Fágun félagið

5.000 kr.

Fágun, félag áhugafólks um gerjun er áhugafélag um hvers konar gerjun sem hittist fyrsta hvers mánaðar á sérvöldum bjórbar eða brugghúsi á höfuðborgarsvæðinu. Nánar um það í viðburðunum okkar (Events) hér á síðunni. Félagið heldur einnig úti spjallborði félagsins á fágun.is þar sem finna má ýmsan fróðleik og uppskriftir.

Aðildinni fylgja ýmsir höfðinglegir afslættir á öllum betri bjórbörum og brugghúsum bæjarins. Áhugafólk um heimagerjun af öllu tagi sérstaklega velkomið og nýtast mánaðarlegu fundirnir vel til að bera saman bækur sínar og fá góð ráð. Almennt áhugafólk um bætta bjórmenningu er að sjálfsögðu líka velkomið og öll eru velkomin á fundina til að taka þátt í góðu spjalli yfir góðum bjór. Nánari upplýsingar og fyrirspurnir er hægt að senda í skilaboðum og verður svarað við fyrsta tækifæri. Froða góð, stjórnin.

Allur réttur áskilinn Fágun.