Vöfflur

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Vöfflur

Post by Elli »

Ég er svo mikill vöfflukall að ég ákvað að deila þessari fínu og mjög svo einföldu uppskrift með ykkur. Ég verð að viðurkenna að þetta er líka gert í eigin þágu þar sem ég get ekki með nokkru móti munað þessa uppskrift þegar á þarf að halda, þó einföld sé :D

250-300 gr hveiti
100 gr ljóma smjörlíki
1 dl sykur
4 egg
4-5 dl mjólk
1 tsk lyftiduft
1-2 "tappar" af vanilludropum

1. Eggjum og sykri er blandað saman og þeytt.
2. Smjörlíki er brætt og blandað við.
3. Öllu hinu bætt út í og brært smá saman.
4. Skellt í vöfflujárn með ausu

Svo má setja á rjóma, sykur, síróp, ís. sultu etc. Maple-síróp er í sérstöku uppáhaldi hjá mér... mæli með því
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Vöfflur

Post by Stulli »

mmm, vöfflur

Það væri nú ekki slæmt að skipta út smá mjólk fyrir smá gylltan sterkan belgískan, ef að maður væri með svoleiðis liggjandi útá bekk :fagun:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Re: Vöfflur

Post by Elli »

Það má náttúrulega gera tilraunir með það :)

Ég fletti upp waffles og beer á google og fann eftirfarandi, sem ég mun pottþétt prófa á næstunni!
http://www.cooks.com/rec/doc/0,175,1521 ... 03,00.html

Held að ég hafi náða að converta stærðunum rétt...

3 Eggjarauður
1 Egg
1 Dós af bjór (33cl)
2 Bollar af hveiti (450ml)
1 Tsk lyftiduft
1 Tsk salt
Skvetta af sykri
0.25 Bolli olía (60ml)
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Vöfflur

Post by Stulli »

Já, ég get sko mælt með því :good:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply