Þakka þér fyrir glæsilegt svar. Eins og þau gerast best. ;) En þú vilt s.s. meina að ég ætti að gera þrjár eins brugganir á mínu kerfi til að sjá nýtni kerfisins? Þegar maður er þá kominn með c.a. hversu mikil nýtni er á kerfinu. Er maður þá að nota það þegar maður er að gera uppskriftir? Ég verð að...
Ég sé að margir tala um nýtni í bruggun hjá sér. Ég lagðist á stúfana til þess að fræðast aðeins um útreikning á þessu fyrirbæri. Ég fann leiðbeiningar um útreikninga á þessu þar sem er notað gallon og pund. Eru menn þá alltaf að breyta lítrum í gallon og grömmum í pund? Hann sýnir: Mash Efficiency ...
Ég hef einmitt gert svona Excel-Bruggskjal þar sem ég verð með bókhald yfir allt sem ég geri þessu tengdu.
Á einni síðunni er ég svo með yfirlit yfir lagningar (Verðandi lagningar) þar sem ég mun reyna skrá allt.
Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég hef ætlað mér heldur stóra hluti svona til að byrja með. Ég var kominn með kostnaðaráætlun upp á 75.000 og fannst það orðið heldur mikið. Er kominn með það niður í 35.000 núna með því að minnka aðeins flottheitin á mér, sem ég gæti alltaf bætt við síðar. ...
Takk fyrir svarið. :) Ætli ég byrji ekki bara á því að hafa þetta svona einfalt til að byrja með. En þú ert væntanlega með einhvern poka fyrir meskinguna? Ég hef séð á youtube að menn setji kornið beint út í vatnið og hafi bara síu í millihellingunni? Er gruggið ekki bara skilið eftir.. Þar sem dren...
Ég myndi hugsanlega kíkja ef ég væri á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti verið að maður komi þegar ég flyt í bæinn í haust. Þá verður einnig fyrsta lagning. Fram að því ætla ég að smíða græjurnar. Kem líklega með myndir af smíðaferlinu síðar. Annars langaði mig að forvitnast hvort þið séuð ekki með hitae...
Glæsilegt! Þakka þér kærlega fyrir skjalið. Það hefur svarað flestum af þeim spurningum sem hafa brunnið hafa á vörum mér. Helsti misskilningurinn hjá mér var að ég hélt að suðan væri á undan meskingunni sem mér fannst bara ekki rökrétt og það olli miklum miskilningi á öllu ferlinu. :D Þannig að for...
Þakka þér fyrir helgibelgi. Það væri gaman að fá að sjá þetta skjal sem þú útbjóst. Öll hjálp er vel þegin.
Ef þú telur þig frekar geta sent þetta í tölvupósti, þá get ég látið þig fá tölvupóstfangið mitt.
Góðan daginn. Ég er að fara stíga mín fyrstu skref í þessum bransa og er bara að skoða og lesa mig til um ferlið. Ég ætla að smíða mínar eigin græjur og hef verið að skoða Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar] [/url] Ég hef nokkrar spurningar varðandi ferlið. Er búinn að sjá svo margar útgáf...
Þakka ykkur kærlega fyrir svörin. Ég hugsa að ég bara drífi mig í þessu strax eftir sumarið. En þangað til mun ég vonandi drekka í mig þann fróðleik og þekkingu sem til þarf og útbúa tæki og tól til verksins.
Sælir Gerjunaráhugamenn. Ég er að hugsa um að fara að prófa mig áfram í bjórgerð. Ég hef enga reynslu af þessu og ég hef verið að skoða aðeins á netinu og rakst á þetta ágæta spjall. Þannig er mál með vexti, að ég bý í fjölbýli í frekar lítilli íbúð. Ég vil helst ekki að íbúðin mín angi eins og brug...