Page 1 of 1

Já hæ

Posted: 18. May 2010 13:34
by bjarni
Sælt veri fólkið.
Ég er áhugamaður um að nýta landsins gæði og prófaði þessvegna í fyrsta sinn í fyrrahaust að brugga krækiberjavín með ótrúlega góðum árangri þó ég segi sjálfur frá. Besta rauðvín sem ég hef smakkað.

Núna er ég að koma mér upp berjagarði (sól-, rifs-, jarð- og hindber) og rækta helst bara ætar/brugganlegar plöntur.
(Fékk til dæmis pláss fyrir mjaðurt í kryddbeðinu, hehe)

Svo er ég að prufa að brugga rótarbjór úr njóla og fíflarótum, byggðum á breskri burdock and dandelion uppskrift, lúkkar vel, en lyktin lofar ekki jafn góðu :drunk: .

Draumurinn í augnablikinu er að útbúa góða og spennandi uppskrift að all grain með hráefnum héðan, íslenskt bygg (samt ekki fyrr en ég nenni að læra að malta), vallhumall, fíflablöð/rætur/blóm, mjaðurt, ætihvönn, beytilyng, byrki ...

Ég trúi semsagt ekki á hreinleikalögin, en mér finnst gruit pælingin ansi spennandi: http://www.gruitale.com/

Fyrir utan brugg hef ég hengt kjöt til að búa til norskt "Fenalår" sem er eiginlega bara einsog hangikjöt sem er ekki reykt, bara þurrsaltað og hangið í nokkra mánuði, og virkar ótrúlega vel með bjór, eða eins og einn maður sem fékk að smakka orðaði það: "Þetta er miklu metra en hnetur!". Það flokkast líklega undir fágun líka :fagun: . Og svo bjó ég til gersamlega óætan harðan ost einu sinni.

Núna hlakka ég til að hella mér útí all grain.. og hella all grain í mig.

Re: Já hæ

Posted: 18. May 2010 15:39
by arnarb
Vertu velkominn í hópinn.
Hér kennir ýmissa grasa og ég mæli með að skoða eldri þræði til að sækja þér upplýsingar sem geta nýst í all-grain, mjaðargerð, ostagerð og fleira.

Re: Já hæ

Posted: 25. May 2010 23:25
by kristfin
velkominn.

þú verður endilega að mæta með bita af þessu keti einvherntíman. svo fremi að það bragðist ekki eins og skerpiket