Kveðja úr Westri
Posted: 20. May 2010 18:54
Ég er að flytja heim til Íslands í sumar eftir 5 ára dvöl á vesturströnd Bandaríkjanna. Áður en ég flutti hingað út var bjór nú bara bjór fyrir mér og í mesta lagi ljós bjór og dökkur bjór. En það hefur nú aldeilis breyst undanfarin ár.
Ég hef aðeins verið að brugga og vonast til að halda því áfram á Íslandi. Er bara hræddur um úrval varðandi hráefnið. Ég hef verið að brugga IPA, Stout, Porter, Belgian Saison Ale og núna síðast Amber Ale. Allt kom alveg glimmrandi vel út enda úrvals hráefni.
Ég skoðaði ÁTVR.is nýlega og var ekki að sjá að það væri nokkur einasti IPA bjór til sölu þar, þ.a. það er nú algjör no-brainer að halda þessu bruggi áfram. Get ekki hugsað mér ískáp án IPA.
Ég var sérlega ánægður að finna þennan félagskap og fannst rétt að skrá mig hér inn. En hvar eru menn að kaupa hráefni heima? Ég rakst á að brugghus.is er að selja malað malt og einhverjar tegundir humla, þ.a. það er nú einhver von. En hvað með ger og malt extrakt?
Kveðjur frá Kaliforniu. Cheers!
Ég hef aðeins verið að brugga og vonast til að halda því áfram á Íslandi. Er bara hræddur um úrval varðandi hráefnið. Ég hef verið að brugga IPA, Stout, Porter, Belgian Saison Ale og núna síðast Amber Ale. Allt kom alveg glimmrandi vel út enda úrvals hráefni.
Ég skoðaði ÁTVR.is nýlega og var ekki að sjá að það væri nokkur einasti IPA bjór til sölu þar, þ.a. það er nú algjör no-brainer að halda þessu bruggi áfram. Get ekki hugsað mér ískáp án IPA.
Ég var sérlega ánægður að finna þennan félagskap og fannst rétt að skrá mig hér inn. En hvar eru menn að kaupa hráefni heima? Ég rakst á að brugghus.is er að selja malað malt og einhverjar tegundir humla, þ.a. það er nú einhver von. En hvað með ger og malt extrakt?
Kveðjur frá Kaliforniu. Cheers!