Page 1 of 1
[Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 11:14
by Oli
Sælir, nú þarf að mala allt þetta malt sem maður ætlar að nota í komandi bjórskammta.
Hvaða tæki eruð þið all grain menn að nota og með hverju mælið þið.
Ég hef verið að skoða Barley Crusher á netinu, kostar um 150 dollara + sendingarkostnað, ansi mikið. Annar ódýrari kostur er Corona grain mill, kostar 50-60 dollara + sendingarkostnaður.
Eru menn að nota aðrar aðferðir til að mala korn fyrir utan kökukeflið?
Hvað segið þið um þetta mál?
já og ef einhver er með ónotaða kvörn upp í hillu hjá sér og vill selja þá er ég til í að skoða.

Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 12:18
by Stulli
EKKI kaupa corona millu! Það tætir alveg allt í sundur!
Ég á BarleyCrusher og mæli alveg hiklaust með því. Þetta er etv svoldið dýrt með þessu gengi og flutningskostnað og toll etc.etc. EN er alveg þess virði. Þetta er gripur sem að mun endast þér alla ævina ef að þú ferð vel með.
Þú myndir ekki sjá eftir því! Svo lengi sem að maður er með góðan pott og góða millu, þá getur allt hitt verið eitthvað skítamix

Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 13:13
by Andri
leggja í púkk einhverjir saman? Bara hugmynd

er þetta ekki einhver 40 þús kall komið til landsins
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 13:29
by Oli
Andri wrote:leggja í púkk einhverjir saman? Bara hugmynd

er þetta ekki einhver 40 þús kall komið til landsins
Ég þarf að kaupa eitt stk fyrir mig þar sem ég er það langt í burtu frá hópnum og á því erfitt með að fá lánað, sem er nú kannski best fyrir þá sem eru að byrja í all grain.
Stulli ég er að spá í að fá mér Barley Crusher, spurning um að taka eitt stk í næstu hóppöntun ef hægt er, svona upp á flutningskostnað. En hefurðu heyrt um philmill?
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 14:00
by Stulli
Ég hef heyrt um PhilMill, en hef enga reynslu af því.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 21:44
by arnilong
Óli, má ég kannski afhenda þér þá Chimay bjórinn 1. Júní nk.? Ég er búinn að eiga svo rosalega erfitt með að komast í pósthús þegar það er opið.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 21:48
by Öli
Það má svosum láta að flakka, þar sem Kitchenaid græjur eru algengar, að það er hægt að fá á þær kornmillu.
Hversu góð hún er veit ég ekki, en ef hún er eitthvað í stíl við restina af Kitchenaid aukahlutunum þá myndi ég láta laga eiga sig.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 22:18
by Eyvindur
Ég prófaði að nota kvörnina á KitchenAid. Það væri mögulega hægt, en það krefst gríðarlegrar nákvæmnisvinnu við að stilla hana rétt, og maður verður að vita upp á hár hvað maður er að gera. Það er mjög erfitt að fá réttu mölunina... Ég gafst upp á því. Mæli því ekki með því, sérstaklega því að miðað við hvað aukahlutir í KitchenAid vélar kosta þætti mér ekki líklegt að sparnaðurinn yrði svo rosalegur... Auk þess er næstum vonlaust að fá þessa kvörn hér á landi (fékk hana lánaða sjálfur...).
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 23:02
by arnilong
Ég á líka BarleyCrusher og mæli með þeirri, alveg mjög solid og vönduð. Svo eru margir handlagnir bruggarar sem hafa bara búið til svona maltkvörn sjálfir(Googla því). Annars fer ég ekki lengra með það, kann varla á hamar sjálfur.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 23:07
by Öli
... when the only tool you have is a hammer, every problem begins to resemble a nail.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 20. May 2009 23:40
by Oli
Árni: Já ekkert mál, ég tek hann þá, annars get ég líka látið sækja hann til þín áður ef tækifæri gefst.
Ég á enga kitchenaid vél þannig að það er ekki moguleiki að nota svoleiðis.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 30. May 2009 20:32
by Korinna
ég er með sambönd inn á farestveit sem er með kitchenaid umboðið, ég held að það sé alveg hægt að panta svona sérstaklega eða fá slíkt á ebay.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 30. May 2009 22:05
by Eyvindur
Enn og aftur, ég mæli alls ekki með því að nota KitchenAid kvörnina... Það er næstum vonlaust að stilla hana rétt. Ég gerði ítrekaðar tilraunir (og sóaði fyrirtaks malti), en fékk þetta aldrei nákvæmlega eins og ég vildi hafa það. Alltaf of fínt eða of gróft. Mjög erfitt að stilla... Og kostnaðurinn virðist ekki mikið minni, þannig að ég myndi nú frekar taka BarleyCrusher, sem virkar pottþétt vel.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 30. May 2009 22:08
by Oli
Ég er með einn Barley crusher á leiðinni frá USA.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 6. Aug 2009 20:40
by Hjortur
Ég er líka með Barley Crusher, Nota bara hleðsluborvél á hana og er enga stund að mala kornið. Snilldar græja !
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 7. Aug 2009 09:51
by Oli
Líka fín æfing að nota handfangið og mala 5 kg af korni, þá geturðu fengið þér tvo kalda með góðri samvisku

Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 8. Sep 2009 13:54
by kristfin
ég smíðaði eina um daginn.
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=280&start=10" onclick="window.open(this.href);return false;
ég gæti mögulega smiðað fleiri ef einvher hefur áhuga, en nb það á eftir að prófa þessa, kannski rétt að gera það fyrst
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 8. Sep 2009 14:35
by Oli
Þú ættir að setja þetta á sér diy þráð, helv flott.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 8. Sep 2009 21:55
by Andri
satt, ég sagði Hjalta að gera svona diy "kork"
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 8. Sep 2009 22:23
by sigurdur
Einhverntímann nefndi ég slíkt hið sama, ætli við verðum ekki bara að búa til þráð þar sem að við óskum eftir nýjum kork.
Re: [Óska eftir] Byggkvörn
Posted: 9. Sep 2009 09:01
by Hjalti
Held að það verði eginlega að vera eithvað þannig sem verður gert
