Page 1 of 1

Kilkenny draught.

Posted: 1. Jun 2010 09:40
by Höddi birkis
Litur. gull/brúnn
froða. hvít þétt og mikil
bragð. þéttur,pínu rammur samt ferskur, ristaður og hint af karamellu.
Mjög sáttur við þennan, góður við öll tækifæri fyrir þá sem eru fyrir dökkan og milli dökkan bjór:)

Re: Kilkenny draught.

Posted: 1. Jun 2010 09:44
by halldor
Já Kilkenny er alltaf skemmtileg tilbreyting frá hinum kranabjórunum.

Re: Kilkenny draught.

Posted: 1. Jun 2010 12:27
by Eyvindur
Kilkenny á krana er í miklu uppáhaldi hjá mér. Kilkenny í dós finnst mér hræðilegur. Ekkert bragð, ótrúlega þunnur og leiðinlegur.

Hins vegar vildi ég óska að þeir barir sem framreiða Kilkenny á krana notuðu nítrus, eins og á að gera.

Re: Kilkenny draught.

Posted: 1. Jun 2010 15:34
by Höddi birkis
svona erum við með misjafnan smekk :) sem er bara gaman... en hvernig helliru honum úr dósini, hversu kaldan hefuru hann, og hvað læturu hann standa lengi eftir að þú hellir honum?

Re: Kilkenny draught.

Posted: 1. Jun 2010 18:07
by Classic
Mér finnst æði misjafnt hve vel barþjónar bæjarins fara með hann. Mér finnst þetta yfirleitt besti kranabjórinn, en sumir eiga til að dæla honum eins og pilsner, ég hef t.d. ítrekað lent í því á Celtic Cross og ég hef fengið hann allt að því hauslausan þar. Ég hef alveg átt það til að taka drykkjustopp á Dubliner, þótt yfirleitt fíli ég ekki staðinn, bara því þar hef ég allavega undanfarið getað stólað á að geta fengið minn Kenny með þykkum og góðum haus. Kannski hef ég samt bara verið heppnari þar og alltaf lent á sama gaurnum, sem virðist kunna þetta :P

Re: Kilkenny draught.

Posted: 13. Feb 2011 19:53
by oddur11
Classic wrote:Mér finnst æði misjafnt hve vel barþjónar bæjarins fara með hann. Mér finnst þetta yfirleitt besti kranabjórinn, en sumir eiga til að dæla honum eins og pilsner, ég hef t.d. ítrekað lent í því á Celtic Cross og ég hef fengið hann allt að því hauslausan þar. Ég hef alveg átt það til að taka drykkjustopp á Dubliner, þótt yfirleitt fíli ég ekki staðinn, bara því þar hef ég allavega undanfarið getað stólað á að geta fengið minn Kenny með þykkum og góðum haus. Kannski hef ég samt bara verið heppnari þar og alltaf lent á sama gaurnum, sem virðist kunna þetta :P
Gæti verið ég sem afgreiði þig á dubliner? :mrgreen: , þau þarna á celtig cross eiga nú að kunna þetta, þar sem dubliner og celtig voru nú með sömu eigendur og allir fengu sömu kennsluna.