Við gleðjumst yfir því að dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram drög að stjórnarfrumvarpi í samráðsgátt um að framleiðsla á léttu áfengi til einkaneyslu verði gerð lögleg. Lýsing á frumvarpinu talar beint inn í okkar hóp og tekur Fágun undir þetta frumvarp heilshugar enda er einn helsti tilgangur félagsins, skv. lögum okkar, að fá þessa lagabreytingu í gegn. Það sem er lykilatriði í þetta skiptið, sem við trúum að gæti gert gæfumuninn, er að þarna er ekki verið að blanda inn auknu aðgengi að áfengi enda breytist það ekki við þessa lagabreytingu og er slagur annarra en okkar. Hér er verið að aðlaga löngu úrhelt orðalag áfengislaga að raunveruleikanum og að þeim löndum sem við viljum bera okkur við, með því að gera greinarmun á framleiðslu í atvinnuskyni og til einkaneyslu. Þetta setur heimabrugg loksins löglega og réttilega á stall með annarri matargerð eins og sultun og súrsun, eins og hún hefur eflaust verið í hugum fólks frá landnámi."Frumvarpið felur í sér afnám við banni á framleiðslu áfengis til einkaneyslu á áfengi sem inniheldur ekki meira en 21% af hreinum vínanda að rúmmáli. Samkvæmt framangreindu er lagt til að ekki verði lengur refsivert fyrir einstaklinga að framleiða áfengi, að því gefnu að framleiðslan sé einungis til einkaneyslu og að ekki sé um að ræða framleiðslu á sterku áfengi. Þá verði framleiðsla á áfengi til einkaneyslu, með framangreindum hætti, ekki heldur leyfisskyld ólíkt framleiðslu í atvinnuskyni sem ætluð er til sölu og dreifingar.Við gerð frumvarpsins var meðal annars horft til lagasetningar annars staðar á Norðurlöndunum þar sem almennt er heimilt að framleiða áfengi til einkaneyslu ef áfengið inniheldur ekki meira en 22% af hreinum vínanda að rúmmáli.Á undanförnum árum hefur orðið til rík menning heimabruggunar, þá sérstaklega á bjór, samhliða vexti handverksbrugghúsa, sem starfa um land allt. Félög hafa verið stofnuð utan um heimabruggun áfengis til einkaneyslu, námskeið um slíka bruggun hafa verið auglýst opinberlega og almenn umræða átt sér stað fyrir opnum tjöldum um athæfið. Almenningur virðist lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu feli í sér refsiverðan verknað, sem bendir til þess að réttarvitund almennings kunni að vera á skjön við hið lögfesta og fortakslausa bann í 4. gr. áfengislaga. Með vísan til framangreinds er talið tímabært að aflétta banni við framleiðslu áfengis til einkaneyslu og heimila slíka framleiðslu upp að ákveðnu marki.Frumvarpið er ekki talið vera andstætt þeirri stefnu sem ríkt hefur um áfengismálefni hér á landi. Sem fyrr segir þá er framleiðsla áfengis til einkaneyslu víða stunduð á Íslandi þrátt fyrir gildandi bann og því ófyrirséð hvort slík framleiðsla muni aukast verði bannið afnumið. Umrætt bann virðist hafa takmörkuð varnaðaráhrif í dag.Vonandi gengur þetta eftir og þá verður skálað (löglega😜)! samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3440#advices... Skoða meiraSkoða mina
það er rífandi gangur í okkur í dag og Fágunarfjölskyldan er alltaf að stækka. Fyrir komandi starfsár bættust Og Natúra og Húsavík öl í hóp okkar allra bestu velunnara, en það eru staðir sem veita Fágunarfólki frábæran afslátt. Nánari upplýsingar um öll afsláttarkjörin má finna á heimasíðunni okkar og þar má líka skrá sig í félagið. Það eru langt í frá öll hjá okkur sem eru í því að brugga heldur er líka mikið um almennt bjóráhugafólk, sem er að sjálfsögðu velkomið í hópinn líka: fagun.is/stadur-afslattur/... Skoða meiraSkoða mina
er ekki bara best að halda hitting? Riggum upp í léttan mánaðarhitting á Session næstkomandi miðvikudag frá kl. 19-20.30. Hægt að gleðjast yfir góðum bjór, hvort sem fólk er í félaginu eða ekki. Nýkjörin stjórn verður á svæðinu með útfyllt félagsskírteini fyrir öll sem hafa gengið frá greiðslu í gegnum heimasíðuna okkar. Þar má lesa allt um einstaklega hagstæð kjör sem við njótum hjá flestum af bestu brugghúsum og bjórstöðum landsins og þótt víðar væri leitað. Sjáumst frískhumluð. fagun.is/registration/-stjórnin ... Skoða meiraSkoða mina