Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)
Posted: 7. Jun 2010 23:24
Jæja, nú er maður kominn skrefinu lengra í þessu hobbýi, fyrsti bjórinn minn er nefnilega kominn í flöskur. Næstum eins lélegt og það gerist, Coopers lager + Community extract, en einhvers staðar verður maður að byrja. Fáránlega lítil afföll við umfleytingar (eða að kvarðinn á fötunum er svona bandvitlaus), 21l fór á fötuna, 20,5 í secondary og af einhverri ástæðu náði ég 60 x 330ml, og hefði náð heilli flösku í viðbót, fyllti sýnisglasið í lokin og átti enn afgang. Er kominn með joðófór + autosyphon + bottling wand + flöskuskoldælu, svo þetta hefur aldrei verið svona notalegt. 35 ára gamla tappagræjan hans pabba var þó aðeins að stríða mér, en eftir að ég klíndi smá saumavélarolíu í gorminn og stimpilinn fór hún að virka mjúklega, helst til of mjúklega því hún rann þá aðeins upp eftir skaftinu og hætti um tíma að loka töppunum nógu vel. Þarf að smyrja betur og herða skrúfurnar áður en lagt verður í þetta aftur.
OG 1050, FG 1012, sem mér reiknast til að sé rétt um slétt 5%. Sýnið sem ég tók var ekki gott, en volgt og flatt, svo kannski ef ég er heppinn verður þetta ekki versti bjór sem ég hef smakkað þegar hann er orðinn kolsýrður og kaldur
En með öllum nýju leikföngunum er átöppunarferlið hætt að vera þetta pirringsfest sem það hefur verið hingað til, svo maður getur hlakkað til síðar í mánuðinum þegar von er á sendingu að utan með hráefnum í eitthvert meira alvöru góðgæti. Eina sem vantar er plássið fyrir fleiri gerjanir í einu
Myndavélin mín var voða treg til að lýsa flassinu, en ég reyndi þó að taka myndir til gamans:
Liturinn á sýninu sem ég tók:

Skreytt flaska til gamans (gleymdi víst að uppfæra prósentuna á miðanum, svo hann er aðeins ofmetinn):

Flasslaus mynd af lokunaraðstöðunni (opnar flöskur til vinstri, tapparnir í rauðu skálinni, tappalokarinn gamli, góði, og loks tómur kassi til að taka við lokuðum flöskum):

Og loks 3 kassar af vonandi verðandi drekkanlegu öli í geðveikt random flöskum:

Svo tekur væntanlega við forvitnistímabil, rétt eins og með rauðvínið, að maður er poppandi flösku í tíma og ótíma til að fyltjast með þroskunarferlinu, en maður vonar að þetta verði allavega nógu skítsæmilegt til að maður geti aðeins sparað við sig bjórinnkaupin yfir HM, dettur í 3 vikurnar rétt um það leiti sem riðlakeppnin er búin og alvörumótið tekur við
OG 1050, FG 1012, sem mér reiknast til að sé rétt um slétt 5%. Sýnið sem ég tók var ekki gott, en volgt og flatt, svo kannski ef ég er heppinn verður þetta ekki versti bjór sem ég hef smakkað þegar hann er orðinn kolsýrður og kaldur
En með öllum nýju leikföngunum er átöppunarferlið hætt að vera þetta pirringsfest sem það hefur verið hingað til, svo maður getur hlakkað til síðar í mánuðinum þegar von er á sendingu að utan með hráefnum í eitthvert meira alvöru góðgæti. Eina sem vantar er plássið fyrir fleiri gerjanir í einu
Myndavélin mín var voða treg til að lýsa flassinu, en ég reyndi þó að taka myndir til gamans:
Liturinn á sýninu sem ég tók:

Skreytt flaska til gamans (gleymdi víst að uppfæra prósentuna á miðanum, svo hann er aðeins ofmetinn):

Flasslaus mynd af lokunaraðstöðunni (opnar flöskur til vinstri, tapparnir í rauðu skálinni, tappalokarinn gamli, góði, og loks tómur kassi til að taka við lokuðum flöskum):

Og loks 3 kassar af vonandi verðandi drekkanlegu öli í geðveikt random flöskum:

Svo tekur væntanlega við forvitnistímabil, rétt eins og með rauðvínið, að maður er poppandi flösku í tíma og ótíma til að fyltjast með þroskunarferlinu, en maður vonar að þetta verði allavega nógu skítsæmilegt til að maður geti aðeins sparað við sig bjórinnkaupin yfir HM, dettur í 3 vikurnar rétt um það leiti sem riðlakeppnin er búin og alvörumótið tekur við