Search found 754 matches

by æpíei
14. May 2013 14:56
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Sake
Replies: 3
Views: 5493

Sake

Hefur einhver reynt að gera sake? Mér sýnist með þessu kitti hér þá ætti að vera hægt að gera það með hráefni sem fæst á Íslandi
http://visionbrewing.com" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er dálítið nostur, en gæti verið áhugavert að prófa.
by æpíei
7. May 2013 21:58
Forum: Uppskriftir
Topic: Böðmóður - Barleywine
Replies: 9
Views: 23582

Re: Böðmóður - Barleywine

Þessi var frábær, kominn á planið hjá mér. Takk!
by æpíei
7. May 2013 16:17
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Einfaldir límmiðar á flösku
Replies: 9
Views: 8675

Einfaldir límmiðar á flösku

Ég hef gaman af því að gefa öðrum að smakka bjórana mína. Ég gef oft frá mér flöskur og því er ég ekki alltaf til staðar þegar fólk smakkar og get ekki sagt hvað er í bjórnum. Það er líka erfitt að ætlast til að fólk geti lesið í dulkóðaðar upplýsingar sem ég skrifa á tappann. ;) Og svo má ekki gley...
by æpíei
7. May 2013 10:46
Forum: Uppskriftir
Topic: Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale
Replies: 2
Views: 6507

Re: Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale

Takk! Flaskan þín hefur mögulega verið eitthvað óþétt því hann er venjulega með góðan haus. Ég gaf smakk af honum á Fágunarfundi í gær. Þar fylgdi hann eftir meira humluðum IPA-um svo hann kannski fékk ekki að njóta sín, sérstaklega lyktin úr þurrhumlunninni. Þó hann sé vel humlaður þá er hann samt ...
by æpíei
4. May 2013 20:47
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale
Replies: 10
Views: 21083

Re: Birkirjómaöl - Birch Cream Ale

Það þyrfti nú ekki einhver brögð í tafli til að fá mig til að kaupa eins og einn svona :D
by æpíei
4. May 2013 18:39
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Hvað finnst ykkur um verðið á bjórunum frá Borg?
Replies: 21
Views: 24909

Re: Hvað finnst ykkur um verðið á bjórunum frá Borg?

Sammála Plamma #4. Þegar öllu er á botninn hvolft áttu að selja á því verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða, þó þannig að hagur þinn (hagnaður eða annað) sé sem mestur. Það er bara vonandi það sé yfir kostnaðarverði 8-) Líka sammála varðandi áfengisskatt. Hann hefur hækkað verulega í fjármálará...
by æpíei
29. Apr 2013 14:06
Forum: Uppskriftir
Topic: Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale
Replies: 2
Views: 6507

Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale

Ég gerði þennan um daginn og hann hefur fengið góðar viðtökur hjá vinum, vandamönnum og öðrum bruggurum. Legg því í að birta hann hér sem mína fyrstu uppskrift. :) Hann hefur mjög ferskt bragð og mikinn karakter í lykt. Ekki kannski alveg IPA, ég kýs að flokka hann sem Extra Pale Ale. Byggður á Litt...
by æpíei
28. Apr 2013 19:23
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: bee cave uppskriftin
Replies: 2
Views: 3854

Re: bee cave uppskriftin

Já, ég er að gera tilraun með þetta. Ég gerði örlítið stærri uppskrift af Bee Cave en þessa venjulegu til að hafa ca 24 lítra í gerjun, mínus gerkaka sem gerir um 2x10 lítra fyrir skiptingu í secondary. Þar setti ég annars vegar 2 heila chili pipara, skorna eftir engilöngu með kornum svo gufusoðnir,...
by æpíei
27. Apr 2013 19:30
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)
Replies: 18
Views: 35413

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Hvernig smakkaðist hann svo?
by æpíei
26. Apr 2013 13:01
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Hærri BIAB nýtni með skolun?
Replies: 4
Views: 5716

Re: Hærri BIAB nýtni með skolun?

Ég hef svipaða reynslu varðandi nýtni, auk þess sem þetta er þægilegra en að reyna að hita upp eftir meskingu og kreista svo poka yfir fullri suðutunnu. Ég meski í um 22 lítrum í stað 27 áður. Eftir meskjun lyfti ég pokanum úr og læt leka nokkuð af honum. Flyt yfir í tóma gerjunarfötu og helli 5 lít...
by æpíei
20. Apr 2013 11:20
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Stir plate
Replies: 6
Views: 11869

Re: Stir plate

Ég varð að prófa þetta líka. Ég átti trékassa með loki sem er dálítið stór. Ég fékk því þá hugmynd að búa til ferðaútgáfu af stir plate. Allt fer innan í kassann þegar hann er ekki í notkun. Það stendur ekkert útúr honum nema hausar af 4 boltum sem halda viftunni. Þeir afmarka líka plássið sem gleri...
by æpíei
19. Apr 2013 23:22
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Humlaðar hugmyndir
Replies: 7
Views: 4223

Re: Humlaðar hugmyndir

Lúxusvandamál :) Ég legg til að þú gerir eitthvað brjálað. Gerðu þungan hveitibjór en humlaðu eins og 100 IBU IPA með Magnum, Centennial, Columbus og Citra. Mikkeller var með bjór eitthvað í þá áttina (Wheat is the new hops) og hann var verulega frískandi :skal:
by æpíei
19. Apr 2013 13:55
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Segulhrærur (stir bar) - "Ný sending"
Replies: 2
Views: 4252

Segulhrærur (stir bar) - "Ný sending"

Er með nokkrar segulhrærur (stir bar) til sölu 30x6mm. Seldir 10st í poka hjá http://www.cetus.is" onclick="window.open(this.href);return false;, þarf ekki alla. Seldir á kostnaðarverði kr 400 stykkið.
by æpíei
17. Apr 2013 21:08
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. maí
Replies: 22
Views: 40982

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Verð því miður fjarri góðu gamni. En ef maður veit um góðan frambjóðanda verður þá hægt að kjósa utan kjörstaðar? ;)
by æpíei
17. Apr 2013 19:55
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Bergrisabrugg 2013
Replies: 68
Views: 144908

Re: Bergrisabrugg 2013

Rúnar, það kennir vissulega ýmissa humla í þínum bjórskáp. Ég hlakka til að koma með í heimsókn Fágunar á suðurnesin og fá kannski smá smakk. :)
by æpíei
16. Apr 2013 12:56
Forum: Uppskriftir
Topic: Aishwarya Rai - IPA | 3. sæti, IPA flokkur 2013
Replies: 24
Views: 60945

Re: Aishwarya Rai - IPA | 3. sæti, IPA flokkur 2013

Til hamingju! Lítur vel út. Ætla að geta einhvern svipaðan um helgina en stefni þó yfir 100 IBU. :twisted: Áttu nóg af Pale Malt og humlum á morgun, eða verður það síðar í vikunni?

Er svo ekki upplagt að selja þennan sem kit líka?
by æpíei
12. Apr 2013 21:54
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)
Replies: 18
Views: 35413

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Fyrsta bruggun smakkast alltaf vel! Svo verður það bara betra :beer:
by æpíei
12. Apr 2013 13:55
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)
Replies: 18
Views: 35413

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Það hljómar eins og það hafi verið gerjun fyrst vatnslásinn fór að hallast. Það er allt í lagi að stinga honum vel niður. Passaðu svo uppá að það sé rétt magn af vatni í honum. Skánin er það þétt að hún fer ekki þó svo þú hristir aðeins upp í virtinum. Verður fróðlegt að sjá hvaða mælingu þú færð. M...
by æpíei
12. Apr 2013 12:01
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)
Replies: 18
Views: 35413

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Og ef það er ekkert af ofantöldu er bara að setja annan pakka af geri í. :beer:
by æpíei
12. Apr 2013 10:11
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)
Replies: 18
Views: 35413

Re: Panic Bee Cave (fyrsta lögun)

Ef engin gerjun er sýnileg þá er eitthvað að. Ef gerjunarfatan er lokuð og vatnslás í þá sérðu strax ef gerjun er í gangi. Þú sérð líka ummerki að það myndast skán innan í fötunni fyrir ofan yfirborðið. Ef ekkert fór í gang þá gerðiru eitthvað rangt. Varstu ekki örugglega búinn að kæla virtinn niður...
by æpíei
9. Apr 2013 12:15
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: 30 IPA sem maður verður að smakka fyrir dauðann
Replies: 0
Views: 2445

30 IPA sem maður verður að smakka fyrir dauðann

Sem boðberi IPA fagnaðarerindisins er mér ljúf skylda að benda ykkur á þessa grein

http://firstwefeast.com/drink/30-great- ... e/s/47782/" onclick="window.open(this.href);return false;
by æpíei
6. Apr 2013 21:09
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: KeyKeg
Replies: 8
Views: 8259

Re: KeyKeg

Líka áhugavert fyrir heimabruggara að þetta eru einota plastpokar sem ekki þarf að þvo eða sótthreinsa, sparar tíma og minnkar sýkingarhættu. Ef ég skil þetta rétt er um nokkra kosti að ræða fyrir ytra birgði utan um pokann: annað hvort hart gært plast sem er margnota eða einnota úr pappa. Sá seinni...
by æpíei
4. Apr 2013 14:00
Forum: Fagaðilar
Topic: WYEAST blautgerspöntun. Seinasti pöntunardagur 23 mars!!
Replies: 11
Views: 21129

Re: WYEAST blautgerspöntun. Seinasti pöntunardagur 23 mars!!

Hvenær verður opið til að ná í pöntun?

Ég tek 1056 american ale ef hægt er að taka frá.
by æpíei
3. Apr 2013 22:06
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: KeyKeg
Replies: 8
Views: 8259

KeyKeg

Ég sé að Ölvisholt boðar að nota þetta kerfi til að senda bjór til söluaðila erlendis síðar á þessu ári. Er þetta áhugavert? Er öld einota kúta að renna upp?

http://www.keykeg.com/en/" onclick="window.open(this.href);return false;