Page 1 of 1

Plimmó American Amber Ale

Posted: 1. Jun 2010 10:42
by halldor
Við erum líklega að fara að leggja í þennan á fimmtudaginn.
Hugmyndin að (nánast) continuous hopping kemur frá Dogfish head en þeir nota continuous hopping í 120, 90 og 60 minute IPA og stendur talan fyrir suðutíma sem og IBU í hverjum bjór fyrir sig. Þeir ákváðu að nota þessa aðferð fyrir IPA-ana sína þar sem eigandanum fannst of mikið ójafnvægi milli beiskju, bragðs og angan í þeim amerísku IPA sem hann hafði prófað. Með þessu móti ætlaði hann að brúa bilið á milli beiskju-, bragð- og lyktarhumlanna. Þess má einnig geta að græjan sem þeir eru búnir að smíða sem sér um að skammta humlum í suðuna heitir því skemmtilega nafni Sir Hops Alot.

Í versta falli verður þetta skemmtileg tilraun.

PS. Ef einhver getur kennt mér hvernig maður setur uppskriftir inn á lesanlegri máta úr BeerSmith þá má sá hinn sami senda mér upplýsingar í PM. :fagun:

Code: Select all

[b]Plimmó American Amber Ale[/b]

Brew Type: All Grain
Style: American Amber Ale	
Brewer: Plimmó
Batch Size: 75,00 L
Boil Volume: 88,05 L	
Boil Time: 60 min
Brewhouse Efficiency: 67,50 %	
Equipment: Georg

[b]Ingredients[/b]
Amount	Item	Type	% or IBU
14,00 kg	Pale Ale Malt (Best Pale Ale) (2,5 SRM)	Grain	70,00 %
2,50 kg	Caramel/Crystal Malt - 10L (10,0 SRM)	Grain	12,50 %
2,50 kg	Cararye (65,0 SRM)	Grain	12,50 %
1,00 kg	Cara-Pils/Dextrine (2,0 SRM)	Grain	5,00 %
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (60 min)	Hops	1,6 IBU
0,20 oz	Chinook [11,50 %] (60 min)	Hops	2,0 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (55 min)	Hops	1,6 IBU
0,20 oz	Chinook [11,50 %] (55 min)	Hops	2,0 IBU
0,20 oz	Chinook [11,50 %] (50 min)	Hops	1,9 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (50 min)	Hops	1,5 IBU
0,20 oz	Chinook [11,50 %] (45 min)	Hops	1,9 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (45 min)	Hops	1,5 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (40 min)	Hops	1,4 IBU
0,20 oz	Chinook [11,50 %] (40 min)	Hops	1,8 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (35 min)	Hops	1,3 IBU
0,20 oz	Chinook [11,50 %] (35 min)	Hops	1,7 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (30 min)	Hops	1,2 IBU
0,20 oz	Cascade [5,40 %] (30 min)	Hops	0,7 IBU
0,20 oz	Cascade [5,40 %] (25 min)	Hops	0,7 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (25 min)	Hops	1,1 IBU
0,20 oz	Cascade [5,40 %] (20 min)	Hops	0,6 IBU
0,20 oz	Centennial [9,10 %] (20 min)	Hops	1,0 IBU
0,50 oz	Centennial [9,10 %] (15 min)	Hops	2,0 IBU
0,50 oz	Cascade [5,40 %] (15 min)	Hops	1,2 IBU
0,50 oz	Centennial [9,10 %] (10 min)	Hops	1,5 IBU
0,50 oz	Cascade [5,40 %] (5 min)	Hops	0,5 IBU
0,50 oz	Centennial [9,10 %] (5 min)	Hops	0,8 IBU
0,50 oz	Cascade [5,40 %] (4 min)	Hops	0,4 IBU
0,50 oz	Cascade [5,40 %] (3 min)	Hops	0,3 IBU
0,50 oz	Cascade [5,40 %] (2 min)	Hops	0,2 IBU
0,50 oz	Cascade [5,40 %] (1 min)	Hops	0,1 IBU
1,00 oz	Cascade [5,40 %] (0 min)	Hops	 -
4,00 items	Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 min)	Misc	
7,00 gm	Baking Soda (Mash 60,0 min)	Misc	
7,00 gm	Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 min)	Misc	
12,00 gm	Salt (Mash 60,0 min)	Misc	
13,00 gm	Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60,0 min)	Misc	
2 Pkgs	SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)	Yeast-Ale	
2 Pkgs	Safale American Ale (DCL Yeast #US-05)	Yeast-Ale	

[b]Beer Profile[/b]
Estimated Original Gravity: 1,054 SG (1,045-1,060 SG)
Estimated Final Gravity: 1,014 SG (1,010-1,015 SG)
Estimated Color: 13,6 SRM (10,0-17,0 SRM)
Bitterness: 32,7 IBU (25,0-40,0 IBU)	
Alpha Acid Units: 40,7 AAU
Estimated Alcohol by Volume: 5,22 % (4,50-6,00 %)
Actual Calories: 507 cal/l

[b]Mash Profile[/b]
Name: Single Infusion, Medium Body
Mash Grain Weight: 20,00 kg	
Mash PH: 5,4 PH
Grain Temperature: 22,2 C	
Sparge Temperature: 75,6 C
Sparge Water: 26,71 L

[b]Name	Description	Step Temp	Step Time[/b]
Mash In	Add 52,16 L of water at 74,4 C	67,8 C	60 min
Mash Out	Add 29,21 L of water at 91,5 C	75,6 C	10 min

[b]Mash Notes[/b]
Simple single infusion mash for use with most modern well modified grains (about 95% of the time).

[b]Carbonation and Storage[/b]
Carbonation Type: Corn Sugar	Carbonation Volumes: 2,4 (2,3-2,8 vols)
Estimated Priming Weight: 15,0 oz	Temperature at Bottling: 15,6 C
Age for: 4,0 Weeks
Storage Temperature: 12 C

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 1. Jun 2010 14:01
by Eyvindur
Hehe... Góða skemmtun. Ég gerði einu sinni bjór með svona humladagskrá. Það verður langt í að ég leggi í það aftur. Ég hef aldrei verið jafn þreyttur eftir eina bruggstund (var þó með aðstoðarmann). En bjórinn heppnaðist dável. :D

Gangi ykkur vel.

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 1. Jun 2010 20:47
by arnilong
Hvað eru mörg "C" í því ;)

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 1. Jun 2010 20:49
by arnilong
Voruð þið að stækka við suðurnar ykkar?

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 1. Jun 2010 21:25
by halldor
arnilong wrote:Voruð þið að stækka við suðurnar ykkar?
Við erum enn með sama pott en erum að fá sífellt meiri trú á að hann valdi meira magni :)
Þetta er stærsta lögnin hingað til.

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 2. Jun 2010 15:23
by Bjössi
jesús segi ég bara
þetta verður fjör hjá ykkur,

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 2. Jun 2010 15:59
by Eyvindur
Gott ráð: Finnið helling af litlum dollum og mælið alla skammtana fyrirfram. Hitt verður stressandi.

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 2. Jun 2010 17:08
by halldor
Eyvindur wrote:Gott ráð: Finnið helling af litlum dollum og mælið alla skammtana fyrirfram. Hitt verður stressandi.
Við erum með ílát undir allar viðbæturnar og munum mæla þetta allt fyrirfram :)
Ég pósta kannski myndum á föstudaginn af hamaganginum.

Re: Plimmó American Amber Ale

Posted: 6. Aug 2010 20:25
by halldor
Þessi er unaðslega góður, mild karamella og létt beiskja berjast um athygli en ná einhvernveginn fullkomnu jafnvægi á endanum.
Ég mæli eindregið með því að menn prófi að raðhumla (e. continuous hopping).