Search found 1000 matches

by Idle
3. May 2013 00:22
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Hvað finnst ykkur um verðið á bjórunum frá Borg?
Replies: 21
Views: 24908

Re: Hvað finnst ykkur um verðið á bjórunum frá Borg?

Verðið á bjór og áfengi almennt er alltof hátt. En það er síst við framleiðendur að sakast. Áfengisgjöldin sem ríkið leggur á eru helsta vandamálið, eftir því sem mér hefur skilist. Ég nenni ekki að afla heimilda svona rétt fyrir háttinn, en einhvern tímann heyrði ég því fleygt að framleiðendur fái ...
by Idle
20. Apr 2013 01:48
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Roleplay/beer nörda crossover
Replies: 3
Views: 8871

Re: Roleplay/beer nörda crossover

Ekki sem verst! :D Ég hef aðeins verið að dunda mér í Skyrim af og til. Svo fann ég þennan mod: http://skyrim.nexusmods.com/mods/21686" onclick="window.open(this.href);return false; Svo ég vitni í lýsinguna: A beer brewery that can also be used as player home. You can brew beer going throu...
by Idle
6. Apr 2013 12:00
Forum: Matur
Topic: Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)
Replies: 2
Views: 12009

Re: Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)

Ég hef venjulega bara tekið það ódýrasta út úr ísskápnum. Síðast notaði ég Budvar, og það kom ljómandi vel út. :)
by Idle
5. Apr 2013 22:57
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?
Replies: 20
Views: 48443

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Er wiki í nýja systeminu ? Ekki beint, en þó. Nýja kerfið er fullbúið CMS, svo áhugasamir geta vissulega sent inn greinar og efni, haft sín persónulegu blogg og hvað annað. Mætti þess vegna hafa óritskoðað efnissafn fyrir meðlimi spjallsins og/eða fullgilda meðlimi félagsins - sem er eins gott og w...
by Idle
5. Apr 2013 21:09
Forum: Matur
Topic: Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)
Replies: 2
Views: 12009

Grilluð ýsa, marineruð í bjór (og fleiru)

Þegar konan bregður undir sig betri fætinum, get ég leyft mér ýmislegt í eldhúsinu sem annars yrði fussað og sveiað yfir. ;) Ég "mæli" yfirleitt bara eftir minni eða tilfinningu í matseld, svo ég er ekki með nein nákvæm hlutföll, því miður. Tvö ýsuflök (roðflett og beinhreinsuð) - mæli þó ...
by Idle
5. Apr 2013 19:47
Forum: Matur
Topic: Bratwurst og súrkál (og bjór!)
Replies: 2
Views: 10817

Bratwurst og súrkál (og bjór!)

Þar sem matargerðarspjallið hefur ekki fengið ýkja mikla athygli, datt mér í hug að deila hér aðferðinni sem ég nota við að elda Bratwurst pylsur. Á grunna pönnu set ég hálfan lítra af bjór (hef notað ýmsar tegundir, og aðhyllist orðið stout bjóra fremur en lager). Fínsaxa meðalstóra lauk og hendi ú...
by Idle
5. Apr 2013 19:36
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?
Replies: 20
Views: 48443

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

"Allt í gerjun". Nýtt lógó hefur þegar verið útbúið, en það fellur engan veginn inn í núverandi mynd vefsins. Þar sem ég er ábyrgur fyrir þessum hluta, játa ég skömmina upp á mig. Þannig er að við ætlum að koma upp fjölbreyttari vef með fleiri möguleikum og ívið nýgræðlingavænni. Það hefði...
by Idle
28. Mar 2013 00:00
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: 24 atriði um bjór sem þú ekki vissir
Replies: 2
Views: 3184

Re: 24 atriði um bjór sem þú ekki vissir

Bjór er bræðra ígildi.
by Idle
27. Mar 2013 22:43
Forum: Mjaðargerðarspjall
Topic: pælingar og plön
Replies: 7
Views: 18518

Re: pælingar og plön

Tek undir með Sigurði Idle, það er hægt að finna margar ástæður af hverju appelsínusafi er ekki sniðugur :) Ég tók einmitt einhverja pakka auka af mjaðargeri til að prófa sjálfur. Ekki það að ég hafi nokkurntíman smakkað bragðgóðan mjöð, en það er gaman að prófa svona í litlum skömmtum :) Ef þú hef...
by Idle
27. Mar 2013 20:38
Forum: Mjaðargerðarspjall
Topic: pælingar og plön
Replies: 7
Views: 18518

Re: pælingar og plön

Allt fínar og góðar hugmyndir, nema þetta með appelsínusafann. Rúsínurnar eru líka mjög góðar sem svolítil næring fyrir gerið. Að gerja appelsínusafa er víst ekki mjög góð hugmynd. Rámar í að hafa lesið eitthvað um ælulykt- og bragð af slíkum tilraunum. Ef það var þá svo fínt orðað, á annað borð. ;)...
by Idle
25. Mar 2013 20:20
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Sirka öl
Replies: 6
Views: 8598

Re: Sirka öl

Sirka, slatti, ögn og lús,
slumma af geri og korni.
Mungát þessa mun ég fús,
mjatla á í mínu horni.

Eða eitthvað í þá áttina. Panta smakk ef þú átt leið í bæinn, væni! :)
by Idle
22. Mar 2013 20:33
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Byggflögur
Replies: 3
Views: 3015

Re: Byggflögur

Ég hef notað þessar byggflögur með ágætum árangri til að fá meiri fyllingu í stout og porter. 5 til 10% af korninu kom vel út í mínum tilfellum. Þá hellti ég byggflögunum bara út í meskikerið beint úr pokanum og hrærði vel saman. :)
by Idle
8. Mar 2013 20:30
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: ÓE - Eimingar-græju - mjög nauðsynlegt
Replies: 1
Views: 1963

Re: ÓE - Eimingar-græju - mjög nauðsynlegt

Eiming og tæki til eimingar eru bannorð hjá Fágun. Einnig að auglýsa eftir slíkum tólum. Þræði lokað í samræmi við reglurnar. Engar sérstakar græjur þarf til að ná bragð- og ilmefnum úr jurtum. Hér eru leiðbeiningar. http://www.ehow.com/how_4442752_distill-herbs.html" onclick="window.open(...
by Idle
8. Mar 2013 12:11
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Geymsla á geri
Replies: 7
Views: 7598

Re: Geymsla á geri

hrafnkell wrote:Ef frumurnar eru fullar af vatni (eins og í blautgeri) þá rofna frumuveggirnir við frost og frumurnar deyja. Það sleppur hugsanlega að frysta þurrger, en framleiðendur (danstar og fermentis) mæla ekki með því.
Nei, líklega gilda ekki sömu lögmál um þurr- og blautger. Skarplega athugað. :)
by Idle
8. Mar 2013 00:02
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Geymsla á geri
Replies: 7
Views: 7598

Re: Geymsla á geri

Það má ekki geyma ger í frysti.. Þetta hef ég hvorki heyrt né lesið áður. Hef alltaf lifað í þeirri trú að mest áríðandi væri að halda gerinu í loftþéttum og innsigluðum umbúðum. En svar þitt vakti forvitni mína, Hrafnkell, og því fór ég á stúfana og fann eftirfarandi: http://www.danstaryeast.com/a...
by Idle
7. Mar 2013 23:56
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Að "sía" virtinn?
Replies: 3
Views: 3212

Re: Að "sía" virtinn?

Þegar ég var hvað virkastur, hellti ég stundum beint úr pottinum yfir í gerjunarfötuna. Það kom aldrei að sök. En yfirleitt reyndi ég að hræra öllu gumsinu upp í keilu í miðju pottsins, og dældi svo yfir í gerjunarfötuna (með þyngdaraflinu). Þá var líka allur gangur á hve langan tíma bjórinn fékk í ...
by Idle
7. Feb 2013 08:19
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Gerstarter Hugleiðingar
Replies: 5
Views: 3963

Re: Gerstarter Hugleiðingar

Ágætt að taka bara frá fáeina lítra eftir meskingu (gera ráð fyrir því í uppskriftinni) og geyma í frysti. Þá geturðu alltaf tekið út skammt af virt þegar þig vantar í starter. :)
by Idle
2. Feb 2013 13:27
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10923

Re: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til

Dælan er seld. Raunar er allt farið, nema hugsanlega meskikarið og eitthvert smáræði eins og gips, kalk, Epsom sölt og 1 l. Erlenmeyer flaska.
by Idle
1. Feb 2013 13:50
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríkinu
Replies: 13
Views: 15596

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Besti tyllidagabjórinn er án efa Lava. Fast á hæla hans fylgir Móri (Skjálfti var þarna áður fyrr, en mér finnst hann hafa breyst til hins verra, án þess að ég átti mig nákvæmlega á hvað hefur breyst). Myrkvi og Úlfur eiga einnig sæti við hlið Móra. Af lager verð ég sennilega að segja Bríó, og (ekki...
by Idle
31. Jan 2013 17:45
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: Sierra Nevada Torpedo
Replies: 7
Views: 17863

Re: Sierra Nevada Torpedo

Hva, ekkert meira? Ekkert bragð, ilmur, haus, boddí eða neitt? :P
by Idle
31. Jan 2013 14:07
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10923

Re: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til

Veit ekki hvað veldur þessum skyndilega áhuga, en ég er að verða búinn að lofa flestu, nema humlum og líklega einhverju af korni. Svo á ég náttúrlega eina dælu eins og Hrafnkell er að selja, sem aldrei hefur verið tekin í gagnið. Á einnig slatta af gernæringu, Whirlfloc töflum og einhverjum vatnsbæt...
by Idle
30. Jan 2013 21:11
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10923

Re: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til

Þurrgerið fer á 350 kr. pakkinn. Kornið er enn til. Á líka mjólkursykur (lactose, eins og er gjarnan notaður í cream stout). Slatta af humlum, Maísflögur. Allskyns dót. Hugsanlegt að ég láti einnig frá mér meskikarið, suðutunnuna (60 lítrar, 3x2500W), kælispíralinn og flöskutréð líka, ef vel er boði...
by Idle
30. Jan 2013 13:09
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Um rehydration á þurrgeri
Replies: 1
Views: 2983

Re: Um rehydration á þurrgeri

hrafnkell wrote:
Active Dry Yeast looses about 20% of its activity in a year when it is
stored at 75 F and only 4% when refrigerated.
Áhugaverðar upplýsingar. Nú hef ég alls engar áhyggjur af þurrgerinu mínu. :)
by Idle
16. Jan 2013 17:13
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10923

Re: [Til sölu] Wyeast blautger (4 pakkar)

Þú veldur mér vonbrigðum siggi... Átti þetta ekki að koma þér í gang í bruggið aftur? Jú, hefði átt að gera það. En það verður að bíða betri tíma. :( Þess vegna ætlaði ég að reyna að losna við þetta núna, svo það færi ekki til spillis. Á líka haug af allskyns þurrgeri ef menn hafa áhuga á slíku. Lí...
by Idle
16. Jan 2013 02:05
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10923

[Til sölu] Wyeast blautger (4 pakkar)

Þarf að koma þessu frá mér svo það fari ekki til spillis. 1x. 3463 Forbidden Fruit 1x. 1028 London Ale 1x. 1275 Thames Valley Ale 1x. 3068 Weihenstephan Weizen Þetta er frá því í ágúst 2012, alltaf geymt í kæli. Pakkinn fer á 1.250 kr, eða 5.000 kr allir fjórir. Sendið mér einkaskilaboð ef þið hafið...