Page 1 of 1

Kennitala í skráningu

Posted: 20. May 2009 23:58
by Hjalti
Ég bætti við Kennitölu í skráninguna þegar maður ætlar að vera meðlimur á spjallinu til að stoppa svona megrunarpillulið til að pósta hérna. Er búinn að eyða 4 svoleiðis notendum so far og veit ekki alveg hvað er hægt að gera til að stoppa þetta.

Allavega bið ég um Kennitölu og ætla að setja Vartölupróf á hana eins fljótt og ég get.

Tek það fram að þessi kennitala verður ALDREI notuð til neins og verður geymd dulkóðuð í grunninum. Það er ekki verið að geyma persónuupplýsingar heldur aðeins verið að reyna að staðfesta að þú sért þú þegar þú skráir þig á vefinn.

Vonandi veldur þetta engum óþægindum en ef það er einhver sem fynnst þetta slæmt þá vil ég endilega heyra það.

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 21. May 2009 08:23
by Eyvindur
Besta mál.

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 21. May 2009 09:48
by Öli
Það er ekkert CAPTCHA þegar nýr notandi er skráður - það myndi senninlega sía út pilluliðið. En kennitalan er fín líka.

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 21. May 2009 11:00
by Eyvindur
Meðan ég man... Vill einhver kaupa Herbalife?

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 21. May 2009 11:19
by Öli
Já, tekurðu við ávísun frá Paula Mohamma? Hann er prins frá Nígeríu sko, allveg öruggt.

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 21. May 2009 11:25
by Eyvindur
Hmm... Ókey, en þá verðurðu líka að kaupa typpastækkunarpakka...

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 21. May 2009 11:46
by Hjalti
Captcha komið aftur inn veit ekki alveg hvernig það datt út.

Ætla samt að halda kennitölureitinum og reyna að gera hitt til að loka örlítið betur.

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 22. May 2009 17:47
by Hjalti
Flækti Captchað, bætti inn kennitölu sem tekur bara á móti 10 tölustöfum.

Samt tveir gaurar frá bukina faso sem drulluðust inn á vefinn og reyndu að selja okkur HGH (Human Growth Hormone)

Spurning hvort maður ætti ekki bara að versla hjá þeim eða eithvað! :)

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 23. May 2009 06:51
by Andri
þeir hafa kanski séð myndina af hópnum, við erum allir eitthvað svo aumingjalegir að sjá...

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 24. May 2009 05:31
by nIceguy
Svo lengi sem þeir eru ekki að selja reðurstækkun! :)

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 24. May 2009 14:35
by Eyvindur
Hvað meinarðu... Það væri þá gagnlegt...

Re: Kennitala í skráningu

Posted: 28. May 2009 23:04
by Hjalti
Mér sýnist ég hafa átt vinningin gegn Spam Vélmennum í bili :)

Ætla að óska sjálfum mér til hamingju!

:band: