Search found 20 matches

by Baldvin Ósmann
6. Nov 2013 22:34
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)
Replies: 13
Views: 12134

Re: Teach a Friend to Homebrew Day (Nov 3)

Skemmtilegt! Ég er nú tiltölulega nýbyrjaður en ég reikna með að vera tveim félögum innan handar fljótlega við sína fyrstu lögn. Vinur minn eyddi kvöldstund við að aðstoða mig þegar ég lagði í minn fyrsta bjór og ég hlakka til að geta "pay it forward". Næsta ár skipulegg ég þetta og verð á...
by Baldvin Ósmann
24. Oct 2013 13:05
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!
Replies: 14
Views: 14748

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Þannig að flotvog þolir hita upp á 75°C ?
by Baldvin Ósmann
23. Oct 2013 12:37
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!
Replies: 14
Views: 14748

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Til að mæla gravity eftir meskingu, er óhætt að nota sykuflotvogina í svona heitum vökva eða þarf refractometer?
by Baldvin Ósmann
15. Oct 2013 22:06
Forum: Uppskriftir
Topic: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur
Replies: 11
Views: 22266

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Gerði þennan í fyrradag. 5kg pale, 50g/50g Simcoe og er með 23l af 1.047 virti. Ég henti seinni humlunum út í þegar 5mín voru eftir af suðu. Á reyndar 10gr eftir sem ég ætla að nota til að þurrhumla. Af því humla stundaskráin var svo einföld þá fór ég bara upp og undirbjó matinn á meðan og skildi lo...
by Baldvin Ósmann
10. Oct 2013 13:19
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggingar
Replies: 5
Views: 9485

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Ég tók wet t-shirt á þessa lögn og get sagt frá því að hitinn í fötunni er stöðugur í 18° fyrstu 2 dagana í gerjun. Það er lækkun um 4° frá síðustu gerjun. Ég er ekki með viftu heldur er þetta bara umhverfishiti og uppgufun sem eru að hafa þessi áhrif. Þetta er nóg til að halda mér hamingjusömum í b...
by Baldvin Ósmann
9. Oct 2013 00:53
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggingar
Replies: 5
Views: 9485

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Takk fyrir svörin strákar.

Ég ætla að skoða þessa tengla betur. Held að fyrsta skrefið verði að láta gerjunartunnuna amk standa í vatni, wet t-shirt aðferðina er auðvelt að prófa. Ég ætti að vera set þangað til ég er búinn að ákveða hvernig ég útfæri þetta.
by Baldvin Ósmann
8. Oct 2013 00:13
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggingar
Replies: 5
Views: 9485

Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggingar

Ég er búinn að heyra það nokkrum sinnum að stöðugt hitastig skipti miklu máli fyrir gæðin á bjórnum og hef verið að velta fyrir mér hvernig ég get útfært einhverja lausn sem ég get implementað inni í veggskápnum mínum. Það er ýmislegt til til að hita þetta upp en vandamálið hefur verið að finna kæli...
by Baldvin Ósmann
7. Oct 2013 16:54
Forum: Uppskriftir
Topic: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur
Replies: 11
Views: 22266

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Ég sé það núna að Helgi gerði þetta BIAB. Það er bara þessi partur sem flækti málið fyrir mér því ég veit ekki hvað hann á við með skolun. Ég fylli bara tunnuna af vatni og byrja að hita.
Humlum bætt út í eftir að pokinn er hífður upp, áður en skolað er
by Baldvin Ósmann
7. Oct 2013 14:51
Forum: Uppskriftir
Topic: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur
Replies: 11
Views: 22266

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Hvernig myndir þú útfæra First Wort Humlun í BIAB? Henda þeim ofan í 10mín áður en ég hækka hitann upp í 75°? Það ætti að vera um það bil hálftími með tímanum sem það tekur mig að hækka hitann og 10mín hvíld.
by Baldvin Ósmann
3. Oct 2013 14:42
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Bæta við geri ?
Replies: 32
Views: 30852

Re: Bæta við geri ?

Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að svara mér svona ítarlega, báðir tveir. Ég tók smakk í gærkvöldi og það var nokkuð hressilegt rammt eftirbragð en að öðru leiti var hann mjög góður. Ég hef verið að google þetta en finn ekkert um það hvort það mildast með tímanum. Hafið þið hugmynd um það? Gæti ég...
by Baldvin Ósmann
2. Oct 2013 22:15
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Bæta við geri ?
Replies: 32
Views: 30852

Re: Bæta við geri ?

Áhugavert. Langar að skjóta nokkrum spurningum í þennan þráð ef ég má. Ég gerði Porter frá brew.is þann 20. sept. OG var 1.060, aðeins lægra enþað sem segir í uppskriftinni. Hvað veldur því að þið hafið verið að fá hærra OG en ég? Eftir klukkutíma við 65° í meskingu þá gerði ég mistök þegar ég ætlað...
by Baldvin Ósmann
27. Sep 2013 12:09
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Water Treatment
Replies: 14
Views: 25903

Re: Water Treatment

Frábært að hafa þessar upplýsingar settar fram svona skýrt. Takk fyrir þetta.

Bookmarka og kíki á þegar ég er búinn að slíta barnsskónum í bransanum :)
by Baldvin Ósmann
21. Sep 2013 23:34
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Þvörusleikir - vel kryddaður dökkur jólabjór
Replies: 2
Views: 5762

Re: Þvörusleikir - vel kryddaður dökkur jólabjór

Lítur vel út. Er einmitt á höttunum eftir góðri jólauppskrift. Kemur bragð af hunganginu eða er það bara til að hækka gravity?


Ps.
Copyright-aðu þetta star wars nafn.
by Baldvin Ósmann
12. Sep 2013 22:29
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Slæmdægra Porter
Replies: 11
Views: 17861

Re: Slæmdægra Porter

Ein spurning varðandi kaffið. Hvernig lagaru það? Ég er með prýðisgóða espressó vél hérna heima en þegar ég var að velta því fyrir mér að bæta kaffi í Porterinn minn þá fannst mér eðlilegast að kald brugga það. Ástæðan er sú að kaffi súrnar eftir því sem það er lengur á hita. Þumalputtareglan er að ...
by Baldvin Ósmann
12. Sep 2013 12:32
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Gelatín - "cold crash"
Replies: 61
Views: 69473

Re: Gelatín - "cold crash"

Fann þennan þráð og fannst réttast að smella þessari spurningu hér. Gerir það eitthvað fyrir mig að setja gerjunarfötuna í ísbað í sólarhring eða þarf þetta að vera lengur? Er einhver hér sem hefur prófað að setja gelatín í bjórinn við gerjunarhita eins og var nefnt á htb linknum hérna fyrir ofan? H...
by Baldvin Ósmann
6. Sep 2013 09:19
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: Röðull frá Ölvisholti.
Replies: 16
Views: 46335

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Hvar færðu Röðul á dælu?
by Baldvin Ósmann
5. Sep 2013 16:02
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Brugg föstudag 6. sept
Replies: 6
Views: 8191

Re: Brugg föstudag 6. sept

Brilliant. Vona að ég nái að líta við. Það er gaman að sjá hvernig aðstöðu menn hafa komið sér upp og hvernig handtökin eru hjá öðrum bruggurum. Uppskriftin þín hljómar mjög spennandi. Er að fara að setja í Hafra Porter fljótlega og hlakka til að sjá hvernig þú setur þinn Porter saman. Ég er einmitt...
by Baldvin Ósmann
5. Sep 2013 00:10
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Er að búa til bjór.. er á Google Hangout á meðan
Replies: 4
Views: 5644

Re: Er að búa til bjór.. er á Google Hangout á meðan

Takk fyrir þetta Siggi. Skemmtilegt og fróðlegt :)
by Baldvin Ósmann
4. Sep 2013 14:10
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr bruggari
Replies: 4
Views: 7918

Re: Nýr bruggari

Vel gert Helgi! Það var nú kannski ekki spurning um að þetta væri ekki framkvæmanlegt í 65fm heldur meira það að mér fannst það ekki á fjölskylduna leggjandi ;)
by Baldvin Ósmann
4. Sep 2013 00:04
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr bruggari
Replies: 4
Views: 7918

Nýr bruggari

Ég heiti Baldvin og hef verið að skoða bjórbruggun í tæpt ár. Ég hef látið það stoppa mig að búa í 65fm íbúð á þriðju hæð í miðbænum með konunni minni og strákunum okkar tveimur. Eftir að hafa mætt á fund hjá Fágun í ágúst og fengið góðar ráðleggingar lét ég loks slag standa. Um daginn smellti ég í ...