Page 1 of 1

Nýjar Græjur (50L)

Posted: 13. Jun 2010 10:04
by Braumeister
Jæja, þetta vindur víst upp á sig...

Var að redda mér nýjum græjum fyrir 50L.

Image
Keypti einhvern einangraðan 38L súpupott á Ebay. Hann tapar ekki gráðu yfir meskinguna, en er helst til lítill til að ná 50-55L af virti í tveim skolunum.

Image
Skrúfaði T-Stykki inn í hann fyrir stálmöskvaleiðsluna (steel braid)

Image
Frumraunin: Hveitibjór. Í pottinum fyrir neðan er ég að hita vatn í 70L potti, einnig frá Ebay

Image
Er að hita skolvatnið í gamla pottinum á meðan meskingu stendur. Þessi pottur er of lítill fyrir það magn af skolvatni sem ég þarf (Sér einhver hvar BIAB pokar lágu stundum vikum saman????)

Image
Bullandi suða í gangi. Brennarinn er 10 KW og hámar í sig kíló af gasi á klukkustund.

Þetta kæli ég yfir nótt og gerja í tveim 30L plastfötum.

Þekkir einhver eðlisrúmmál fullmettaðs malts?

Re: Nýjar Græjur (50L)

Posted: 15. Jun 2010 18:58
by BeerMeph
Leysni maltósa er 1,080 g/ml (við 20°C) en svona maltwört er nátturuleg ekki bara eingöngu maltósi heldur flóknari sykrur og prótein þannig að það fer líklegast eftir hvernig meskingunni er háttað og gerð maltsins sem er mismunandi.

Re: Nýjar Græjur (50L)

Posted: 15. Jun 2010 20:21
by Braumeister
Takk fyrir þetta.

Ég hefði kanski átt að segja hvað ég vildi reikna...

Mig langar til að reikna út það vatnsmagn sem ég þarf til að smekkfylla meskikerið miðað við það magn af malti sem er í því hverju sinni. (td. 9 kg af malti og X lítrar af vatni = 38 L)

Meskikerið er eiginlega of lítið og svona gæti ég sloppið við að skola í þriðja skipti en samt hitt á rétt hitastig.

Re: Nýjar Græjur (50L)

Posted: 15. Jun 2010 20:45
by sigurdur
Þú getur notað meskirúmmálsreiknivélina Can I mash it?
(hún er þarna neðarlega á síðunni)
Eina sem að þú þarft að gera til að finna út lítrarúmmálið er að slá inn þyngdina í kg, slá inn vatn/korn hlutfallið og velja metric.
Í þínu dæmi þá er 9 kíló af korni með 3.5 lítrum per kíló samtals 37,5 lítrar.

Re: Nýjar Græjur (50L)

Posted: 16. Jun 2010 06:32
by Braumeister
Takk, nákvæmlega það sem ég var að leita að.

Ég prófa þetta um helgina.

Re: Nýjar Græjur (50L)

Posted: 16. Jun 2010 08:43
by sigurdur
http://www.howtobrew.com/section3/chapter14-6.html" onclick="window.open(this.href);return false; <-- þetta er ágætur pistill til að lesa um sterkjubreytingu og vatnsmagn.

Re: Nýjar Græjur (50L)

Posted: 17. Jun 2010 06:27
by Braumeister
Takk.

Ég var búinn að lesa mér til um þetta.

En svona til samanburðar þá gera Þjóðverjarnir þetta aðeins öðruvísi og skilja að á milli ljósra og dökkra bjóra:

Meskivatn:
Ljósir bjórar: 4-5 l/kg
Dökkir bjórar: 3-4 l/kg

Skolvatn:
Ljósir bjórar: 3 l/kg
Dökkir bjórar: 4 l/kg

(Þumalputtaregla fyrir 12 Plato bjór, hlutfallinu milli meski og skolvatns er svo breytt eftir OG)

Áferðina á bjórnum stilla þeir svo af með þrepameskingunni, sem hver og einn einasti heimabruggari gerir af mikilli natni í eins niðursuðupotti.