Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by atax1c »

Sælir, nú koma oft sömu spurningarnar um hvernig eigi að búa sér til meskitunnu, kælispíral eða suðupott.

Ég fékk áhuga á bjórgerð fyrir nokkru síðan og ákvað að demba mér í þetta. Eftir að hafa hugsað málið í smá tíma, þá fékk ég góðan félaga minn með mér í lið og við höfðumst handa.

Planið var að búa til flestan búnað sjálfir, og þá spratt fljótlega upp sú hugmynd að mynda allt ferlið og búa til einhvers konar leiðbeiningar til að setja hérna á spjallið fyrir aðra sem eru að byrja í þessu.

Ég reyndi að hafa þetta eins einfalt og hægt væri, og ná sem bestum myndum af herlegheitunum í leiðinni.

Þessar leiðbeiningar skiptast í 3 hluta:

1. Suðutunna.
2. Meskitunna.
3. Kælispírall.


Þetta verða frekar margar myndir, 56 talsins. Ég minnkaði þær, þannig að allar myndirnar saman eru ekki nema um 6,6 MB.

Þetta er aðeins ein leið af ótal mörgum til að gera þessa hluti og við erum langt frá því að vera einhverjir sérfræðingar um þessi mál. Þessvegna eru allar ábendingar/leiðréttingar kærkomnar og ég vona að það skapist lærdómsrík umræða í kringum þennan þráð þannig að sem flestir græði.

En án frekari tafa, þá byrja hér leiðbeiningarnar!



1. Suðutunna.

Planið var að búa til ágætlega stóran suðupott, þannig að hægt sé að sjóða stærri lagnir í framtíðinni.

Vörulisti:

1. 60L plast-tunna frá Saltkaup.
2. Þrír hraðsuðukatlar keyptir í Elko.

Verkfæri/áhöld:

1. Dósabor.
2. Skrúfjárn.
3. Sandpappír.

Image
60L tunnan.

Image
Einn suðuketillinn, opnaður og þessar þrjár skrúfur skrúfaðar upp.

Image
Þetta er það sem við viljum úr katlinum: svarta unit-ið, sílíkon þéttingin og elementið.

Image
Gatið borað með 38mm dósabor.

Image
Gatið komið.

Image
Gatið pússað til með sandpappír.

Image
Sílíkon-þéttingin komin í.

Image
Svarta unit-ið skrúfað í, elementinu eru auðvitað haldið innan á tunnunni og þetta skrúfað saman.

Image
Fyrsta elementið komið í.

Image
Fyrsta.

Image
Annað.

Image
Þriðja.

Image
Prófað að sjóða. Nýbúið að kveikja á þeim.

Image
Nokkrar mínútur liðnar.

Image
Bullandi suða. Vatnið var 12° heitt, tók sirca 45 mínútur að ná suðu í 40 lítrum.

Sílíkon-þéttingarnar virka fullkomlega, það lekur ekki dropi.


Suðutunnu er nú lokið, næst: Meskitunna!
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by andrimar »

Frábært framtak! Hlakka til framhaldsins :D
Kv,
Andri Mar
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by atax1c »

2. Meskitunna.

Margir nota kælibox fyrir meskitunnu og það var líka upprunaleg ætlun okkar. En á endanum var ákveðið að nota eins tunnu og notuð var fyrir suðupott, þ.e. 60L tunnu frá Saltkaup.

Vörulisti:
1. 60L plast-tunna frá Saltkaup.
2. 2m af cPVC röri frá Loft.is
3. 4x 90° cPCV hné frá Loft.is
4. 3x “T” cPCV stykki frá Loft.is
5. Heavy duty ál-pappír frá Bónus.
6. Ál-límband úr Byko.
7. “O” hringur úr Byko
8. Krani úr Byko.
9. Fitting fyrir kranann úr Byko.
10. Einangrunar-ull.
11. Einangrunar-net (ekki nauðsynlegt)

Verkfæri/áhöld:

1. Slípirokkur.
2. 20mm bor.
3. 2mm bor.
4. Málningar-límband (ekki nauðsynlegt)
5. Dúkahnífur.
6. Sandpappír.
7. Penni. (ekki nauðsynlegt)

Image
Grindin sem fer neðst í meskitunnuna.

Image
Samansett. Ætluðum að hafa svona "X" stykki í miðjunni en það eru ekki til "X" stykki hjá Loft.is

Image
Merktum punkta á málningar-teip sem við boruðum svo eftir með 2mm bor. Smá fullkomnunar-árátta hér á ferð.

Image
Teipið komið á einn röra-bútinn.

Image
Búið að bora.

Image
Grindin tilbúin.

Image
Næst setjum við kranann á tunnuna. Og síðast er einangrað.

Image
Kraninn, fitting og "O" hringur.

Image
Merktum fyrir gatinu.

Image
Gatið borað.

Image
Gatið komið, muna að snyrta þetta til með sandpappír.

Image
"O" hringurinn kominn á kranann.

Image
Kraninn kominn í.

Image
Og búið að herða.

Image
Lekapróf, lak ekki dropi.

Image
Næst er einangrað.

Image
Ullinni vafið utan um tunnuna.

Image
Ullin komin á.

Image
Netið utan um ullina, ekki nauðsynlegt en skaðar ekki að eiga svona.

Image
Netið skorið.

Image
Sett utan um tunnuna.

Image
Smá álpappír kominn á.

Image
Gengið frá netinu.

Image
Meiri álpappír.

Image
Efri hlutinn tilbúinn.

Image
Botninn á tunnunni, má ekki gleyma að einangra hann líka.

Image
Álpappír kominn á.

Image
Tunnan tilbúin, nú er bara að einangra lokið.

Image
Byrjað á því að setja álpappír á þetta.

Image
Álpappír kominn í gatið.

Image
Einangrun skorin út fyrir lokið.

Image
Einangrun skorin út fyrir hringinn.

Image
Teipað á og límt með ál-límbandinu.

Image
Lokið tilbúið og hægt að skrúfa það á tunnuna.

Þá er meskitunnunni lokið. Gerðum mjög óvísindalega tilraun með hitatap, sýnist eins og við misstum 2-3 gráður á klukkutíma, en vill þó ekki trúa því. Þurfum að gera aðra tilraun með digital mæli.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by atax1c »

3. Kælispírall.

Við vildum ágætlega öflugan kælispíral þannig að það tæki ekki of langan tíma að kæla virtinn niður.

Vörulisti:

1. 10m af mjúku koparröri, 10mm. Keypt af http://www.gesala.is" onclick="window.open(this.href);return false;
2. Glær slanga frá Húsasmiðjunni, 10mm innanmál, 16mm utanmál, passar akkúrat á koparinn í þrengra lagi.
3. Nokkrar hosuklemmur.

Verkfæri/áhöld:

1. Eitthvað rör sem hægt er að móta koparinn eftir.
2. Skrúfjárn til að herða hosuklemmurnar.

Image
Mótunar-rörið okkar, koparinn og slanga.

Image
Byrjað að móta. Stungum endanum á koparnum ofan í rörið, gerðum beygju og byrjuðum svo að móta.

Image
Búið að móta spíralinn.

Image
Spírallinn tilbúinn, búið að setja slöngurnar á og hosuklemmur til þess að herða.

Image
Þetta var nógu þröngt á þannig að það lak ekki dropi.


Jæja, þá er þessu lokið. Vona að menn geti lært eitthvað á þessu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Eyvindur »

Glæsilegt. Legg til að einhver setji þetta í sticky.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by kristfin »

þetta er þrælflott hjá ykkur. good stuff
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by kalli »

Mjög falleg vinna. Skál fyrir ykkur :skal:
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
bjarni
Villigerill
Posts: 23
Joined: 11. May 2010 23:57

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by bjarni »

Flott tutorial.
Hvað er hvert hitaelement mörg vött hjá ykkur?
Fyrirhugað: All verulega al íslenskur all grain gruit með vallhumal og mjaðurt.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Fíflavín.
Á flöskum: Krækiberjavín.
Bruggað: 80l.
Beint á safnhauginn: Fífla- og njólarótabjór (bjakk)
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by atax1c »

Eitt 2200w og hin tvö eru 2000w minnir mig. Skal kíkja á þetta, breyti svarinu ef þetta er vitlaust hjá mér =)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Stebbi »

Til að fullkomna kælispíralinn þá er hægt að fara á kælivélaverkstæði eins og Ísfrost eða Frostverk og láta kóna endana fyrir sig, þá er hægt að nota hvaða slöngu sem er og hosuklemmu með henni.

Flott stöff hjá ykkur.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Idle »

Ég fór í Saltkaup í dag og keypti mér eina 60 lítra tunnu, og eina 30 lítra. 60 lítra tunna kostar í dag, 4.000 kr. m/vsk. 30 lítra tunnan er á 3.000 kr.

Því næst brá ég mér í Rúmfatalagerinn og keypti þar þrjá 2200W hraðsuðukatla á tæpar 2.500 kr. stykkið.

Lengra er ég ekki kominn í suðutunnugerðinni í bili. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Sleipnir »

Halló.

Ég ætla að gera suðutunnu og á eina góða og þykka sem er úr HDPE en tunnurnar úr Saltkaup sem þið eruð að nota trúlega PP, eða hvað?
Mér skilst að HDPE 2 sé best fyrir matvælaiðnaðinn, þessi er lituð blá ekki glær eða hvít einsog mjólkurbrúsar, spurning hvort það breyti einhverju sérstaklega að því það verður soðið í henni.

Kv.
Sigurður
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Idle »

Sleipnir wrote:Halló.

Ég ætla að gera suðutunnu og á eina góða og þykka sem er úr HDPE en tunnurnar úr Saltkaup sem þið eruð að nota trúlega PP, eða hvað?
Mér skilst að HDPE 2 sé best fyrir matvælaiðnaðinn, þessi er lituð blá ekki glær eða hvít einsog mjólkurbrúsar, spurning hvort það breyti einhverju sérstaklega að því það verður soðið í henni.

Kv.
Sigurður
Bara betra, ef ég skil þetta rétt. Sjá HDPE á Wikipedia
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gunnarolis »

Ég er með 2 HDPE tunnur sem virka mjög vel.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Sleipnir »

Sæll.

Flott námskeið.
Ein spurning því ég er rafmagnsfáviti, hvernig tengir þú klónna úr katlinum við innstunguna?

Kv.
S.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by hrafnkell »

Þú getur notað sama tengi og er notað til að tengja borðtölvur við rafmagn. Ég veit ekki hvað það heitir en svoleiðis snúrur fást t.d. í íhlutum.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by atax1c »

Sleipnir wrote:Sæll.

Flott námskeið.
Ein spurning því ég er rafmagnsfáviti, hvernig tengir þú klónna úr katlinum við innstunguna?

Kv.
S.

Eins og Hrafnkell segir, þetta er venjulegur tölvukapall. Flestir meðal-nördar eiga nokkra svona grafna einhversstaðar =)
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Sleipnir »

Ok.

Þegar þið nefnið það, ég á haug af þessu.

Takk.
Hafið þið pælt í því að setja vatnshæðarmæli utaná kútinn, t.d. tvö hné með glæri slöngu á milli?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by gunnarolis »

Það eru einhverjir með svoleiðis. Gæji á homebrewtalk sem heitir BobbyM er að selja þetta í einhverju mini companyi sem hann heldur úti...

Ef þú finnur einfalda og ódýra leið til að gera þetta með íslenskum íhlutum þá máttu láta mig vita. Mig hefur langað að föndra mér svona í dálítinn tíma.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by sigurdur »

Ég keypti mér hæðarmæli frá BobbyM, kostaði ekkert mikið (undir 5 þúsund hingað komið að mig minnir).
http://www.brewhardware.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
noname
Villigerill
Posts: 24
Joined: 1. Jun 2011 00:00

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by noname »

eitt sem að ég vil benda á sambandi við kælispíralinn er að þú tapar rosalega niður nýtninni ef að rörin liggja saman besta nýtni á móti hæð er að hafa c.a. 20mm á milli röra
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by sigurdur »

noname wrote:eitt sem að ég vil benda á sambandi við kælispíralinn er að þú tapar rosalega niður nýtninni ef að rörin liggja saman besta nýtni á móti hæð er að hafa c.a. 20mm á milli röra
Sniðugt.. ertu með hlekk á fulla grein um þetta?
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Bjössi »

Haaa....???
Nýting hefur ekkert að gera með rörabil
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by sigurdur »

Bjössi wrote:Haaa....???
Nýting hefur ekkert að gera með rörabil
Hann er að tala um nýtni á kælispíral.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]

Post by Bjössi »

hehmmm...jamm
sé/fatta núna :oops:
Post Reply