Page 1 of 4

Epplavín

Posted: 21. May 2009 12:42
by Hjalti
Sælir

Ég held ég hafi póstað þessu á gömlu síðunni... en vegna þess að hann Öli var að biðja um þetta í sjálfskynningarspjallinu þá datt mér í hug að smella þessu hérna inn.

Grunnurinn að þessari hugmynd er EdWorts Apfelwein Sjá link http://www.homebrewtalk.com/f25/man-i-l ... ein-14860/

Ég breytti þessari uppskrift til að passa fyrir íslenskar aðstæður og tók smá bragð tékk á íslensku epplasöfunum og endaði á því að Bónus epplasafinn er sennilega sá sem hentaði best í þetta. Það eru örugglega til hellingur af rökum gegn því en þeir taka engin viðbætt efni fram á fernunum hjá sér og mér fynnst hann nú bara svona eðlilegastur af þessum söfum sem hægt er að versla í kringum 100-250 kr líterinn.

Ég keypti s.s. 25 L af bónus epplasafa og standard Vínger og dextrósa í Ámunni.

25L af eppladjúsnum sett út í bruggfötu, myndi samt mæla með að setja þetta í gler carboy bara vegna þess að þá sérðu betur hvernig þetta gengur alltsaman.
500g af Dextrósa blandað samanvið jafn þétt svo að hann leysist vel upp
1 Pakki vínger úr ámunni.

Svo er þetta látið standa í góðar 4-8 vikur eða þangað til að þetta er orðið almennilega tært. Ég tók þetta eftir 4 og ég verð að játa að þetta hefði mátt vera í góðar 4 í viðbót bara til þess að losna við ýmis viðbótar brögð og svona sem koma með þroskunnini.

Annað sem ég myndi mæla með til að losna við "Sýruna" úr Dextrósanum er að nota hunang eða dökkan sykur í staðinn fyrir Dextrósan. Þá held ég að þú fáir aðeins skemtilegri lit á vínið en þú færð örugglega skemmtilegra bragð.

OG er rétt yfir 1055
FG er 998-1001
Þannig að þetta gerjast frekar þurt.

Það er hægt að bæta við sætu eftirá ef maður fílar ekki svona þur vín en mér fynnst þetta mikil snilld í háu glasi með klaka í smá sumarfíling. En þetta er rétt yfir 8% á styrkleika þannig að maður verður að fara með smá gát með þetta :)

Þetta kostar allt í allt ca. 3000 kall með sykrinum, djúsinum og gerinu og er alveg þess virði að prufa segi ég!

Re: Epplavín

Posted: 21. May 2009 22:32
by Oli
Ég setti í 12 lítra af þessu um daginn,....fyrir konuna sko :) Notaði ljósan púðursykur í stað dextrósa

Re: Epplavín

Posted: 21. May 2009 22:40
by Hjalti
Hvaða safa notaðir þú?

Re: Epplavín

Posted: 21. May 2009 23:20
by Oli
Bónus eplasafa :D

Re: Epplavín

Posted: 21. May 2009 23:28
by Hjalti
Ertu búinn að smakka?

Re: Epplavín

Posted: 21. May 2009 23:33
by Oli
Nei bara komnar 2 vikur, ætla að skoða þetta eftir 2 í viðbót ca

Re: Epplavín

Posted: 21. May 2009 23:34
by Hjalti
Mæli með að gefa þessu frekar lengri tíma en styttri tíma. Virkilega þess virði skilst mér.

Ekki óalgengt að þeir leyfi þessu að dúsa í lengur en 8 vikur til að bíða eftir að þetta verði tært.

Re: Epplavín

Posted: 23. May 2009 01:17
by Hjalti
Var að drekka þetta í kvöld og ég verð að segja... því lengra því betra.... Myndi segja að 6 mánuðir frá byrjun til afnots sé alveg fullkominn tími.

Þá er þetta orðið vel præmað og allt flott til afnota með smá klaka. Mjög flott svona í staðinn fyrir bjór eða hvítvín með mat.

Mikil snilld.

Re: Epplavín

Posted: 23. May 2009 10:30
by halldor
Hjalti wrote:Var að drekka þetta í kvöld og ég verð að segja... því lengra því betra.... Myndi segja að 6 mánuðir frá byrjun til afnots sé alveg fullkominn tími.

Þá er þetta orðið vel præmað og allt flott til afnota með smá klaka. Mjög flott svona í staðinn fyrir bjór eða hvítvín með mat.

Mikil snilld.
6 mánuðir? Átti þetta nokkuð að vera 6 vikur?
Hversu langt er síðan þú lagðir í þetta?

Re: Epplavín

Posted: 23. May 2009 12:11
by Hjalti
Fyrst 6 vikur í tunnuni og svo 4-5 mánuði á flösku.

Þá fyrst er þetta greinilega orðið massíft.

Setti í þetta í byrjun Mars og þetta hefur bara farið batnandi síðan. Giska að þetta verði orðið 100% um verslunarmannahelgina sem hljómar nú ekkert rosalega ílla :)

Re: Epplavín

Posted: 26. May 2009 02:12
by Haraldur Helgi
Þetta er magnað! Hugsa að ég skelli í svona strax á morgun!

En hinsvegar er ein pæling, getur það ekki skemmt fyrir ef maður er með hita í gólfi? Ég hlýt að þurfa að geyma þetta uppí hillu eða á einhverjum betri stað...

Re: Epplavín

Posted: 26. May 2009 07:48
by Hjalti
Minnir að þetta gerjist ágætlega alveg frá 18 - 25 gráður. Þannig að það fer alveg etfir hversu mikill hiti þetta er.

Annars bara setja þetta upp á lítinn trépall eða eithvað. Einangra þannig frá gólfinu.

Re: Epplavín

Posted: 26. May 2009 08:43
by Eyvindur
Ég er með hita í gólfinu, og jú, það getur verið verra. Ég reddaði mér bara pallettu sem ég hef þetta dót ofan á. Kannski ekki best í íbúð samt (þetta er í skúrnum mínum). Þá gæti verið betra að finna hillu eða skáp sem hentar...

Re: Epplavín

Posted: 3. Jun 2009 23:55
by Ragnar Simm
Eins og ég var búinn að minnast á í kynningarþræðinum hans Hjalta þá prófuðum við félagarnir þetta með góðum árangri. En hvernig er það, hefurðu látið þetta kolsýrast?

Við prófuðum bæði, kom alveg ótrúlega vel út. Ég á satt best að segja erfitt með gera upp á milli hvort mér finnst þetta betra með eða án kolsýrunnar.

Re: Epplavín

Posted: 4. Jun 2009 08:11
by Hjalti
Ég kolsýraði þetta... verður svona eins og þurt cider.... mér fynnst þetta algert æði allavega :)

Re: Epplavín

Posted: 4. Jun 2009 16:43
by Andri
Hjalti nefndi við mig að það kemur vond lykt úr gerjuninni, ég veit ekki alveg hvort ég þori að leggja í þetta strax þar sem ég er ekki með það góða aðstöðu hér...
dauðlangar í apfelwein, slefaði yfir þessu þegar ég las þessa grein hans EdWorts á homebrewtalk fyrir einhverjum mánuði.
ég er að pæla í að leggja í 3 lítil ílát og nota mismunandi ger í þetta.

Re: Epplavín

Posted: 21. Jun 2009 19:49
by Valuro
Ef ég ætla að nota hunang í staðin fyrir dextrósan, er það þá sama magn af hungangi ?

og annað í hinni uppskriftinni stendur 2 pounds af dextrosa, en hjá þér bara 500gr hversvegna er það ?

Re: Epplavín

Posted: 10. Aug 2009 14:00
by kristfin
ég var að pæla í að smella í eina svona fötu.

á maður að nota púðursykur eða hunang eða eitthvað annað fyrir dextrosann?

síðan eru misvísandi tölur um sykur í ensku og íslensku uppskriftinni. hvort er rétt?

Re: Epplavín

Posted: 10. Aug 2009 14:56
by Hjalti
Ekkert rétt eða rangt í þessu fynnst mér.

Sykurmagnið segir í raun bara til um hversu mikið áfengi þú villt fá.

Ég setti 500 g dextrósu og fékk 7.5% áfengi. Áfengið hefði poppað yfir 8% ef ég hefði sett meira og þetta hefði örugglega orðið aðeins súrara á bragðið.

Bara smekksatriði hversu sterkt þú villt hafa þetta.

Re: Epplavín

Posted: 17. Aug 2009 23:04
by kristfin
ég setti í eina flösku af eplavíni.

25 lítrar af brassa (var ekki til bónussafi)
200 grömm hunang
500 grömm dextrosi
bréf af víngeri úr ámunni.

flaskan er komin á góðan stað og verður þar væntanlega næstu 4-8 vikur.

ég gerði þetta eftir minni og mér fannst endilega að uppskriftin hefði verið með 600 grömm af sykri. ég vona að ég hafi ekki fokkað þessu upp með of miklum sykri :(

Re: Epplavín

Posted: 17. Aug 2009 23:20
by Valuro
Allveg örugglega ekki, Ég var að gera svona í dag þar sem ég notaði 1kg af hunangi.

Re: Epplavín

Posted: 17. Aug 2009 23:25
by kristfin
ég fann reyndar sykurflotvog í gamla dótinu mínu. vildi bara ekki vera svekkja mig á því.

annars notaði ég nú helling af sykri í den. þá var maður með í hverja 5 lítra, 1kg sykur, 1lítra af appelsínusafa, nokkur eppli eða ananas, gernæringu og ger. þá var ekkert net, maður prófaði sig bara áfram. þetta svínvirkaði.

Re: Epplavín

Posted: 18. Aug 2009 17:08
by Andri
sykurinn hefur hækkað áfengisprósentuna um hvað... 10-11%?

Re: Epplavín

Posted: 18. Aug 2009 17:48
by kristfin
ég fann ekki mælinn fyrr en eftir að þetta var komið í brúsa.

læt þetta koma mér á óvart

Re: Epplavín

Posted: 5. Sep 2009 02:04
by ElliV
Hef gert nokkrar tilraunir með epplasafa og oft lent í vændræðum með h2s (brennisteinsvetni) sem lyktar ekki mjög vel og bragðast enn verr.
Kallað "rotten egg smell "en hef aldrei fundið vonda lykt af eggjunum í ísskápnum mínum

það er hægt að ná því úr með kopar ef maður gerir það nógu snemma en annars fer það í felur í nokkrar vikur eða mánuði en kemur framm aftur og gerir vínið algjörlega ódrekkandi

Ástæðan er að eplabædur úða tréin með brennisteins´samböndum til að koma í veg fyrir að myndist mygla á ávöxtunum og þessi efni fylgja með í fernunum.
Gerið tekur brennisteinin og bindur hann við vetni og úr verður þessi ljómandi holræsa,yldu,hvera,ólikt sem erfitt er að losna við.

Það er alveg hægt að gera gott vín úr eplasafa en það þarf oftast MIKLA næringu í gerjunni og kopar trít strax á eftir.