Page 3 of 4

Re: Epplavín

Posted: 5. Nov 2009 17:57
by Geiri
hrafnkell wrote:
Geiri wrote:Veit annars einhver um góða síðu til að læra á sykurflotmæla?

Ég er alls ekki með þetta á hreinu... Hvað segir þetta ykkur?
1.002 eða svo myndi ég halda?
Takk fyrir svarið :)

Og hvað þíðir það? segir þetta til um alc%


Svoo annað sem ég tel mig hafa gleymt að gera :) Gerstop

Þurfti ég ekki að setja það í??

Re: Epplavín

Posted: 5. Nov 2009 18:32
by hrafnkell
Geiri wrote:
hrafnkell wrote:
Geiri wrote:Veit annars einhver um góða síðu til að læra á sykurflotmæla?

Ég er alls ekki með þetta á hreinu... Hvað segir þetta ykkur?
1.002 eða svo myndi ég halda?
Takk fyrir svarið :)

Og hvað þíðir það? segir þetta til um alc%


Svoo annað sem ég tel mig hafa gleymt að gera :) Gerstop

Þurfti ég ekki að setja það í??

Segir til um alkahól % ef þú veist hvað flotvogin sagði fyrir gerjun. Ég veit ekki með gerstop, það verður einhver annar að fræða þig um það.

Re: Epplavín

Posted: 5. Nov 2009 21:25
by sigurdur
Ætlarðu ekki að leyfa þessu að verða þurrara?
Hvað er þetta búið að liggja lengi?
Þú þarft ekki nauðsynlega gerstopp nema þú ætlir að gera vínið sætara með gerjanlegum sykrum og vilt ekki að þær gerjist.

Re: Epplavín

Posted: 6. Nov 2009 00:29
by Idle
Komið niður í 1.002, þá er nú heldur lítið eftir af sykri, og gerist ekki mikið þurrara.

Held að þú hafir enga þörf fyrir gerstopp, nema þú viljir tryggja að engin kolsýring eigi sér stað þegar vínið er komið í flöskur.

Re: Epplavín

Posted: 7. Nov 2009 16:52
by Eyvindur
Það gerist nú þurrara. Samkvæmt því sem ég hef séð geta sum vín farið niður í 0.990.

Re: Epplavín

Posted: 10. Nov 2009 09:40
by ArniTh
Ein pæling. Ég sá einhverstaðar að hvítvín væri gert sætara með því að setja gerstopp í það og bæta svo meiri vínberjasýrópi í eftirá. Myndi það virka (og meika sense) að setja meiri sykur í eplavínið, fá hærri áfengisprósentu og setja gerstopp í það og einfaldlega bæta eplasafa í eftirá?

Bara pæling.

Re: Epplavín

Posted: 10. Nov 2009 09:47
by sigurdur
ArniTh, skoðaðu þessa Ciderbock uppskrift.

Re: Epplavín

Posted: 10. Nov 2009 09:54
by ArniTh
Þakka þér fyrir þetta Sigurður, nákvæmlega það sem ég var að hugsa.

Hefur þú prufað þessa uppskrift? Er þetta over-kill í sætu?

Re: Epplavín

Posted: 10. Nov 2009 10:06
by sigurdur
Nei, ég hef ekki prófað þetta. Hinsvegar þá langar mig að prófa að gera þetta á næsta ári.

Re: Epplavín

Posted: 10. Nov 2009 11:40
by kristfin
ég gerði svona tilbrigði um daginn
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=388" onclick="window.open(this.href);return false;

það endaði í 1.010 og ég smellti því í glerflösku. ætla að gefa því einn mánuð þar áður en það fer á flösku.

fint bragð, millisætt, malt og apríkósur. verður flott á bragðið

Re: Epplavín

Posted: 11. Nov 2009 18:08
by Hlynur
Oli wrote:Nei bara komnar 2 vikur, ætla að skoða þetta eftir 2 í viðbót ca
Hvernig kom svo púðursykurinn út ?

Re: Epplavín

Posted: 11. Nov 2009 20:42
by Oli
Hlynur wrote:
Oli wrote:Nei bara komnar 2 vikur, ætla að skoða þetta eftir 2 í viðbót ca
Hvernig kom svo púðursykurinn út ?
Ég fann ekkert fyrir púðursykrinum í bragði. Eplavínið er orðið vel þurrt og líkist mest bragðmiklu hvítvíni. Ég notaði vínger úr ámunni sem kom ekki vel út, finn ansi mikið gerbragð af þessu. Næst nota ég montrachet ger og dextrosa. Ef þú ætlar að nota púðursykur prófaðu þá dökkan frekar, gefur kannski meira bragð.
Líklega best að láta þetta gerjast í mánuð og geyma í secondary 1-2 mánuði, láta svo þroskast í flöskum í lengri tíma.

Re: Epplavín

Posted: 11. Nov 2009 21:28
by sigurdur
Ég tók smökkun um daginn, en þá var vínið búið að vera í gerjun í mánuð.
Mælingin var 1.002.
Ég notaði dökkan púðursykur (1kg í 24 lítra), og hvorki liturinn né bragðið af sykrinum skilaði sér í vínið (a.m.k. enn um sinn)
Annars segja flestir að þetta verður mjög gott eftir 6 mánuði.

Re: Epplavín

Posted: 11. Nov 2009 23:02
by ArniTh
Jæja, nú lét ég loksins verða af því að skella í smá vín. Ég setti 500g af dextrosa og um 200g af hunangi.

Ég klikkaði á því að taka OG mælingu en fattaði það eftir að ég var búinn að hella gerinu og gernæringu útí löginn. Ég tók mælinguna samt sem áður og fékk út 1049. Er það ekki frekar lágt? Gæti gerið eða næringin haft áhrif á þetta?

Re: Epplavín

Posted: 11. Nov 2009 23:07
by sigurdur
Gerið og næringin eiga ekki að hafa nein áhrif á þessa mælingu.
1.049 verður ágætis léttvín ;)
Þú getur bætt sykri út í ef þú vilt fá eitthvað sterkara, en annars þá kallaru þetta bara Cider (og lætur þetta verða kolsýrt).

Re: Epplavín

Posted: 11. Nov 2009 23:20
by ArniTh
Ég hljóp til og bætti meiri sykri í og fékk þetta uppí 1050. Ein pæling samt. Ég setti þá c.a 600g af dextrosa og 200g af hunangi en endaði í 1051... á meðan Hjalti setti upphaflega bara 500g af dextrosa í jafn mikinn safa og endaði í 1055. Getur þetta staðist?

Re: Epplavín

Posted: 12. Nov 2009 08:20
by kristfin
það held ég ekki.

ég setti svona 200gr af hunangi og 500gr sykur og það varð alveg skrjáfþurt, 1.000, og svona 8%. kílo er alveg lágmark í þetta af dex

Re: Epplavín

Posted: 12. Nov 2009 09:59
by ArniTh
@Kristfin

Ég er ekki alveg að skilja svarið þitt. Ertu að meina að þú hefðir átt setja meiri sykur en þú gerðir?
Verður þetta þurrara við meiri sykur?


OG-ið mitt er 1051 og OG-ið hjá Hjlata var 1055 með talsvert minni sætu.

Re: Epplavín

Posted: 12. Nov 2009 12:56
by kristfin
orginal uppskriftin frá edwort er með 1kg dextrosa og 5 gal (19 lítra) af eplasafa.
það gerir vín sem er mjög þurrt, 0.990-1.000 og svona 8%abv

mér finnst það aðeins of þurrt. allavega með bónussafanum verður það soldið súrt. eftir 1 glas er ég reyndar orðinn góður og get drukkið meira. það líka batnar rosalega með tímanum, allt annað vín eftir 2 mánuði á flöskum.

síðast gerði ég þetta svona,

Code: Select all

Recipe: Sykursprengjuepplavín
Brewer: Kristján Þór Finnsson
Asst Brewer: 
Style: Applewine
TYPE: Extract
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
26 L      
OG=1,110
FG=1,010
ABV=13%

Amount        Item                                      Type         % or IBU      
24,00 kg      Epplasafi (3,0 SRM)                       Extract      85,08 %       
0,91 kg       Community Malt (17,5 SRM)                 Extract      3,22 %        
1,30 kg       Honey (1,0 SRM)                           Sugar        4,61 %        
1,00 kg       Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)          Sugar        3,55 %        
0,50 kg       Brown Sugar, Dark (50,0 SRM)              Sugar        1,77 %        
0,50 kg       Flórsykur (0,0 SRM)                       Sugar        1,77 %        
1 Pkgs        Lalvin EC-1118 (Lallemand - Lalvin #EC-111Yeast-Wine                 
þetta vín endaði í 1,010 sem er svona millisætt. er líka soldið maltað, heil veisla af bragði.

meiri sykur því sætara verður það.

minni sykur því þurrara.

en ef maður notar dextrosa, þá er þetta svo auðgerjanlegt að það verður mjög þurrt. ef maður vill það sætara, þá eru nokkrar leiðir:
1) nota öl ger, 18l/1kg dex og s04 tippa ég á að mundi enda í 5-6% og svona 1,010
2) nota öl ger, 18l/1,5kg dex og us05 tippa ég á að mundi enda í 7-8% og svona 1,010
3) smella gerstoppi í þegar vínið er þar sem maður vill og sæta það

ég vildi fá þetta sætt og sterkt því ég tek hluta af því og er að prófa að frysta og búa til eppla port

Re: Epplavín

Posted: 16. Nov 2009 16:04
by ArniTh
Ég sé að Hjalti notaði "pakka af víngeri úr Ámunni" en upphaflega upskriftin tekur fram Montrachet vínger. Flestar útfærslur af upphaflegu uppskriftinni sem ég fann tala líka um Montrachet vínger. Nú er ég frekar nýr í brugginu. Skiptir gerið miklu máli fyrir bragðið?

Re: Epplavín

Posted: 16. Nov 2009 16:31
by kristfin
ef þú notar ölgerið þá færðu mismunandi bragð sem er auðfinnanlegt.

með víngerið, þá er kannski ekki rosalegur bragðmunur, en það er munur hvað þau éta mikinn sykur. kampavínsgerið kemst uppí 15-16%, "venjulegt" vínger upp í svona 10-12.

notaðu bara vínger og legðu í. ekki pæla svona mikið.

Re: Epplavín

Posted: 16. Nov 2009 17:18
by ArniTh
Haha, takk fyrir svarið. Hættur að hugsa :beer:

Re: Epplavín

Posted: 4. Jan 2011 21:30
by Maddi
kristfin wrote:orginal uppskriftin frá edwort er með 1kg dextrosa og 5 gal (19 lítra) af eplasafa.
það gerir vín sem er mjög þurrt, 0.990-1.000 og svona 8%abv

mér finnst það aðeins of þurrt. allavega með bónussafanum verður það soldið súrt. eftir 1 glas er ég reyndar orðinn góður og get drukkið meira. það líka batnar rosalega með tímanum, allt annað vín eftir 2 mánuði á flöskum.

síðast gerði ég þetta svona,

Code: Select all

Recipe: Sykursprengjuepplavín
Brewer: Kristján Þór Finnsson
Asst Brewer: 
Style: Applewine
TYPE: Extract
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
26 L      
OG=1,110
FG=1,010
ABV=13%

Amount        Item                                      Type         % or IBU      
24,00 kg      Epplasafi (3,0 SRM)                       Extract      85,08 %       
0,91 kg       Community Malt (17,5 SRM)                 Extract      3,22 %        
1,30 kg       Honey (1,0 SRM)                           Sugar        4,61 %        
1,00 kg       Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)          Sugar        3,55 %        
0,50 kg       Brown Sugar, Dark (50,0 SRM)              Sugar        1,77 %        
0,50 kg       Flórsykur (0,0 SRM)                       Sugar        1,77 %        
1 Pkgs        Lalvin EC-1118 (Lallemand - Lalvin #EC-111Yeast-Wine                 
þetta vín endaði í 1,010 sem er svona millisætt. er líka soldið maltað, heil veisla af bragði.

meiri sykur því sætara verður það.

minni sykur því þurrara.

en ef maður notar dextrosa, þá er þetta svo auðgerjanlegt að það verður mjög þurrt. ef maður vill það sætara, þá eru nokkrar leiðir:
1) nota öl ger, 18l/1kg dex og s04 tippa ég á að mundi enda í 5-6% og svona 1,010
2) nota öl ger, 18l/1,5kg dex og us05 tippa ég á að mundi enda í 7-8% og svona 1,010
3) smella gerstoppi í þegar vínið er þar sem maður vill og sæta það

ég vildi fá þetta sætt og sterkt því ég tek hluta af því og er að prófa að frysta og búa til eppla port
Smá bömp hérna..
Ertu sæmilega sáttur við útkomuna á þessu víni? Hversu áfengt var það heldurðu?
Ég er búinn að kaupa mér 25ltr af eplasafa og var að hugsa um að leggja í, þessi uppskrift hljómar ekki illa.

Re: Epplavín

Posted: 4. Jan 2011 23:04
by kristfin
þetta var ekki alveg að gera sig. varð of sætt og flókið bragð.

ég mundi frekar nota orginal uppskriftina með eplsafa, sykur og ger. bæta smá gernæringu við samt. nota kampvíns eða hvítvínsger.

gerja í mánuð, umhella og annan mánuð á kút. síðan á flöskur og fínt vín eftir 6 mánuði.

þetta er ágætis vín, en það tekur tíma. ég á svon freyðivín sem ég drakk um jólin og er mjög fínt, en það var orðið ársgamalt.

Re: Epplavín

Posted: 5. Jan 2011 18:29
by Maddi
Stórfínt, ég geri það.
Fæst þetta lalvin ec-1118 einhversstaðar annars staðar en í Ámunni? Það er kampavínsger er það ekki?
Sýndist það vera búið.
Hvernig kolsýrið þið þetta? Korkurinn skýst væntanlega út ef maður bætir sykri við áður en maður hendir þessu á flöskur...
Langaði þá að splitta þessu kannski í tvennt og kolsýra helminginn.