Search found 14 matches

by Mummi
25. Jul 2013 18:22
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Úlfur úlfur klónn, tillögur?
Replies: 3
Views: 4664

Re: Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Ég keypti í uppskriftina í gær (birti það seinna) en Borgarmenn svöruðu í dag held ég eða seint í gær og sögðu: 100% pilsner malt og US-05! Þá vitum við það.
by Mummi
24. Jul 2013 09:51
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Úlfur úlfur klónn, tillögur?
Replies: 3
Views: 4664

Re: Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Takk fyrir þetta. Eftir að hafa skoðað nokkrar IIPA uppskriftir þá var ég kominn á þessar slóðir en frábært að fá staðfestingu á því að reyndari menn komist að sömu niðurstöðu. Hafði meira að segja hugsað mér US-05 í hann, en það var meira vegna hugmyndaskorts frekar en af upplýstri þekkingu. Læt vi...
by Mummi
23. Jul 2013 22:37
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Úlfur úlfur klónn, tillögur?
Replies: 3
Views: 4664

Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Lumar nokkur á uppskrift sem gæti líkst tvöfalda Úlfinum? Það eina sem ég veit er að í hann fara fernskonar humlar: Chinook, columbus, centennial og amarillo. Mikið af þeim. Ef einhver hefur hugmynd um hvaða ger er notað hjá þeim nú eða korn þá væri það vel þegið.

Bestu kveðjur,

Mummi
by Mummi
24. May 2013 10:57
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Porter sem þykist vera Fuller´s
Replies: 6
Views: 12706

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Tókst ekki að pósta þessu. Þetta var ég búinn að skrifa áður: Takk fyrir Helgi. Mér finnst einmitt gaman að lesa langa pósta eftir aðra en minna gaman að skrifa þá. Ég verð bara að halda svona dagbók því annars man ég ekki neitt. Þarf t.d. alltaf að fletta upp pizzadeigsuppskrift með ca. fjórum inni...
by Mummi
24. May 2013 10:54
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Porter sem þykist vera Fuller´s
Replies: 6
Views: 12706

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Sammála Hrafnkeli. Ég var bara eitthvað stressaður að gerið var sest svo snemma, en það vinnur sína vinnu þrátt fyrir það. Ég var líka að tékka allt of oft á þessu, meiri sýkingarhætta, en hann heppnaðist á endanum.
by Mummi
23. May 2013 13:11
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Porter sem þykist vera Fuller´s
Replies: 6
Views: 12706

Porter sem þykist vera Fuller´s

Jæja, eftir að nýjabrumið fór af því að vera skráður á síðuna þá hefur maður verið latur að skrifa inná hana að undanförnu. Hér kemur ítarleg lýsing á Porterbruggun, gerjun og smökkun. Hann er nýkominn á flöskur þannig að enn hefur hann ekki verið smakkaður í endanlegri mynd. Mig langaði sérstaklega...
by Mummi
17. Apr 2013 21:46
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði
Replies: 8
Views: 15522

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Jess!! takk, ég er búinn að vera bíða eftir hrósi fyrir miðann. Teiknaði þetta upp sjálfur. Ég hugsa að þetta verði bara nokkurnveginn skjaldarmerkið á öllum bjórunum mínum og svo breyti ég bara undirtitlunum og upplýsingunum á hliðunum eftir hentugleika. Var jafnvel að spá í að breyta annaðhvort li...
by Mummi
17. Apr 2013 12:39
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Landnámsmaður!
Replies: 7
Views: 11219

Re: Landnámsmaður!

Sem enn meiri nýgræðingur en þú þá er gaman að vera fyrstur að bjóða þig velkominn. Ég hreinlega ligg hér á vefnum og vakta póstana.

Mummi
by Mummi
17. Apr 2013 12:29
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði
Replies: 8
Views: 15522

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Jamm, takk fyrir það. Það gæti verið að maður sé svolítið hlutdrægur á bragðgæði bjórsins en hann var svo sannarlega ljúffengur og með þeim betri sem ég hef smakkað. Það besta við þetta allt er að það er örugglega hægt að bæta sig fullt svo þetta verður bara betra og betra.
by Mummi
17. Apr 2013 11:34
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði
Replies: 8
Views: 15522

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Og út af því þú nefndir skunkinn, þá var þetta held ég aðallega hressileg humla angan, en mig vantar reynslu og samanburð til að vita hvort skúnkurinn hafi verið viðstaddur eður ei. Ef þetta var smá skunkur þá þakka ég fyrir ábendinguna við að losna við hann.
by Mummi
17. Apr 2013 11:30
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði
Replies: 8
Views: 15522

Re: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Já, ég er allavega hressilega gáttaður á gæðunum miðað við allskonar "klúður". Ætla að halda áfram að reyna vanda mig á öllum stigum og lagfæra hitt og þetta (gerjunarhitastig, fleytingu, meskihitastig o.fl.) en reyna að stressa mig ekki um of því þetta verður jú alltaf (oftast?) á endanum...
by Mummi
17. Apr 2013 10:36
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði
Replies: 8
Views: 15522

Fyrsti bjórinn, (tri-centennial) nótur og miði

Jæja, mér datt í hug að fólki gæti þótt áhugavert að skoða nótur frá algjörum byrjanda frá fyrstu brugguninni. Nú getið þið sem reyndari eruð séð hversu langt þið eruð komin frá þessum fyrstu skrefum. Þetta er nokkurnveginn óritskoðað og allt í belg og biðu en svona kom þetta af kúnni. Svo er hér í ...
by Mummi
17. Apr 2013 09:42
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Mummi er bruggari!
Replies: 4
Views: 6752

Re: Mummi er bruggari!

Takk fyrir kveðjurnar herramenn. Jú, 50 lítra potturinn lítur út fyrir að vera næstum jafn stór og eldavélin og það getur tekið tíma að ná upp suðu. Ég er bara með svona venjulega eldavél með fjórum keramikhellum. Það sem ég geri er að ég fer að ráðum reyndra manna hér ( Bergrisi / Rúnar held ég að ...
by Mummi
16. Apr 2013 14:38
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Mummi er bruggari!
Replies: 4
Views: 6752

Mummi er bruggari!

Sæl öll, Ég heiti Mummi og er nýbyrjaður í brugginu (28. mars á þessu ári). Ég er ekki alveg viss hvernig ég fór að fá áhuga á þessu en ég er mikill dellumaður að eðlisfari og er t.d. áhugamaður um eldhúshnífa, matargerð, axir, veiði, kaffilögun o.fl. dót sem hægt er að skoða á netinu. Það getur sam...