Page 1 of 1

Calimshan Cooler

Posted: 23. May 2010 12:16
by Idle
Er að hita vatn í þennan núna. Varðandi gerjunina, þá er ég með tvær hugmyndir þar sem ég hef ekki aðstöðu til lagergerðar enn. Annarsvegar að hafa fötuna bara úti á svölum og treysta á veður og vinda (þetta magn af vökva er ekki svo fljótt að taka hitabreytingum). Hin hugmyndin er sú að gerja bara við 16°C innandyra.

Code: Select all

Recipe: Calimshan Cooler
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: 
Style: Vienna Lager
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,057 SG
Estimated Color: 14,4 SRM
Estimated IBU: 25,2 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,00 kg       Vienna Malt (3,5 SRM)                     Grain        62,50 %       
1,00 kg       Munich Malt (9,0 SRM)                     Grain        20,83 %       
0,50 kg       Wheat, Flaked (1,6 SRM)                   Grain        10,42 %       
0,25 kg       CaraMunich II (60,0 SRM)                  Grain        5,21 %        
0,05 kg       Carafa Special III (525,0 SRM)            Grain        1,04 %        
30,00 gm      Hallertauer [4,30 %]  (60 min)            Hops         15,7 IBU      
30,00 gm      Hallertauer [4,30 %]  (20 min)            Hops         9,5 IBU       
30,00 gm      Saaz [3,50 %]  (10 min) (Aroma Hop-Steep) Hops          -            
0,50 items    Whirlfloc Tablet (Boil 5,0 min)           Misc                       
1 Pkgs        SafLager West European Lager (DCL Yeast #S-23-Lager                


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out (67°C)
Total Grain Weight: 4,80 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out (67°C)
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 12,51 L of water at 74,7 C      67,0 C
Uppfært: Þegar ég var að sturta korninu út í vatnið, sá ég að ég hafði gleymt maltaða hveitinu sem ég ætlaði að nota (hugmynd á meðan ég vigtaði kornið), og reif upp pakka af hveitiflögum og sturtaði út í í skyndi. Hálft kíló var þó líklega óþarflega mikið...

Re: Calimshan Cooler

Posted: 24. May 2010 23:03
by Idle
Vegna tímahraks fór þetta svolítið öðruvísi en ég ætlaði mér. Úr varð að ég henti síðustu humlunum út í, slökkti á eldavélinni, setti lokið á pottinn, og brunaði svo út úr bænum. Þegar ég kom heim áðan mældi ég og skellti þessu í fötu og gerinu á eftir. Lítur ofsalega vel út, ilmar og bragðast dásamlega. Er mjög spenntur að smakka hann eftir nokkrar vikur.

Re: Calimshan Cooler

Posted: 25. May 2010 23:41
by kristfin
verður gaman að smakka þennan hjá þér

hvaða ger er þetta sem þú notaðir. er það ekki með neitt númer? er þetta s23?

Re: Calimshan Cooler

Posted: 26. May 2010 08:58
by Idle
Jú, þetta er S-23. Skráningunni er greinilega eitthvað ábótavant í BeerSmith.