Page 1 of 1
cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 00:54
by Höddi birkis
smá pæling, er að fara að leggja í fyrsta AG-inn og langar að prófa "ljóskuölið hanns sigurðar(idle) byggt á centennial blonde, ég er búinn að panta allt á ölvinsholt.is en finn ekki cara-pils/dextrine :/ getur einhver hjálpað mér með það???
Re: cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 01:40
by sigurdur
Ég sé það ekki, en þú getur sett maltað hveiti í staðinn bara.
Re: cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 08:46
by Höddi birkis
Takk fyrir þetta

Re: cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 12:44
by halldor
Höddi birkis wrote:smá pæling, er að fara að leggja í fyrsta AG-inn og langar að prófa "ljóskuölið hanns sigurðar(idle) byggt á centennial blonde, ég er búinn að panta allt á ölvinsholt.is en finn ekki cara-pils/dextrine :/ getur einhver hjálpað mér með það???
Crystal 10-20°L er komið í staðinn
Það gerir nánast það sama fyrir bjórinn en er talsvert dekkra 2,5°L vs. 10-20°L
Re: cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 12:56
by Höddi birkis
var einmitt að hringja upp í ÖB og hann sagði mér að þeir heðu verið að skipta um byrgja og caramel malt væri það sama og cara pils?
Re: cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 13:12
by sigurdur
Vissulega er caramel malt það sama ... nema að þegar kemur að því að það er ekki jafn óristað og cara-pils og veldur það öðruvísi bragð og lit. Nota bene, liturinn á Caramel 10-20 er í EBC en ekki Lovibond skv. brugghus.is.
Liturinn á cara-pils (3-5 EBC) er frá 1,5 SRM til 2,5 SRM.
Liturinn á Caramel 10-20 (10-20 EBC) er frá 5 SRM til 10 SRM.
Þegar liturinn er dekkri, þá má búast við að bragðið sé ekki það sama.
Hinsvegar þá held ég að sama hvað þú gerir, þú munt fá frábæran bjór úr því.
Re: cara-pils??
Posted: 4. Jun 2010 16:15
by kristfin
soldið klúður að þeir skuli ekki vera áfram með carapils í ölvisholti. þetta á eftir að valda endalausum kvíðaköstum hjá nýgræðingum í brugginu og endalausum spurningum.
Re: cara-pils??
Posted: 5. Jun 2010 18:38
by gunnarolis
Hvað vantar þig mikið af carapils? Ég á svona malt heima og get alveg séð af einhverju...
Re: cara-pils??
Posted: 5. Jun 2010 21:46
by Idle
Maltað hveiti eða ómaltaðar bygg- eða hveitiflögur virka vel í stað CaraPils. CaraPils er bara tól til að byggja upp haus og fyllingu. Ekkert sem hveiti getur ekki gert eða hærra meskihitastig. Er sjálfur farinn að nota bygg- og hveitiflögur óspart í stað þess.
Re: cara-pils??
Posted: 5. Jun 2010 22:26
by Classic
Hvernig myndi maður bera sig að við að nota byggflögur til að bæta haus í extract bjór .. bara lagt í bleyti (steep) eins og specialty korn, eða ? Og hve mikið ?
Re: cara-pils??
Posted: 5. Jun 2010 22:31
by Idle
Leggja í bleyti, já. Sama magn og í all grain, eða á bilinu 2 til 5%. Ég hef ekki notað dósakitt, og veit því ekki nákvæmlega hvernig þeir útreikningar yrðu, en myndi giska á um 300 til 500 gr. af byggflögum.
Re: cara-pils??
Posted: 5. Jun 2010 23:34
by Classic
Og nota þá bara gramm fyrir gramm í stað carapils ? Er með hráefni í einn byggðan að miklu leiti á brúðkaupsöli Úlfars á leiðinni til mín, en ég sleppti carapils í pöntuninni, því ég ákvað að sleppa öllu korni svona í fyrsta kasti (byrja einfalt og smám saman trappa sig upp), og carapils að mér skildist gerir lítið fyrir bragðið hvorteðer...
Hann notar 350g í sína 25 lítra uppskrift.. Tek ég bara þá tölu og reikna niður í mína 19 lítra (270g tæp ef ég er ekki að ruglast á tölunum) ?
Re: cara-pils??
Posted: 6. Jun 2010 01:01
by sigurdur
Sko ... ég er ekki viss um að þú græðir það sem að þú þarft með því að bleyta í byggflögum. Til að breyta sterkjunum í sykur þá þarftu að meskja þetta. Það á ekki við um kristal/karamellu mölt.
Re: cara-pils??
Posted: 6. Jun 2010 01:47
by Höddi birkis
Gunnar.. mig vantar 260gr það myndi gleðja mig æjilega ef þú getur reddað mér:D