Sælir, ég hafði lengi spáð í að krydda bjór með ætikvannarfræum þangað til ég sá Stinningskalda. Mér finnst það koma svo vel út í þeim bjór að mig langar að prófa þetta sjálfur. Ég er búinn að þurrka fræin og er að leggja í Pale ale sem mig langaði að krydda aðeins með þessu. Ég hef ekki grænan grun...