að framleiða drykki með áfengi umfram 2.25% hvaða nafni sem þeir nefnast (bjór, vín, eymað vín...)

Þetta gildir líka þótt eingöngu sé bruggað til eigin nota.

Áfengislögin eru skýr í þessu sambandi.
by arnarb
1. Apr 2011 14:39
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011
Replies: 7
Views: 8829

Re: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011

Það ætti að vera auðvelt að setja það á vefinn. Það eru þegar komnir fleiri bjórar en voru á síðasta ári.

Markmiðið var að vera með á milli 30-50 bjóra í keppninni.
by arnarb
1. Apr 2011 14:37
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Ég vil vekja athygli á að skilastaðsetningin í Reykjavík er Nökkvavogur 36!
by arnarb
31. Mar 2011 22:09
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011
Replies: 7
Views: 8829

Re: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011

Dómarahópurinn verður svipaður og fyrra en þrír nýir aðilar bætast í hópinn.

Valgeir
Stulli
Guðmundur (Egill Skallagrímsson)
Dominique
Eirný
Sonja
Daði
Kristinn (Vínsérfræðingur á Fréttatímanum)
Philipp (Jökull)

Kristinn, Guðmundur og Philipp eru nýir. Aðrir voru í dómnefndinni í fyrra.
by arnarb
31. Mar 2011 22:05
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011
Replies: 7
Views: 8829

Re: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011

Anton hafðu samband við okkur varðandi skil á morgun. Ég verð lítið við í vinnunni en ef þú hefur samband getum við kannski hist.
by arnarb
31. Mar 2011 13:52
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: Formleg bjórsmökkun 21. mars 2011
Replies: 0
Views: 3830

Formleg bjórsmökkun 21. mars 2011

Vaskur hópur félagsmanna smakkaði á ýmsum spennandi bjórtegundum frá heildsölunni Elg mánudagskvöldið 21. mars 2011. Við viljum þakka Elg fyrir framtakið og vonum að geta endurtekið leikinn síðar. Alls mættu 7 aðilar og meðfylgjandi er niðurstaðan: 1. Anchor Old Foghorn 84,6% 2. VITUS Weissen Bock 8...
by arnarb
31. Mar 2011 09:25
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011
Replies: 7
Views: 8829

Skil á bjór í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011

Ég vil minna á að síðasti skiladagur á bjórum fyrir keppnina er á MORGUN, föstudaginn 1. apríl . Dómarar koma saman á laugardaginn, 2. apríl, til að smakka á bjórunum og ákveða hverjir komast áfram í úrslit fyrir lokakvöldið 9. apríl. Hægt er að skila bjórum á eftirfarandi stöðum: * Arnar Baldursson...
by arnarb
22. Mar 2011 21:54
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Formleg bjórsmökkun
Replies: 16
Views: 12035

Re: Formleg bjórsmökkun

Ég vil byrja á að þakka öllum sem mættu í gærkvöldi og smökkuðu bjóranna. Því miður var lokað á Vínbarnum en Kristján sá um að hýsa okkur og naut góðs af í lokin þar sem afgangsbjórar urðu eftir hjá vertinum. Alls mættu 7 aðilar og meðfylgjandi er niðurstaðan: 1. Anchor Old Foghorn 84,6% 2. VITUS We...
by arnarb
21. Mar 2011 14:13
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Formleg bjórsmökkun
Replies: 16
Views: 12035

Re: Formleg bjórsmökkun

Ég vil minna menn á að koma með skriffæri svo hægt sé að gefa einkunnir.

Ég er með tvo kassa af bjór frá Elg sem bíða eftir að kitla bragðlaukanna okkar í kvöld...
by arnarb
16. Mar 2011 17:09
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Formleg bjórsmökkun
Replies: 16
Views: 12035

Re: Formleg bjórsmökkun

Var að heyra í Elg og þeir munu bjóða uppá 6-10 tegundir af bjór.

Þetta verður greinilega mjög spennandi á mánudaginn!
by arnarb
15. Mar 2011 16:28
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr
Replies: 2
Views: 4483

Re: Nýr

Elli, velkominn í hópinn. Þú getur verið ófeiminn við að spyrja spurninga, þeim er flestum svarað hratt og örugglega. Einnig er að finna ýmsan fróðleik hér á síðunum og að sjálfsögðu á erlendum vefsíðum. Eins og kom fram á námskeiðinu þá er bókin frá John Palmer aðgengileg á netinu, mæli með að kíkj...
by arnarb
15. Mar 2011 09:58
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Kolsýra í bjór
Replies: 5
Views: 4501

Re: Kolsýra í bjór

Eins og Eyvindur bendir á þá fer það eftir stílum hversu mikið bjórinn er kolsýrður. Ég brugga mest öl og finnst betra að hafa hann örlítið meira kolsýrðan en ekki. Ég set því um 140-150g af kornsykri í 21-22L lögn sem er í efri mörkum stílsins. Mæli með að nota reikniforrit eins og hrafnkell bendir...
by arnarb
14. Mar 2011 20:29
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Formleg bjórsmökkun
Replies: 16
Views: 12035

Formleg bjórsmökkun

Fágun stendur fyrir bjórsmökkun í samstarfi við Elg heildverslun á Vínbarnum mánudaginn 21. mars kl. 20:30. Bjórtegundirnar sem við munum smakka eru ekki af verri endanum enda koma þær frá The Boston Brewing Company (Samual Adams) og Anchor Brewing. Fyrirkomulagið smökkunar verður með formlegum hætt...
by arnarb
14. Mar 2011 20:10
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51664

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Ég mæli með að setja bæði nöfnin ef þið viljið nota bæði nöfnin.
by arnarb
13. Mar 2011 21:45
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr :O
Replies: 2
Views: 4337

Re: Nýr :O

Sæll og velkominn í hópinn. Bjórbruggun er þolinmóðinsverk en verðlaunin eru yfirleitt ánægjuleg :) Það eru fjölmargir þræðir hér varðandi tæki og annað sem nýtist við bjórgerðina. BIAP, eða Brew In A Bag er einföld all-grain leið þar sem hægt er að fá mjög góða bjóra en einnig er hægt að kaupa óhum...
by arnarb
13. Mar 2011 21:29
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bruggkeppni Fágunar 2011
Replies: 8
Views: 8776

Re: Bruggkeppni Fágunar 2011

Þess má geta að ég geri ráð fyrir að taka 1-2 vini með mér á keppnina.
by arnarb
13. Mar 2011 21:26
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bruggkeppni Fágunar 2011
Replies: 8
Views: 8776

Re: Bruggkeppni Fágunar 2011

Umsagnirnar voru mislangar fyrir hvern bjór en ég tel að í flestum ef ekki öllum tilvikum hafi lýsingin nýst sem uppbyggileg gagnrýni á þá bjóra sem tóku þátt. Keppendur fá sambærilegar umsagnir eftir keppnina í ár. Ég mæli því endilega með því að setja bjóra í keppnina til að fá uppbyggilegar umsag...