Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
noname
Villigerill
Posts: 24
Joined: 1. Jun 2011 00:00

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by noname »

sigurdur wrote:
noname wrote:eitt sem að ég vil benda á sambandi við kælispíralinn er að þú tapar rosalega niður nýtninni ef að rörin liggja saman besta nýtni á móti hæð er að hafa c.a. 20mm á milli röra
Sniðugt.. ertu með hlekk á fulla grein um þetta?

nei reyndar ekki en þetta er bara basic stærðfræði úr kælitækni
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gr33n »

Ein spurning.
Er eitthvað sem vinnur gegn því að meska með hitelementi. Þ.e. ef maður ákveður að BIAB í suðutunnunni líka og halda uppi réttum hita (bara digital hitamæli ofaní tunnunni með skjá fyrir utan) með hitaelementi í stað þess að binda hitann sérstaklega inni með steinull eða álíka?
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by sigurdur »

Ef þú ert ekki að hreyfa vökvann eða hræra kornið á meðan þú hitar, þá muntu brenna gat á pokann mjög fljótt - ég þekki það af sárri reynslu.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gr33n »

sigurdur wrote:Ef þú ert ekki að hreyfa vökvann eða hræra kornið á meðan þú hitar, þá muntu brenna gat á pokann mjög fljótt - ég þekki það af sárri reynslu.
Þrátt fyrir að maður setji grind fyrir elementið til að varna direct contact við pokan?
En þá er spurningin, er í lagi að hræra í ef hitinn helst óbreyttur? Það virðist nefnilega vera ómögulegt að finna kælibox á þessum tíma í hæfilegri stærð, og ég nenni ekki steinullarveseninu.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by sigurdur »

Jájá ..

Ég hinsvegar lyfti korninu upp og niður á meðan ég er að hita meskinguna upp í mash-out hitastig. Þannig næ ég að vera með pokann í tunnunni minni á meðan ég er að hita upp.

Ef þú vilt halda hita á þessu, þá getur þú auðvitað vafið teppum utan um tunnuna á meðan þú ert að meskja, það er fullgild aðferð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by hrafnkell »

Ef þú hrærir ekki í korninu á meðan þú ert að bæta við hitann þá verður bullandi heitt hjá elementinu en svo "kalt" ofar, í korninu. Ég mæli með því að einangra frekar til að byrja með, en svo geturðu bætt við græjum seinna meir.

Ef þú vilt frekar kælibox þá á ég eitt tilbúið 35 lítra með krana og ryðfríu neti (klósettbarka) til að meskja í. 7000kall
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gm- »

Mjög skemmtilegt að sjá þetta, hérna bruggar ekki nokkur maður með rafmagni, allir með gas. Eru element venjan á klakanum?

Er líka erfitt að fá 50 lítra + kælibox?

Hér eru nokkrar myndir af mínu setupi, kostaði um 25 þús samtals.

35 lítra pottur (79$) með krana og hitamæli. Brennarinn kostaði mig svo aðra 50$.
Image

Mash tunnann er 50 lítra kælibox frá Coleman (30$), með bazookascreen í botninn og krana (íhlutir kostuðu um 10$)
Image
Image

Kælispíralinn keypti ég svo notaðan á 30$, með tengjum fyrir garðslöngu.
Image

Brugga svo bara útá palli eða inní bílskúr, frekar fínt :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by hrafnkell »

Rafmagnið er orðið ansi vinsælt í usa samt... sbr electric brewing undirspjallið á homebrewtalk.

Hér á Íslandi er ekkert vit í að nota gas, það er mikið (mikið!) dýrara, það þarf að sækja áfyllingar o.fl. Stórir brennarar eru líka mjög dýrir, 20-30þús allavega.

50 lítra kælibox kosta venjulega skildinginn og jafnvel erfitt að finna stundum, þessvegna eru flestir (þó alls ekki allir) í BIAB bruggun frekar en 2-3 vessel.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gm- »

hrafnkell wrote:Rafmagnið er orðið ansi vinsælt í usa samt... sbr electric brewing undirspjallið á homebrewtalk.

Hér á Íslandi er ekkert vit í að nota gas, það er mikið (mikið!) dýrara, það þarf að sækja áfyllingar o.fl. Stórir brennarar eru líka mjög dýrir, 20-30þús allavega.

50 lítra kælibox kosta venjulega skildinginn og jafnvel erfitt að finna stundum, þessvegna eru flestir (þó alls ekki allir) í BIAB bruggun frekar en 2-3 vessel.
Jújú, einn og einn eru að fikta í rafmagninu, en gasið er enn aðalmátinn. Í homebrewing klúbnum sem ég erum við allir með gas, einn er samt að spá í að breyta yfir í rafmagn og stækka við sig í leiðinni, enda er hann í hugleiðingum um að byggja brewpub.

En það er mjög gaman að sjá þessar einföldu lausnir með rafmagnið, rafmagnið auðvitað ódýrt á klakanum. Hugsa að það yrði dýrara á batch fyrir mig, þar sem kútur af gasi kostar undir 1000 kr hérna og ég næ um 10 bötchum á kút.

Það eru nokkrir hérna sem gera BIAB, sniðug lausn, sérstaklega fyrir venjulega OG bjóra.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by hrafnkell »

gm- wrote:Það eru nokkrir hérna sem gera BIAB, sniðug lausn, sérstaklega fyrir venjulega OG bjóra.
Ég hef gert OG 1.090 bjór í BIAB græjunum mínum án nokkurra vandræða, og með uþb 70% nýtni. Allt um að high gravity bjórar séu erfiðir í BIAB eru kjaftasögur sem margir (næstum allir?) halda ennþá. Ég hef ekki reynt að fara hærra í gravity, en það stendur til að gera barleywine á næstu vikum og þá fer maður allavega eitthvað yfir 1.100. Ég hef engar áhyggjur af því að það gangi ekki :)

Ég færði mig úr 3 vessel í BIAB fyrir um 2 árum, og núna tekur bruggdagurinn minn uþb 3-3.5 tíma í staðinn fyrir uþb 5 þegar ég gerði þetta í 3 ílátum. Þessi tímasparnaður hefur þýtt að ég nenni að brugga oftar og hefur ekki komið niður á gæðum bjórsins sem ég geri.

Ég er samt alls ekki að segja að þetta henti öllum. Það er það skemmtilega við bruggið, það eru 100 leiðir til að gera góðan bjór :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gm- »

hrafnkell wrote:
gm- wrote:Það eru nokkrir hérna sem gera BIAB, sniðug lausn, sérstaklega fyrir venjulega OG bjóra.
Ég hef gert OG 1.090 bjór í BIAB græjunum mínum án nokkurra vandræða, og með uþb 70% nýtni. Allt um að high gravity bjórar séu erfiðir í BIAB eru kjaftasögur sem margir (næstum allir?) halda ennþá. Ég hef ekki reynt að fara hærra í gravity, en það stendur til að gera barleywine á næstu vikum og þá fer maður allavega eitthvað yfir 1.100. Ég hef engar áhyggjur af því að það gangi ekki :)

Ég færði mig úr 3 vessel í BIAB fyrir um 2 árum, og núna tekur bruggdagurinn minn uþb 3-3.5 tíma í staðinn fyrir uþb 5 þegar ég gerði þetta í 3 ílátum. Þessi tímasparnaður hefur þýtt að ég nenni að brugga oftar og hefur ekki komið niður á gæðum bjórsins sem ég geri.

Ég er samt alls ekki að segja að þetta henti öllum. Það er það skemmtilega við bruggið, það eru 100 leiðir til að gera góðan bjór :)
Það er flott, verður gaman að fylgjast með barleywine-inu hjá þér. Það var einn í klúbbnum sem reyndi Russian Imperial Stout í BIAB og það endaði frekar illa hjá honum, stefndi á 1.085 en fékk 1.055, veit ekki alveg hvort að það var aðferðinni að kenna eða klaufagang í honum, hugsa að hann hafi verið að reyna á takmarkanir búnaðarins sem hann var með. Þetta endaði samt sem ágætur "venjulegur" stout hjá honum :)

En jújú, það er þetta skemmtilega við bruggið, hundruðir aðferða og leiða, og allir með sinn stíl. Ég næ góðu 6 gallona batchi á 4.5 tímum, eyði oftast sunnudagsmorgnum í þetta, og finnst þetta bara notalegur tími þannig að ég er ekkert að reyna stytta tímann. Skil samt vel fólk sem er mjög upptekið að reyna að skera af klukkutíma hér og þar.
musikman
Villigerill
Posts: 14
Joined: 27. Jan 2010 16:45

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by musikman »

Snilldarþráður.. Búin að hjálpa mér og félaga mínum mikið...
Erum að smíða suðutunnu, meskitunnu og virtkæli.

Ætlum að skella okkur í bruggmenninguna :beer:

Ein spurning með cPVC rörasíunna, þarf ekki að sjóða rörin saman til að það færi pottþétt ekkert í sundur þegar er verið að hræra vatnið við kornið? maður þorir varla að vera nota lím í þetta þarsem maður hellir 70°C heitu vatni í þetta erþað?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by hrafnkell »

musikman wrote:Snilldarþráður.. Búin að hjálpa mér og félaga mínum mikið...
Erum að smíða suðutunnu, meskitunnu og virtkæli.

Ætlum að skella okkur í bruggmenninguna :beer:

Ein spurning með cPVC rörasíunna, þarf ekki að sjóða rörin saman til að það færi pottþétt ekkert í sundur þegar er verið að hræra vatnið við kornið? maður þorir varla að vera nota lím í þetta þarsem maður hellir 70°C heitu vatni í þetta erþað?
PVC helst venjulega ágætlega saman þótt það sé ekki límt. Það er líka þægilegra að geta tekið þetta í sundur til að geta þrifið almennilega (amk öðru hvoru)

Annars ætti PVC lím að vera í lagi - amk ef það er gefið upp fyrir sama og cpvc rörin.
Post Reply