Page 1 of 3

Joðófór

Posted: 14. May 2010 16:17
by arnarb
Fór í Mjöll-frigg í dag og keypti joðófór. Þegar ég talaði við þá fyrir nokkru seldu þeir eingöngu 5L einingar en í dag selja þeir líka 1L einingar.

Að sögn seldu þeir joðófórið einu sinni í 1L og 5L einingum en hættu með 1L eininguna vegna lítilla viðskipta. Þeir fréttu fyrir stuttu að bruggarar notuðu þetta til að sótthreinsa búnað og ákváðu að hefja aftur sölu á 1L einingunni.

Ég vil því benda áhugasömum á að hægt er að kaupa 1L joðófór hjá þeim á rúmlega 1500 kr.

Re: Joðófór

Posted: 14. May 2010 18:30
by Classic
Flott að vita af þessu. Ætli maður bjalli ekki á þá eftir helgi.

Re: Joðófór

Posted: 14. May 2010 18:45
by halldor
Joðfór hefur létt mér lífið svo svakalega mikið að það er alveg ótrúlegt. Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja spara sér hellings tíma.

Re: Joðófór

Posted: 14. May 2010 22:37
by Eyvindur
halldor wrote:Joðfór hefur létt mér lífið svo svakalega mikið að það er alveg ótrúlegt. Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja spara sér hellings tíma.
+1

Verð að fara að kaupa brúsa.

Re: Joðófór

Posted: 15. May 2010 01:14
by sigurdur
Þetta er undraefni :)
Muna bara að no-rinse bilið er 12.5ppm - 15ppm af joðófóri. Það er búið að ræða um það í nokkrum þráðum áður þannig að þið eigið að geta fundið útreikningana fyrir 12.5ppm af glyserín joðófór á móti vatni.

Re: Joðófór

Posted: 15. May 2010 07:53
by halldor
sigurdur wrote:Þetta er undraefni :)
Muna bara að no-rinse bilið er 12.5ppm - 15ppm af joðófóri. Það er búið að ræða um það í nokkrum þráðum áður þannig að þið eigið að geta fundið útreikningana fyrir 12.5ppm af glyserín joðófór á móti vatni.
Ég vil samt benda á að ég var ekki sammála þeim útreikningum sem voru hér á síðunni!
Við strákarnir reiknuðum þetta, hver í sínu lagi og fengum allir sömu niðurstöðu sem var allt önnur en var hér í gömlum joðfór þræði. Við hringdum í Mjöll-Frigg og fengum staðfestingu á okkar útreikningum hjá einum efnafræðinga þeirra.
Ég fatta núna að ég ætlaði að vera löngu búinn að svara þessum tiltekna þræði og setja inn okkar blöndunarleiðbeiningar.

Nú er ég búinn að gleyma blöndunar hlutföllunum en skal biðja HrOtta um að skella þeim hér inn um leið og hann er kominn í siðmenninguna á sunnudag.

Re: Joðófór

Posted: 15. May 2010 10:02
by Eyvindur
Ég kann ekki á tölur, en hef miðað við 1ml/L, sem hefur gefist mjög vel. Einfalt fyrir talnaheftan einstakling eins og mig, og engin vandamál komið upp til þessa.

Re: Joðófór

Posted: 15. May 2010 11:14
by sigurdur
halldor wrote:
sigurdur wrote:Þetta er undraefni :)
Muna bara að no-rinse bilið er 12.5ppm - 15ppm af joðófóri. Það er búið að ræða um það í nokkrum þráðum áður þannig að þið eigið að geta fundið útreikningana fyrir 12.5ppm af glyserín joðófór á móti vatni.
Ég vil samt benda á að ég var ekki sammála þeim útreikningum sem voru hér á síðunni!
Við strákarnir reiknuðum þetta, hver í sínu lagi og fengum allir sömu niðurstöðu sem var allt önnur en var hér í gömlum joðfór þræði. Við hringdum í Mjöll-Frigg og fengum staðfestingu á okkar útreikningum hjá einum efnafræðinga þeirra.
Ég fatta núna að ég ætlaði að vera löngu búinn að svara þessum tiltekna þræði og setja inn okkar blöndunarleiðbeiningar.

Nú er ég búinn að gleyma blöndunar hlutföllunum en skal biðja HrOtta um að skella þeim hér inn um leið og hann er kominn í siðmenninguna á sunnudag.
Af http://www.fagun.is/viewtopic.php?p=3618#p3618" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég reiknaði út hversu mikið af joðófór þyrfti í einn líter af vatni, en það þarf 0.625ml/l til að fá 12.5 ppm upplausn. (FYI, no-rinse upplausn af joðófór er á milli 12.5 til 25 ppm þannig að það er í lagi að setja frá 0.625 til 1.25 ml í líter af vatni).
Af http://www.mjollfrigg.is/lix/adjalta?Pa ... igg&&edit=&&" onclick="window.open(this.href);return false;
Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni.
Semsagt samkvæmt mjöllfrigg þá eru 30ml í 10l af vatni 60ppm. Það þýðir að 3ml í 1L gefur 60ppm.

Code: Select all

x = 3 / 60 = 0,05
Þetta gefur mér að 0,05ml gefur 1 ppm í einum líter af vatni. Til að finna út hver 12,5ppm og 25ppm eru þá reikna ég eftirfarandi.

Code: Select all

12,5ppm = 12,5 * 0,05 = 0,625 ==> 0,625ml/L er 12,5ppm
25ppm = 25 * 0,05 = 1,25 ==> 1,25ml/L er 25ppm
Samkvæmt þessum útreikningum, þá þarf að blanda frá 0,625ml til 1,25ml í einn líter af vatni til þess að lausnin sé skolfrí.

Ef ég hef gert einhverjar villur í þessum útreikningum, getið þið bent mér þá á hana?

Re: Joðófór

Posted: 15. May 2010 13:25
by Classic
Skv. þessum sömu útreikningum myndi 1ml joðófór / 1l vatn gera 20 ppm, svo ætli það sé ekki bara ágætis viðmið að halda sig við, óþarfi að flækja hlutina, svo ég nota bara þumalputtaregluna frá Eyvindi, jafnvel þótt ég sé sjálfur ágætur með tölur :)

Re: Joðófór

Posted: 15. May 2010 20:04
by Eyvindur
Jei! Ég gerði gagn!

Þetta er augljóslega langþægilegasti útreikningurinn - 25 ml í 25 L... Gerist ekki mikið þægilegra.

Re: Joðófór

Posted: 18. May 2010 17:39
by BeerMeph
Maður verður að fara að fjárfesta í joðófórnum! enda þessi IP-klór sápa að fara með hnerrkirtlana mína.

Re: Joðófór

Posted: 18. May 2010 22:34
by asgeir
Sælir, eruð þið þá að nota þessa blöndu til að hreinsa bæði gerjunarílát og flöskur? Ef ég skil þetta rétt þá sleppið þið við að vera með þessa tímafreku skolun sem er nauðsynleg þegar maður er að nota IP-klórsótann...

Re: Joðófór

Posted: 18. May 2010 23:12
by sigurdur
asgeir wrote:Sælir, eruð þið þá að nota þessa blöndu til að hreinsa bæði gerjunarílát og flöskur? Ef ég skil þetta rétt þá sleppið þið við að vera með þessa tímafreku skolun sem er nauðsynleg þegar maður er að nota IP-klórsótann...
Með því að nota joðófór í skol-frí upplausn (12,5ppm til 25ppm) þá getum við sleppt því að skola eftir að við höfum sett sótthreinsunarlausnina í allt brugg-tengt.
Við sleppum ekki við það að hreinsa neitt, allt þarf að vera hreint áður en það fer í sótthreinsun.

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 09:32
by BeerMeph
Til að auðvelda útreikningana á joðófór þynningu þá er ppm það sama og einingin mg/l.

Þannig að þið miðið bara alltaf við ml. T.d ef lausn er 1000 ppm þá þarf að setja 1 ml lausn á móti 1000 ml vatns til að fá 1 ppm (þúsund föld þynning).

Jafnan er annars C1 * V1 = C2 * V2

V1 er rúmmál stofnlausnar sem þarf (ml)
V2 er lokarrúmmál blönduðu lausnarinnar (ml)
C1 er styrkur í ppm stofnlausnar.
C2 er styrkur í ppm þynntu lausnar.

Svo er bara auðvelt algebra:

T.d ef maður ætlar að blanda 1000 ml af 15 ppm lausn úr 5000 ppm stofnlausn þá reiknum við rúmmál úr stofnausn sem þarf:

V1 = (C2*V2)/C1 = (15*1000)/5000 = 3 ml

3 ml fara því í 997 (cirka 1000) ml af vatni og það ætti að vera cirka 15 ppm.

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 13:02
by kristfin
eitt skemmtilegt húsráð með joðfórinn.
reddið ykkur svona brúsa
Image
ég fékk mína í blóðbankanum, þeir henda þeim eftir notkun.

bunan er mjög nákvæm. 1.5 ml í bunu. þetta passar í 1,5-2 lítra. enga stund að blanda alltaf nýtt og ferskt.

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 13:54
by sigurdur
BeerMeph wrote:Til að auðvelda útreikningana á joðófór þynningu þá er ppm það sama og einingin mg/ml.

Þannig að þið miðið bara alltaf við ml. T.d ef lausn er 1000 ppm þá þarf að setja 1ml lausn á móti 1000 ml vatns til að fá 1 ppm (þúsund föld þynning).

Jafnan er annars C1 * V1 = C2 * V2

V1 er rúmmál stofnlausnar sem þarf (ml)
V2 er lokarrúmmál blönduðu lausnarinnar (ml)
C1 er styrkur í ppm stofnlausnar.
C2 er styrkur í ppm þynntu lausnar.

Svo er bara auðvelt algebra:

T.d ef maður ætlar að blanda 1000 ml af 15 ppm lausn úr 5000 ppm stofnlausn þá reiknum við rúmmál úr stofnausn sem þarf:

V1 = (C2*V2)/C1 = (15*1000)/5000 = 3 ml

3 ml fara því í 997 (cirka 1000) ml af vatni og það ætti að vera cirka 15 ppm.
Það væri gaman að fá heimild af þessari formúlu.

Ef það sem að þú segir er satt, þá ættu 30 ml í 10 L að vera 15ppm.
V1 = (C2*V2)/C1 ) = (15*10000)/5000 = 30 ml.

Þetta þýðir að annað hvort er ofangreinda formúlan röng, eða uppgefnar upplýsingar hjá MjöllFrigg rangar.

Af http://www.mjollfrigg.is/lix/adjalta?Pa ... igg&&edit=&&" onclick="window.open(this.href);return false;
Glyserin-Joðafór er alhliða gerildeyðandi efni til notkunar í handdýfur í matvælaiðnaði. Til þvotta á júgri og spenahylkjum mjaltavéla. Glyserin-Joðafór hefur mýkjandi og græðandi áhrif á hörund, ásamt gerildeyðandi áhrifum og er því áhrifaríkt gegn hvers konar bólgum og ígerð í húð. Regluleg notkun Glyserin-Joðafór og Júgurþvottalögs til skiptis, varnar útbreiðslu júgurbólgu.
Notkun: Þvottur á júgri og spenahylkjum: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Þvoið spena fyrir mjaltir og þurrkið hvert júgur með sérstökum klút/pappírsþurrku. Spenahylki ættu að fá að liggja í a.m.k 30 sekúndur í þessari fyrir mjaltir á hverri kú. Spenadýfa: Strax eftir mjaltir er spenum dýft í joðofórlausn, sem inniheldur einn hluta af Glýserín-Joðófórmóti þremur hlutum vatns. Styrkleiki lausnarinnar er 5.000 ppm joð. Handdýfa: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Höndum er dýft í joðlausnina eftir venjulegan handþvott.
Þetta er mjög forvitnilegt. Þakka þér fyrir að hafa komið með þessar upplýsingar.
Ég sendi tölvupóst á mjöllfrigg til þess að fá út hvort formúlan sé röng eða upplýsingarnar á gögnunum þeirra.

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 19:27
by BeerMeph
Ég er að læra lífefnafræði og þetta er hefðbundinn þynningarformúla sem maður notar alltaf þegar maður ætlar að blanda eða þynna lausn.

Þá notar maður mól/L sem styrk en það gildir alveg nákvæmlega sama fyrir ppm og í rauninni hvaða styrk-einingu sem er.

Annars er ppm LANGoftast mg/ml en örsjaldan mmól/ml sem ég hugsa að eigi ekki við í þessu tilviki því menn skrifa frekar µM þar sem M stendur fyrir mól/l

Hér er hún sýnd á answers.com
http://wiki.answers.com/Q/What_is_the_f ... r_dilution

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 19:49
by kalli
sigurdur wrote:
BeerMeph wrote: Þetta þýðir að annað hvort er ofangreinda formúlan röng, eða uppgefnar upplýsingar hjá MjöllFrigg rangar.

Af http://www.mjollfrigg.is/lix/adjalta?Pa ... igg&&edit=&&" onclick="window.open(this.href);return false;
Glyserin-Joðafór er alhliða gerildeyðandi efni til notkunar í handdýfur í matvælaiðnaði. Til þvotta á júgri og spenahylkjum mjaltavéla. Glyserin-Joðafór hefur mýkjandi og græðandi áhrif á hörund, ásamt gerildeyðandi áhrifum og er því áhrifaríkt gegn hvers konar bólgum og ígerð í húð. Regluleg notkun Glyserin-Joðafór og Júgurþvottalögs til skiptis, varnar útbreiðslu júgurbólgu.
Notkun: Þvottur á júgri og spenahylkjum: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Þvoið spena fyrir mjaltir og þurrkið hvert júgur með sérstökum klút/pappírsþurrku. Spenahylki ættu að fá að liggja í a.m.k 30 sekúndur í þessari fyrir mjaltir á hverri kú. Spenadýfa: Strax eftir mjaltir er spenum dýft í joðofórlausn, sem inniheldur einn hluta af Glýserín-Joðófórmóti þremur hlutum vatns. Styrkleiki lausnarinnar er 5.000 ppm joð. Handdýfa: Blandið 30 ml (3 tappafyllingar) í 10 l af vatni, en þetta samsvarar 60 ppm joðstyrk í lausninni. Höndum er dýft í joðlausnina eftir venjulegan handþvott.
Þetta er mjög forvitnilegt. Þakka þér fyrir að hafa komið með þessar upplýsingar.
Ég sendi tölvupóst á mjöllfrigg til þess að fá út hvort formúlan sé röng eða upplýsingarnar á gögnunum þeirra.
Efnafræðingur hjá Mjöll Frigg staðfesti í símtali í vor að upplýsingar þeirra væru rangar. Ég var búinn að reikna þetta fram og til baka og stemmdi ekki. Ég man í augnablikinu ekki hver villan var en síðan hef ég notað 2 ml joðófór í 1 L vatni til að fá skolfría upplausn.

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 21:44
by sigurdur
Takk fyrir það Kalli.

Ef þessir formúla stenst, þá eru eftirfarandi gildi til að fá skolfría lausn.

12,5 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (12.5*1000)/5000 = 2,5 ml/L
25 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (25*1000)/5000 = 5 ml/L

Sem þýðir að skv. þessari útþynningarformúlu að það þarf 2,5-5 ml á líter til að fá skolfría sótthreinsandi upplausn, miðað við að þykknin sé 5000ppm.

Hrikalega er ég búinn heppinn með sýkingar ;)

Ég mun pósta svari frá MjöllFrigg ef ég fæ það.

Athugið að ef upplýsingar á gögnum frá MjöllFrigg eru rangar, þá getur það bæði verið magnið í þykkninni (5000ppm) eða útreikningarnir.

Re: Joðófór

Posted: 12. Nov 2010 22:16
by kristfin
það stóð 8000ppm á brúsanum mínum. ég hefi allavega unnið útfrá því.

Re: Joðófór

Posted: 14. Nov 2010 15:18
by BeerMeph
sigurdur wrote:Takk fyrir það Kalli.

Ef þessir formúla stenst, þá eru eftirfarandi gildi til að fá skolfría lausn.

12,5 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (12.5*1000)/5000 = 2,5 ml/L
25 ppm
V1 = (C2*V2)/C1 = (25*1000)/5000 = 5 ml/L

Sem þýðir að skv. þessari útþynningarformúlu að það þarf 2,5-5 ml á líter til að fá skolfría sótthreinsandi upplausn, miðað við að þykknin sé 5000ppm.

Hrikalega er ég búinn heppinn með sýkingar ;)

Ég mun pósta svari frá MjöllFrigg ef ég fæ það.

Athugið að ef upplýsingar á gögnum frá MjöllFrigg eru rangar, þá getur það bæði verið magnið í þykkninni (5000ppm) eða útreikningarnir.
Formúlan stenst getur treyst á það :). Finnst samt furðulegt að þeir hjá Mjöll Frigg hafi klúðrað svona einföldum reikningum ef þeir séu með efnafræðing í vinnu.

Re: Joðófór

Posted: 14. Nov 2010 17:13
by sigurdur
Það er alveg spurning um hversu gömul gögnin eru og hver hefur útbúið þau í upphafi.

Re: Joðófór

Posted: 14. Nov 2010 18:26
by BeerMeph
Ég er að pæla í ef ég hef tíma að fara niðrá raunó og títra sýni með sterkju af þessum joðófór og athuga lausnin sé ekki örugglega rúmlega 5000 ppm.

Ég skal skrifa skýrslu og senda þeim jafnframt ef niðurstöðurnar verða athyglisverðar :ugeek:

Re: Joðófór

Posted: 14. Nov 2010 18:39
by kalli
BeerMeph wrote:Ég er að pæla í ef ég hef tíma að fara niðrá raunó og títra sýni með sterkju af þessum joðófór og athuga lausnin sé ekki örugglega rúmlega 5000 ppm.

Ég skal skrifa skýrslu og senda þeim jafnframt ef niðurstöðurnar verða athyglisverðar :ugeek:
Það væri frábært að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll.

Re: Joðófór

Posted: 14. Nov 2010 19:10
by sigurdur
BeerMeph wrote:Ég er að pæla í ef ég hef tíma að fara niðrá raunó og títra sýni með sterkju af þessum joðófór og athuga lausnin sé ekki örugglega rúmlega 5000 ppm.

Ég skal skrifa skýrslu og senda þeim jafnframt ef niðurstöðurnar verða athyglisverðar :ugeek:
ofursvalur! :)