Page 1 of 1

Byrjaður á Rifsberjavíni

Posted: 24. May 2010 21:08
by Bjori
Jæja gott fólk.

Nú efast ég ekki um að einhver mun segja HA!

Setti í rifsberjavíno um daginn, tók lítil 8 kg af rifsberjum og sauð þaug niður í potti, sauð í ca 30 mín frá því að suða kom upp. skellti þessu í kútinn, ásamt því að leysa upp 6 kg af sykri og skellti því með.. áttaði mig svo á að ég var ekki búinn að kaupa ger í þetta þannig að ég geymdi þetta svona í sólahring , en komst svo að því mér til skelfingar að áman var lokuð síðastliðinn laugardag þannig að ég keipti einhvern turbo ger í Europris sem ég hrærði út í volgu vatni og hrærði svo út í kútinn... nú er kúturinn alveg að springa það er svo svakaleg gerjun í þessu...
Er amk mjög spenntur fyrir útkomunni....

Hvað segið þið, haldiði að þetta verði drykkjarhæft ?

kv

Bjóri

Re: Byrjaður á Rifsberjavíni

Posted: 24. May 2010 21:58
by sigurdur
Það verður a.m.k. áfengt.

Ég myndi vera með allt tilbúið áður en þú setur næst í og þá sérstaklega með gerið. Ég get ekki ímyndað mér að turbo ger gefi skemmtilegan karakter. Það er samt aldrei að vita.

Re: Byrjaður á Rifsberjavíni

Posted: 3. Sep 2010 23:38
by Andri
Þetta verða um 14% ef þetta eru 25 lítrar miðað við sykurinn.
Þetta hefði alveg örugglega getað beðið hjá þér í einhverja daga fyrst þau sauðst þetta (gerilsneyðing er í 65°C og þarf ekki að halda því hitastigi lengi)
Megnið af stöffinu sem er í "turbo" gerinu er magnesíum súlfat, ammóníum fósfat, b vítamín og allskonar rusl sem flýtir fyrir gerjun. (Bæta nú ekki góðu bragði við), turbo gerið er aðalega ætlað þeim sem eru að eima (nota bene það er ólöglegt á íslandi). Þannig aðskilur maður einfaldlega efni með misháa suðupunkta..
Allt þetta efni sem er í pakkanum nægir oftast í 2-3 skammta af gambra (miðað við prósentu) þannig að það er slatti af þessum efnum ennþá eftir
Mæli með því að fleyta þessu af gerkökunni þegar mestöll gerjunin er búin og reyna að sjúga ekki mikið af henni með.
En engar áhyggjur, leyfðu þessu að njóta vafans. Gerið hreinsar oftast vel eftir sig með tímanum :)

Benda þér á að það er önnur verslun sem heitir http://www.vinkjallarinn.is" onclick="window.open(this.href);return false;