Page 1 of 1
element stýring
Posted: 21. May 2010 23:28
by kristfin
kunnið þið rafmagnssnillarnir hér að búa til pulse width modulator til að hakka og lakka í elementi.
http://home.highertech.net/~cdp/boilnew/boilnew.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
ég er að pæla í að smíða nýjan suðupott þar sem ég væri með eitt 5500 watta element, en vildi geta stýrt því hvað það tekur.
5500/240 eru um 20 amper, en ég á að geta náð því á einfasa í skúrnum.
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 00:24
by sigurdur
Ef þú ert að miða við þessi bandarísku 5500W element, þá eru þau oftast miðuð við 220V ef mér skjátlast ekki. Það gerir 25A -> 9,2 ohm.
Ef þú setur þetta 5500W element á 240V línu þá tekur elementið 26,1A.
Þetta er semsagt töluvert meiri straumtaka heldur en 20A.
Þessi rás er hinsvegar mjög auðveld í smíðum, þú ættir að geta fundið allt í íhlutum / miðbæjarradíó og skellt þessu á brauðbretti.
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 01:46
by kristfin
get ég ekki notað PID controller sem stýrir solid state relay og hengt elementið á það?
http://www.eurotherm.com/products/contr ... 2200/2216/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 03:17
by hemmikall
með þennan straum væri meira vit í að hafa snertu relay frekar en solid state.
en ég efast um að þú finnir solid state relay sem getur höndlað 26 A
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 08:41
by hrafnkell
Jú, getur notað svona pid controller eins og ég notaði til dæmis.
Ég mæli samt ekki með svona öflugu elementi nema það sé mjög stórt (low density)... Ég er með 2x4500w element í síldartunnu en það reyndist of high density og brenndi virtinn, jafnvel þótt það væri bara á 70-80% til að halda suðu.
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 09:44
by sigurdur
hemmikall wrote:með þennan straum væri meira vit í að hafa snertu relay frekar en solid state.
en ég efast um að þú finnir solid state relay sem getur höndlað 26 A
Ég myndi sleppa þessum snertu relayum ef að maður ætlar að kaupa, þau eru bara leiðinleg.
http://cgi.ebay.com/Solid-State-Relay-S ... 2a03f6e149" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 11:02
by hrafnkell
Sammála með relayin. Svo er ég ekki viss um að snerturelay þoli pwm?
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 11:07
by kalli
hemmikall wrote:með þennan straum væri meira vit í að hafa snertu relay frekar en solid state.
en ég efast um að þú finnir solid state relay sem getur höndlað 26 A
Ég er með SSR niðri í skúffu sem höndlar 40A.
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 18:34
by kristfin
ssr hef ég séð uppí 80 amper.
en það verður ekki aftur snúið. ég er kominn með 2 5500w ultra low density element og 2x pid controllara frá ebay. þetta fer síðan í 40lítra pottinn minn og 60 lítra hlt.
hvað gæti klikkað
Re: element stýring
Posted: 22. May 2010 23:12
by Eyvindur
kristfin wrote:
hvað gæti klikkað
Famous last words.
Re: element stýring
Posted: 23. May 2010 10:56
by hrafnkell
hvernig líta elementin út?
Re: element stýring
Posted: 24. May 2010 00:05
by kristfin
þetta lýtur svona út
http://cgi.ebay.com/Life-Long-Heating-E ... 45f2fbb7be" onclick="window.open(this.href);return false;
skv. þessu eru þetta 5500 vött miðað við 240volt.
núna eru voltin hérna heima 230 þannig að það gerir 20 amper. ég keypti því 25 ampera ssr
Re: element stýring
Posted: 24. May 2010 12:17
by hrafnkell
Það borgar sig að vera með overkill ssr - annars verður hitinn svo rosalegur að það dugar ekki að vera bara með kæliplötuna, þú þarft líklega að vera með viftu á kæliplötunni svo ssr-ið drepist ekki.
Ég er með 20A load á 40A SSR og kæliplatan verður það heit að maður getur ekki tekið á henni. Myndi ekki alveg bjóða í hitann á 25A relayi. Þú prófar það samt bara, en passaðu að fylgjast vel með hitanum. SSR festast opin eða lokuð ef þau hitna of mikið.
Varðandi elementið þá gæti verið að þú sért safe með það, þetta er slatta lengra en elementin sem ég keypti.
Re: element stýring
Posted: 25. May 2010 23:31
by kristfin
oki.
ég panntaði mér 25amp ssr, 2 stk. ég á eftir að redda mér kæliplötum, var að hugsa um pentium 3 og powerunit viftur
Re: element stýring
Posted: 26. May 2010 11:30
by sigurdur
Oft fylgja kæliplötur með, pantaðiru slíkt af ebay?
Re: element stýring
Posted: 26. May 2010 17:13
by kristfin
neibb. gleymdi þeim. græja þær bara í íhlutum