Page 1 of 1

Hjálp!

Posted: 20. May 2009 15:00
by nIceguy
Sælir, getur einhver sagt mér hvort ég geti ekki notað venjulega sykur til að búa til gerstartara? Vandinn er að ég er með vökvager en þarf bara að nota hálft innihaldið. Restina þarf ég að geyma. Hingað til hef ég búið til ca 1L af urtu (með DME) og svo sett gerið þar í. Nú á ég ekki afgangs DME!

Re: Hjálp!

Posted: 20. May 2009 15:25
by Stulli
Það er örrugglega hægt að nota venjulegan sykur, en ég myndi mæla MJÖG gegn því. Það er mikilvægt til að koma gerinu í gang með því að gefa því virti. Það er mikil hætta ef þú notar bara strásykur, kornsykur o.s.frv. að gerið verði latt og hættir að nenna að vinna úr maltósa og maltótríósa sem að eru í virtinum. Sem að hefði í för með sér að gerið myndi hætta að gerja með fullt af sykrum enn eftir.

Ég skrifaði eitthvað um þetta hérna um daginn, kannski í síderspjallinu.

Re: Hjálp!

Posted: 20. May 2009 15:53
by nIceguy
Já það er bara vesen að þurfa að geyma helminginn. :( Hmm ég verð þá kannski bara að taka af ekstraktinu sem ég ætlaði að nota í bruggið.

Re: Hjálp!

Posted: 20. May 2009 16:54
by Eyvindur
Allar ráðleggingar sem ég hef fengið hafa verið í þá átt að nota bara malt, aldrei sykur í starter. Ég hef hins vegar gert starter með LME úr kittinu sem ég var að fara að gera (einmitt vegna þess að ég átti ekki auka extract) og það var sallafínt. Ekkert að því.

Re: Hjálp!

Posted: 20. May 2009 16:58
by Stulli
LME og DME eru einmitt kjörin til þess að starta ger, þar sem að það er virtir :good:

Re: Hjálp!

Posted: 20. May 2009 18:01
by Hjalti
Já, ég hef immit lesið þetta á alskonar stöðum. LME og DME sé best í þetta. Allavega á homebrewtalk.

Re: Hjálp!

Posted: 21. May 2009 11:11
by nIceguy
Já ætli ég verdi thá ekki ad bída med ad brugga...kaupa meira DME frá www.brygladen sem reyndar er mjög fín vefverslun. Hvad ætli kosti ad kaupa til Íslands frá DK t.d. Hmmm seinnitíma vandamál fyrir mig amk.

Re: Hjálp!

Posted: 21. May 2009 11:26
by Eyvindur
Það er hægt að gera starter með mini-meskingu í pressukönnu... Veit að Árni hefur gert það, hann getur kannski lýst því aðeins. Svo gætirðu líka bara notað hluta af extractinu úr kittinu. Það er ekkert verra. Gerir bara ráð fyrir því í vatnsmagninu í lokin...

Re: Hjálp!

Posted: 22. May 2009 06:55
by nIceguy
Heheh er ekki með kit :) Kaupi þetta allt sér, humla, DME, ger, Speciality malt. En jú auðvitað gæti ég tekið af DMEinu en þá vantar í uppskriftina og alk verður lægra hjá mér!

Re: Hjálp!

Posted: 22. May 2009 08:01
by Eyvindur
Nei, þú hefur bara vökvamagnið í löguninni minna í samræmi og setur allan vökvann út í eftir suðu og kælingu. Þannig er það eina sem breytist að örlítill hluti af virtinum hefur verið soðinn fyrirfram og er byrjaður að gerjast, en það ætti ekki að hafa teljandi áhrif á bragðið á bjórnum. Þetta hef ég gert tvisvar og í báðum tilfellum var útkoman sallafín. Ekki yfir neinu að kvarta. OG og FG í báðum tilfellum hárrétt miðað við uppskriftina.

Re: Hjálp!

Posted: 22. May 2009 17:31
by nIceguy
Sko ég er að meina ég þarf að geyma hluta af gerinu í mánuð ca, eða þar til ég brugga næst. Það er vandamálið. :) nota helminginn í þetta brugg en restina í annað af því að ég er með svo lítið magn. 10L Annars væri ég ekki að vesenast, myndi bara gera svona starter eins og vanalega.

Sem sagt ég þarf að gera TVO startera, einn sem ég nota nuna og annan sem ég geymi í næstu uppskrift.

Re: Hjálp!

Posted: 22. May 2009 18:14
by Eyvindur
Já, ok, nú skil ég... En hvers vegna notarðu bara hluta af gerinu?

Re: Hjálp!

Posted: 24. May 2009 05:28
by nIceguy
Sko ég er bara með 10L brugg, og í þessu vökvageri er það mikið að það væri of mikið í mina lögun. Eða amk óþarflega of mikið (kostar sitt líka þetta ger). Var bara að spá í hvort ég gæti komist upp með að nota annað en rándýrt DME/LME í geymsluna. Gerið fer svo auðvitað í venjulegan virt þegar ég nota það í næsta bjór. Bara pæling.

Re: Hjálp!

Posted: 24. May 2009 14:39
by Eyvindur
En að nota bara allt gerið (fljótandi ger er þannig að það er yfirleitt aðeins of lítið í 19l lögun, og aldrei það mikið að það skemmi fyrir í 10l held ég) og pitcha svo næsta virti beint ofan á gerkökuna úr þeim fyrri? Þjónar sama tilgangi en einfaldar málið töluvert... Þá geturðu vel sleppt því að gera starter (nema þú sért með Propagator, kannski) og sparað þér tíma...

Re: Hjálp!

Posted: 26. May 2009 12:53
by nIceguy
Hmmm já ég var að spá í þessu, hef bara ekki laggt í það hehehe. Er ekki hætta á mengun í svona aðförum? Hvernig myndir þú þá gera þetta? Þegar ég færi yfir í seinni gerjun hvað geri ég þá við kökuna úr fyrri gerjun? Set ég þá tilbúna virti úr næsta bruggi bara beint ofaná til gerjunar?

:idea:

Re: Hjálp!

Posted: 26. May 2009 16:26
by Eyvindur
Í stuttu máli, já. Bara fleyta bjórnum af á meðan þú kælir nýja skammtinn (til dæmis) og hella honum svo beint ofan á kökuna. Í raun er minni sýkingarhætta svona, því gerjunin verður mun sneggri í gang, þar sem gerið er öskrandi hresst. Það er líka hægt að taka kökuna, þvo hana og geyma, en þá er ferlið orðið mun flóknara og sýkingarhættan töluverð.

Það eina sem þú verður að hafa í huga er að fyrri bjórinn sé ljósari og bragðminni en sá seinni (eða svipaður). Þú setur ekki ljósöl ofan á köku úr stout, eða porter á köku úr IPA...