Page 1 of 1
IPA á pilsner malti
Posted: 9. Jun 2010 12:23
by kalli
Ég er að spá í að gera IPA með pilsner malt sem grunn malt. Mest til að fá bjór með meiri áherslu á humlana og meiri sumar bjór. Er einhver sem hefur prófað það og með hvaða árangri?
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 9. Jun 2010 15:41
by kristfin
þá ættirðu að leita í smiðju belgana.
ég er búinn að búa til bjóra úr nær 80% pilsner og svona 5-10% sykri, í saison stíl og síðan korval bjórinn.
ég held að málið sé að fikra sig nær burton vatni, meskja frekar lágt til að fá styrk og burton lyftir upp humlunum
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 13:46
by kalli
Ég las einhversstaðar að það gæti verið brauðbragð af svona miklu pilsner malti. Hefur þú lent í því?
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 14:33
by Eyvindur
Lent í því? Það telst ekki vera galli. "Bready" er hugtak sem er notað til að lýsa þessum góða maltkarakter sem pilsnermaltið gefur.
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 15:30
by kalli
Eyvindur wrote:Lent í því? Það telst ekki vera galli. "Bready" er hugtak sem er notað til að lýsa þessum góða maltkarakter sem pilsnermaltið gefur.
Fínt, ég er spenntur fyrir að prófa þetta

Hafið þið prófað IPA á Pilsner malti og voruð þið ánægðir?
Ég er að spá í:
64% pilsner malt
26% pale malt
6,4% munich malt og
3,6% caramunich malt
Varðandi ger, þá er ég að spá í S-33, US-05 eða S-04. Hafið þið betri uppástungur?
Þá ætla ég að nota Centennial humla í suðunni og svo Styrian sem dry-hops. Skoðanir á því ...?
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 15:41
by Eyvindur
Þetta lítur vel út, en ég veit reyndar ekki hversu mikið 6,4% af Munich gerir fyrir þetta.
Ég myndi nota Centennial sem dry-hop, persónulega. Veit ekki með að nota C-humal alla leið, en þurrhumla svo með kryddkenndum humlum af enskum uppruna. En það verður örugglega ekkert vont, samt.
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 15:48
by kalli
kristfin wrote:þá ættirðu að leita í smiðju belgana.
ég er búinn að búa til bjóra úr nær 80% pilsner og svona 5-10% sykri, í saison stíl og síðan korval bjórinn.
ég held að málið sé að fikra sig nær burton vatni, meskja frekar lágt til að fá styrk og burton lyftir upp humlunum
Ég var að kíkja á vatnið og telst til að til að breyta vatninu í Burton vatn þurfi ég 4g kalk, 5,3g bökunarsóda, 11g epsom salt og 25g gifs í 25L batch. Hljómar það sennilega? Ég hitti ekki prófílinn nákvæmlega en kemst nálægt.
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 20:21
by kristfin
þessar tölur líta soldið stórar út
5g epsom og 5g kalk er eins og ég hefi stillt vatnð í kópavogi, 40 lítra, fyrir burton vatn, sem er svona klassískt ipa.
ég mæli hinsvegar með því að sjóða í amk 90 mínútur til að losna við minnka dms (bready, corny) bragðið.
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 22:10
by halldor
kalli wrote:Varðandi ger, þá er ég að spá í S-33, US-05 eða S-04. Hafið þið betri uppástungur?
Þá ætla ég að nota Centennial humla í suðunni og svo Styrian sem dry-hops. Skoðanir á því ...?
US-05.... engin spurning um það
Ég er sammála Eyvindi með að Styrian eru ekki besti kosturinn þegar þú ert búinn að vera með Centennial alla suðuna. Ef þú ert að miða við Ölvisholtshumla en vilt ekki nota meira af Centennial þá myndi ég velja Cascade til að þurrhumla, en ef þú hefur ekkert á móti Centennial í þurrhumlun þá er það besti kosturinn að mínu mati.
Re: IPA á pilsner malti
Posted: 11. Jun 2010 22:27
by kalli
Takk drengir. US-05 og Centennial verður það.