Page 1 of 1
Akureyringar - og aðrir gerlar búsettir á Akureyri
Posted: 7. Jun 2010 14:31
by Idle
Ég held að ég muni það rétt að ég hafi tekið eftir einhverjum Akureyringum á spjallinu. Það væri nú ekki galið að hittast yfir einum köldum einhvern næstu daga, tala nú ekki um þegar veðrið leikur svona við okkur. Stofnum Eyjafjarðardeild Fágunar í leiðinni, líkt og 4x4.

Re: Akureyringar - og aðrir gerlar búsettir á Akureyri
Posted: 7. Jun 2010 17:35
by BeerMeph
Það væri sniðugt hjá ykkur. Vildi að það væri allavega einn annar vestmannaeyja/reykvískur hér á spjallinu

Re: Akureyringar - og aðrir gerlar búsettir á Akureyri
Posted: 7. Jun 2010 22:13
by olihelgi
Hljómar vel.
Ég er klár í það og veit um a.m.k. einn annan sem að hefur áhuga á gerjun en er ekki inni á þessu spjalli.
Óli Helgi.
Re: Akureyringar - og aðrir gerlar búsettir á Akureyri
Posted: 7. Jun 2010 22:25
by ulfar
Ertu fluttur norður Idle?
Re: Akureyringar - og aðrir gerlar búsettir á Akureyri
Posted: 8. Jun 2010 10:24
by Idle
ulfar wrote:Ertu fluttur norður Idle?
Nei, er bara í sumarfríi, og þá finnst mér óskaplega notalegt að fara "heim" í svolítinn tíma.